Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 3
„Aðkallandi aðeflafélags lega starfið“ — segir Magnús Oddsson, hinn nýi formaður ÍA, í viðtali við Skagablaðið Magnús Oddsson, hinn nýi formaður 1A. Formannsskipti voru nýlega hjá Iþróttabandalagi Akraness, í stað Andrésar Ólafssonar var kosinn Magnús Oddsson. Þessi skipti fórn mjög hljóðlega fram, en Skagablaðið heilsaði upp á nýja formanninn. Magnús sagðist hafa verið kosinn í framkvæmdastjórn ásamt þeim Skúla Garðarssyni, gjaldkera, og Gísla Gíslasyni ritara, á framhaldsþingi íþrótta- bandalagsins um miðjan jan- úar, áður hafði hann verið ritari í stjóm IA. Aðspurður um hvort hann mundi beita sér fyrir einhverj- um breytingum hjá ÍA sagði Magnús að mjög aðkallandi væri að endurskoða og efla félagslega starfsemi bandalags- ins. Miklar umræður hefðu orð- ið um það mál á síðasta banda- lagsþingi og ljóst að úrbóta er þörf. „Við erum svo heppnir að ritari bandalagsstjórnarinnar er lögfræðingur og þessi endur- skoðun hvílir mikið á herðum hans,“ sagði Magnús og bætti við: „Því miður er það að verða æ algengara í íþróttastarfseminni að reynt sé að finna formgalla á félagslegri aðild einhvers leik- manns, senda inn kærur og reyna að fá lið dæmd úr leik eða leik tapaðan. Slíku verður að sjálfsögðu að verjast eftir föng- um.“ Nú snérum við talinu að öðru og Magnús fór að segja frá íþróttahúsinu, sem ÍA ætlar að byggja norðanvert við nýju sundlaugina. Stefnt er að því að ganga frá sökklum í sumar og verður leitað eftir sjálfboðalið- um til að vinna að því verkefni. Byggingin verður mjög ódýr en jafnframt hentug til alhliða íþróttaiðkana. Taldi Magnús að kostnaður við hana yrði u.þ.b. helmingur af kostnaði við hús af hefðbundinni gerð (steyptu). Húsið er límtréshús með skemmusniði og verður notað til æfinga fyrir allar inn- anhússíþróttir. Lofthæð er það mikil að þar geta keppnir farið fram t.d. í handbolta, en öllum stærri mótum verður beint í íþróttahúsið við Vesturgötu vegna hins stóra áhorfenda- svæðis sem þar er. Magnús kvað það mjög brýnt að fá þetta nýja hús í notkun. íþróttahúsið við Vesturgötu annaði engan veginn þörfum íþróttahreyfingarinnar, til dæmis fengju knattspyrnuliðin eingöngu æfingatíma í húsinu um helgar, en vegna móta og kappleikja er algengt að æf- ingar falli niður einmitt um helgar. Oft kemur því fyrir að hálfur mánuður eða þrjár vikur líði á milli æfinga. Erfitt er að halda uppi áhuga og ná árangri við slíkar aðstæður. Æfingatími allra liða væri skorinn niður en engu að síður væri húsið nýtt til klukkan að ganga tólf á hverju kvöldi, en slíkir kvöldtímar eru mjög óhentugir, vegna unglinganna sem flestir eiga að mæta í skólann klukkan átta á morgn- ana. Að lokum sagði Magnús að besta ráðið til að hamla á móti svokölluðum unglingavanda- málum væri að virkja ungling- ana til hollra og áhugaverðra verkefna. Á því sviði hefði íþróttahreyfingin unnið stór- virki. Nú á ári æskunnar yrði ráðist í það stórvirki að byggja félags- og íþróttaheimili ÍA, við það verkefiii þyrftu hinir eldri að rétta æskunni hjálparhönd. KJOKBOK LANDSBANKANS TENGD VERÐTRYGGINGU ÖRUGG BÓK* ENGIN BINDING HÁIR VEXTIR FRÁ.ÞVÍ AÐ LAGT ER INN Með l^ödÆmiíeggurþú LANDSBANKINN Græddur er i’eymdur eyrir 1Una KIRKJUBRAUT 4. AKRANESI. SÍMI 93-2244. Fermirajar- qjafimar! 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.