Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 2
VIKAN 15 ?l MAIV 1985 & FYLGIBLAÐ SKAGABLAÐSINS MED SJONVARPSDAGSKRANNI AUGLYSINGUM, AFÞREYINGAREFNI OG FRODLEIKSMOLUM Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Liósmyndir: Arni S. Árnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Móttaka auglýsinga og áskrifta síminn er 2261 eða 1397. msk. hveiti, 50 g smjör, salt, nýmalaður pipar. Nú hefst svo matreiðslan sjálf. Hlutið kjúklingana í fernt, stráið salti og pipar yfir hlutana og veltið þeim upp úr hveiti. Brúnið hlut- ana í potti. Brúnið hvítlauksgeir- ana með kjötinu. Látið kjúklinga- hlutana á fat, fjarlægið hvítlauk- inn. Hann var einungis til þess að gefa bragð. Steikið sveppina í sama potti ásamt söxuðum lauk í u.þ.b. 5 mínútur. Bætið við hvít- víni og rjóma og bragðbætið með salti og pipar. Setjið kjúklinga- hlutana aftur í pottinn og látið þá krauma í sósunni við vægan hita í u.þ.b. 40 mínútur. Hrærið í af og til. Borið fram með soðnum kart- Hátíðakjúklingur og ávaxtasalat Páskarnir eru nú að fara í hönd og rétt eins og jólin hafa þeir snúist upp í eina allsherjar matar- og afslöppunarhátíð hversu æski- legt sem það kann nú annars að vera. Því verður ekki breytt í einni Viðbót svo við snúumst á sveif með átvöglunum og reiðum hér fram forláta uppskriftir, sem ættu að koma sér vel um páskana. Hátíðakjúklingur Þaö sem til þarf í þennan rétt er eftirfarandi: 2 kjúklingar, 200 g nýir sveppir, 2 msk. smátt saxaður laukur, 4 hvítlauksgeirar, Vi flaska þurrt hvítvín, 4 dl rjómi, 1 öflum eða hrísgrjónum og hrá- salati. Ávaxtasalat Það sem til þarf er ein dós ananasbitar, ein dós mandarínu- bátar, eitt epli, einn kiwi-ávöxtur, einn banani, ein pera, lítið glas af kokteilberjum, 25 g valhnetu- kjarnar og ef vill 2-3 msk. líkjör (t.d. Grand Mariner eða Sherry). Skerið ávextina niður og blandið saman, hellið yfir einhverju af dósasafanum, e.t.v. blandað með líkjör. Stráið valhnetukjörnunum yfir salatið og berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Eldhuskrokurínn Meira um blettahreinsun í síðustu tveimur Viðbótum höfum við fjallað um bletta- hreinsun og aðeins náð að tæpa á örlitlum hluta þeirra bletta, sem myndast geta við hin ýmsu óhöpp. Við höldum bletta-umræðunni áfram núna og ljúkum svo bletta- tali í næstu Viðbót. Ávextir og ávaxtasafi Fari ávaxtasafi í föt er í flestum tilvikum hægt að hreinsa hann úr við þvott við 60 gráðu hita. Ber þá að nota þvottaefni með bleikiefni. Suma bletti eftir t.d. banana og ferskjur getur verið mjög erfitt að hreinsa séu þeir ekki skolaðir úr strax. Augnháralitur Augnháralit úr fötum er best að ná með bensíni. Ef einhver litar- blettur verður eftir eftir þá með- ferð er rétt að væta hann með uppþvottalegi og láta löginn liggja á blettinum í hálftíma eða svo. Þvoið síðan flíkina eða dýfið blettinum í vatn. Kaffi Kaffiblettir geta orðið snúnir ef þeir fá að liggja of lengi. Stundum er hægt að fjarlægja kaffiblettina strax með vatni og er þá vænlegast að halda dúknum eða flíkinni undir vatnskrananum og láta kalt vatn renna á blettinn. Nuddið hann svo með fingri. Gamlir blett- ir fara reyndar úr við þvott að mestu leyti og betri árangur næst ef bletturinn er fyrst meðhöndl- aður með uppþvottalegi og gufu. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30-16.00 og svo aftur frá kl. 19.00- 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtö! og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í stmsvara 2358 á öðrum tímum. Bókasafnið: Safnið er opið sem hér segir: mánudaga 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga 15-19, fimmtudaga 16-21 og föstudaga 15-19. Útlánatími er 20 dagar, dagsektir 50 aurar á bók. Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er2222. Lögregla: Símar 1166, 2266 og 1977. Sjúkrabíll: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kí. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið er mánudaga-mið- vikudaga sem hér segir: 7-8.45, 17- 18.30 og 20-21.15, fimmtudaga 7-8.45, 17-18.30, 20-21 og 21-21.45 (fyrir konur), föstudaga 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45 og á sunnu- dögum frá 10-11.45. Al-Anon: Félagsskapur fyrir aðstand- endur drykkjufólks. Fundir alla mánu- daga kl. 21 að Suðurgötu 102. Bahá’í-trúin: Opið hús að Dalbraut 49, alla fimmtudaga kl. 20.30. Auglýsið íSkagablaðinu Opið alla daga frá kl. 8 til kl. 23.30. Föstudaga og laugardaga frá kl. 8 til 01 Tökuni VISA Verið velkomin SKAGANESTI

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.