Skagablaðið

Ulloq

Skagablaðið - 12.04.1985, Qupperneq 1

Skagablaðið - 12.04.1985, Qupperneq 1
leikinn að þegar lið lékju eins og hans menn hefðu gert um kvöldið þá ynnist leikurinn í 9 tilfellum af 10. „En ekki í kvöld,“ bætti hann við. „Það er samt ekki tapið í kvöld sem gerir út um meistara- vonimar hjá okkur, það em þessi fáránlegu töp eins og gegn Sund- erland, Forest og Stoke, sem skipta sköpum.“ „Þetta var það sem við þörfnuðumst," sagði Wilkinson eftir leikinn og var að vonum himinlifandi enda vann Wednesday „tvöfaldan sigur“ á United í deildinni með sigrinum á þriðjudag. Sjánánar íopnu „Jú, það var orðið dálítið stressandi að bíða eftir því að komast inn á enda hafði Marwood haltrað um frá því fyrst í síðari hálfleiknum. Það voru svo ekki nema um 10 mínútur eftir þegar hann fór loksins út af,“ sagði Sigurður Jónsson, öllu þekktari sem einfaldlega Siggi Jóns, er Skagablaðið ræddi við hann úti í Sheffield á þriðjudagskvöld eftir að hann hafði komið inn á í 1-0 sigri Sheffield Wednesday gegn Manchester United. Sigur Wednesday gerði líkast til endanlega út um titilvonir United en með honum jukust jafnframt mjög líkumar á því að Siggi og félagar komist í UEFA-keppnina næsta haust. Það var óneitanlega dálítið sér- „Nei, ég var ekkert stressaður stök tilfinning að verða vitni að eftir að ég kom inn á. Það þýðir því að sjá Sigga í leik gegn mörgum af skærustu stjörnum ensku knattspyrnunnar á þriðju- dagskvöld. Um 40.000 manns voru á leiknum og stemningin gífurleg. Þegar Siggi kom inn á kváðu við mikil fagnaðaróp og þótt þetta hafi aðeins verið þriðji leikurinn í 1. deildinni, þar sem hann er með, er á öllu augljóst að hann er í geysilegu uppáhaldi hjá áhangendum liðsins. heldur ekkert að vera að velta því fyrir sér hvort andstæðingurinn er frægur eða ekki. Ef maður ber einhverja virðingu fyrir þessum körlum er eins gott að hætta þessu strax. Ég fékk þá skipun að berjast um hvern bolta enda stigin mikilvæg og held ég hafi gert eins og fyrir mig var lagt. Þetta var tvímælalaust stærsta skrefið hjá mér til þessa þótt ég hafi verið stutt með. Leikirnir Eiginhandaráritanir gefnar í leikslok. Siggi fylgist grannt með miðvörðum United, Paul McGrath og Graeme Hogg í leiknum á þriðjudag. gegn Leicester og Luton voru allt öðru vísi þótt ég hafi leikið þá alla. Stemningin í kvöld var svo rosaleg.“ Það er óhætt að taka undir orð Sigga og víst er að áhangendur Wednesday fögnuðu sigrinum innilega eftir fremur skrykkjótt gengi undanfamar vikur. Dag- skipun Howard Wilkinson, fram- kvæmdastjóra, fyrir leikinn var einföld; „Mér er sama hvernig þið leikið — ég vil fá þrjú stig.“ Þau stig höfðust. United hóf leikinn á þriðjudag af geysilegum krafti og réði gangi hans að mestu fyrstu 20 mín- úturnar. Á 17. mínútu kom hins vegar rothöggið; Lee Chapman skoraði eftir að Pears, markvörð- ur United (Bailey lék ekki með) hafði hálfvarið þrumuskot frá Shirtliff. Eftir markið jafnaðist leikurinn mjög og þrátt fyrir stórkostlegan leik litla Danans, Jesper Olsen, hljóp aukin ör- vænting í leikmenn United með hverri mínútunni sem leið. Bryan Robson, fyrirliði United og enska landsliðsins, sagði eftir Næstablad; Hvað segir Howard Wilk- inson um möguleika Sigga í Englandi? Langþráð skipting — Marwood útaf og Siggi inn á. Skagablaðið heimsækir Sigga Jóns hjá Sheffield Wednesday: „Stemningin í kvöld var svo rosaleg“ — sagði Siggi eftir aö hafa komið inn á í 1:0 sigurleik Wednesday gegn Man- chester United á þriðjudag

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.