Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 4
Siggi og Howard Wilkinson, ,jtjóri“ Wednesday, ræða málin á œfingu. Skagaþlaðið ræðir við Sigga Jóns í SheffieM: Eg hef nógan tíma og mér liggur ekk- ertá“ „Þegar þú minnist á þetta þá er auðvitað dálítið skrýtið að hugsa til þess að fyrir réttu ári lá ég á sjúkrahúsinu uppi á Akranesi með slitin liðbönd ■ hné og var ekkert allt of bjartsýnn. Það hefur ótrúlega margt breyst á þessu ári og kannski er maður ekki enn búinn að átta sig fyllilega á þvi að vera orðinn atvinnu- maður hjá einu af sterkustu fé- lögum Englands um þessar mund- ir, Sheffield Wednesday,“ sagði Siggi Jóns er við ræddum við hann eftir að hafa komið okkur notalega fyrir eftir leikinn gegn Manchester United á þriðjudags- kvöld. „Þegar maður pælir í því þá er þetta eins og í lygasögu,“ bætti hann við. „Væri ég enn „Be like Siggi Jonsson - hann rœður yfir. - drive with Autofair“ stendur á Fiestunni, sem „Aha... éq hef ekið honum mörgum sinnum, —Siggi Jóns orðinn vel þekktur á meftal fólks í Sheffíeld og er mjög vinsæll hjá áhangend um„Uglanna“ „Hvert er ferðinni heitið?“ spurði Ieigubílstjórinn þegar við stigum upp í bfl hans fyrir utan aðalbrautarstöðina í miðborg Sheffield rétt upp úr hádeginu á öðrum degi páska. „Middlewood Road,“ var svarað kokhraust. Bflstjórinn át upp eftir mér: „Middlewood Road, gott og vel.. en gætirðu gefið mér nákvæmara heimilisfang?“ „Æfingasvæði Sheffield Wednesday var svarið um hæl.“ Það varð þögn í smá- tima en síðan spurði Ieigubfl- stjórinn aftur. „Fyrirgefíð forvitn- ina en hvað ætlið þið að gera þangað." „Hitta Sigga Jónsson,“ svaraði ég. „Aha... ég hef ekið honum mörgum sinnum.“ Þar með urðu þáttaskil í slitr- óttu samtali okkar Árna ljós- myndara við bílstjórann. Fótbolti virtist hans líf og yndi og hann fór strax að ræða um hið góða gengi Sheffield Wednesday í vetur. „Það eru nú ekki öll lið sem geta státað af sigri á Anfield í vetur,“ sagði hann og vísaði til 2-0 sigurs Wednesday á meisturunum fyrr í vetur. 'Sem einlægur aðdáandi hinna rauðklæddu gat ég ekki á mér setið að benda honum á þá staðreynd, að Liverpool hefði tapað 5 leikjum á heimavelli í 1. deildinni ívetur — ákflega sjald- gæft það — þannig að þrátt fyrir gott gengi „Uglanna“ eins og Wednesday-liðið er gjaman kall- að á meðal áhangenda sinna var afrek þeirra á Anfield ekki ein- stætt. Það sljákkaði aðeins í kapp- anum við þetta en hann var fljótur að finna nýjan flöt á málinu og fór að tala um hversu Mike Lyons og Siggi Jóns á œfingu. Lyons lék sinn 500. deild- arleik gegn United á þriðjudag. frábær Howard Wilkinson væri. Þannig leið tíminn í sfelldu tali um Wednesday og áður en varði vomm við komnir að æfinga- svæðinu, sem er örskammt frá sjálfum aðalleikvanginum. Ekki sála Þegar út úr bílnum var komið vakti það athygli okkar, að ekki var sálu að sjá við æfingasvæðið. Venjulega hefur maður séð tugi, jafnvel hundmð áhangenda, fylgjast með æfingum stórliðanna en hjá Wednesday voru engir utan við og ungur strákur með pabba sxnum. Þeir fóru eftir að Gary Shelton hafði gefið þeim stutta eiginhandaráritun í sér- staka bók til slíks brúks. Er við spurðumst fyrir um hvers vegna þarna væri ekki að sjá neina áhangendur liðsins var okkur tjáð, að slíkt tíðkaðist ekki hjá Sheffield Wednesday og hefði ekki verið frá því Wilkinson tók við. Hann vildi að sínir menn fengju að æfa í friði til þess að raska ekki einbeitingunni. Æfingin, sem við fylgdumst með var ekki löng og henni lauk um kl. 14.30. Stór hluti æfing- arinar fór í að æfa fyrirgjafir, þar sem gefið var fyrir og leikmenn áttu að skjóta á ferðinni. Gamal- kunn æfing en aldrei of oft notuð. Lokapunkturinn í æfingunni var nokkuð tryllingsleg útgáfa af eins- konar „síðasta“-leik, þar sem not- aðir vom fjórir boltar á meðal leikmannanna 16. Síðan hljóp . ■- Beðið eftir að röðin komi að sér. Siggi ásamt þeim Brian Marwood og Lee O hver sem betur gat og öskrin og óhljóðin sem fylgdu voru mikil. Eftir látlaus hlaup í 20 mínútur var æfingunni slitið og leikmenn gátu leyft sér að slappa aðeins af og fóru síðan í bað. Sólguðinn Það var létt yfir mönnum á æfingunni þrátt fyrir slæmt tap, 0-3, gegn Aston Villa í leik í 1. deildinni á laugardeginum. Mike Lyons, leikreyndasti maður liðs- ins, sem lék 390 deildarleiki með Everton á sínum tíma og er nú fyrirliði „Uglanna“, gerði að gamni sínu við Sigga Jóns. „Hvernig hefur íslenski sólguð- inn það?“ spurði hann og hló. Lyons er elsti leikmaður Wedn- esday-liðsins og þrátt fyrir harðar og strangar æfingar á hann í dálitlum vandræðum við að halda sig réttu megin við æskileg þyngdarmörk eins og títt er um leikmenn á þessum aldri. Siggi brosti bara að glettunum í honum en sagði okkur síðar, að aðal- spennan á þriðjudögum í hverri viku væri í því fólgin að fylgjast með því hvernig Lyons kæmi út úr hinni vikulegu vigtun. „Það er fljótt að sjást á honum ef hann hefur étið fínan mat alla helgina,“ sagði Siggi og hló. Wilkinson gekk síðan að okkur og spurði hvort við vissum til þess að hann væri farinn að stunda sólbekki upp á síðkastið. Hann væri orðinn undarlega brúnn. Það kom allt heim og saman því Siggi hafði síðustu daga notað sér þá aðstöðu, sem er á heimili hans í Sheffield, glæsilegu húsi í Stann- ington hverfinu skammt frá Hills- borough. Þar er nefnilega sól- bekkur. Þrátt fyrir tapið gegn Villa, sem reyndar var hið versta í vetur, var Wilkinson ekki svo óhress. „Við lékum ágætlega en hlutimir gengu bara ekki upp.“ 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.