Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 7
„Bjartsýnn á aó þessar feróir —segir Fridrik Jónsson, deikt»s^órí flutninga og sölu hjá SR, im reglubundnar siglingar Skipa- útgefðarinnar til Akraness sem hefjast fljótlega Skagablaðið fregnaði fyrir skemmstu, að Skipaútgerð rflds- ins myndi hefja reglubundnar áætlunarviðkomur á Akranesi á næstunni. Vegna þessa hafði biaðið samband við Friðrik Jóns- son, deildarstjóra flutninga og sölu hjá Sementsverksmiðju rík- isins, og innti hann eftir því hvort þetta væri rétt. „Já, þetta er rétt, samningar hafa tekist við Skipaútgerð rík- isins og munu skip útgerðarinnar hafa hér nokkrar fastar viðkomur þann tíma sem einhverjir teljandi flutningar eru héðan. Þetta á aðallega við vor, sumar og haust, en verður í eitthvað minna mæli á veturna." — Hvað kemur til að útgerðin tekur upp siglingar til Akraness? „Tilefnið er að samfara því að pökkunarstöð Sementsverk- smiðjunnar í Reykjavík verður lögð niður flyst mestöll útskipun á sementi hingað aftur. Þetta verður fljótlega núna eftir pásk- ana. Sementsverksmiðjan hefur nýverið gert samning við Ríkis- skip um að þau annist dreifingu sements frá Akranesi til þeirra hafna, sem ms Freyfaxi (síðar ms Haukur) annaðist áður. Frá sama tíma er áformað að ms Haukur hætti dreifingu á sementi. Fram að þessu hefur hluta sekkjaðs sements verið dreift með skipum Skipaútgerðarinnar frá Reykja- vík. Sú dreifing fellur nú niður og flyst til Akraness. Þetta álít ég vera til mikilla hagsbóta fyrir bæjarfélagið, þar sem tekjur hafnarinnar vegna vörugjalda og hafnargjalda aukast vegna þessa og sfðast en ekki síst er Akranes og nágrenni komið í bein tengsl sjóleiðina við landsbyggðina." — Hverju breytir það í raun? „Þetta þýðir t.d. að iðnfyrir- tæki geta komið sinni fram- leiðslu beint í skip hér í stað þess að þurfa að leggja í aukakostnað við flutninga til Reykjavíkur. Þau koma því til með að hafa að þessu leyti sömu möguleika á að koma framleiðslu sinni á markað úti um landsbyggðina og fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu hafa. Þetta tel ég einnig til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Borgarnesi." — Eykur þetta atvinnu í bæn- um? „Ef fyrirtæki hér á staðnum vilja notfæra sér þessi tækifæri sem nú bjóðast efa ég ekki að það myndi auka umsvif þeirra og efla og sem beint framhald af því gætu skapast fleiri atvinnutækifæri. Þessar samgöngur ættu að verka hvetjandi fyrir þá sem hefðu hug á að koma hér upp nýjum fyrir- tækjum og einnig þá sem hefðu hug á að flytja fyrirtæki til bæj- arins en sjónvarpsauglýsingin sem sýnd hefur verið að undan- förnu hefur vakið ýmsa til í- hugunar í þá veru. Ég er bjartsýnn á að þessar ferðir verði bæjarbúum til hags- bóta. Það er þó einn þröskuldur, sem þarna er hugsanlega í vegi en ég vona að með velvilja hlutað- eigandi verði honum rutt úr vegi. Þarna á ég við samþykkt Verka- lýðsfélagsins um yfirvinnubann við skip í Akraneshöfn. Þar sem skip Skipaútgerðarinnar sigla eft- ir strangri áætlun verður ekki hjá því komist að einhverjar tilslak- anir þurfi þarna að koma til enda hefi ég ekki ástæðu til að ætla annað en nauðsynleg leyfi fáist. Sementsverksmiðjan er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi. Hún veitir fjölda bæjarbúa atvinnu, því tel ég að sú skylda hvíli á okkur að sjá til þess að aðrir landshlutar geti fengið fram- leiðsluna á þeim tíma, sem henn- ar er þörf, og þar er ég viss um að allir, sem hlut eiga að máli, eru mér sammála. Þótt SR muni sjálf sjá um útskipun á sementi tel ég ekki ólíklegt að útgerðin verði sér úti um umboðsmann hér á Akra- nesi innan tíðar.“ Séð yfir Akraneshöfn. „Barist um hvem ferÓa- mann, en allt í góðu • vel heppnað Vesturlandskvöld Feriamálasamtaka Vesturlands Ferðamálasamtök Vesturlands héldu skemmtun i Hótel Akra- nes föstudaginn 29. mars. Hún samanstóð af borðhaldi, skemmtiatriðum og síðan var dansað við undirleik hljómsveitar tii klukkan þrjú um nóttina. Þessi skemmtidagskrá verður flutt víðar um landið á næstunni, 13. apríl verður hún í Hótel Borgarnesi og einnig fer hún til Reykjavíkur (í Broadway), til Skemmtileg samvinna Að undanförnu hafa við- skiptavinir vörumarkaðar Skagavers getað skoðað nýj- ar árgerðir bifreiða frá Heklu hf. í húsnæði verslunarinnar ýmist áður en þeir versla eða eftir að innkaupum er lokið. Þarna hafa menn gott dæmi þess hvernig hægt er að sam- eina hagsmuni tveggja fyrir- tækja á einfaldan en þó skemmtilegan hátt. Umboðs- aðili Heklu á Akranesi er Ásgeir R. Guðmundsson. Akureyrar (í Sjallann) og víðar. Skemmtikraftar þeir sem koma fram á þessum kvöldum eru víðs- vegar af Vesturlandi og einnig verður einhver kynning á Vest- urlandi til að reyna að laða fólk í fjórðunginn.- Þessi samtök voru stofnuð snemma árs 1982 til þess að sameina þá aðila sem vinna að ferðaþjónustu í kjördæminu. Þessir aðilar vinna saman að því marki að fá fólk til að koma á Vesturland en síðan er sam- keppni milli einstakra aðila innan svæðisins um ferðamennina. „Það er barist um hvern ferða- mann sem kemur á svæðið, — en þó allt í góðu“, eins og Óli Jón Ólason ferðamálafulltrúi samtak- anna sagði. Meðal þess semferða- málasamtök Vesturlands eru að vinna að núna er myndband með landslagsmyndum frá Vestur- landi sem ferðamenn geta keypt í stað „slides“-mynda, einnig er hluti af því í myndbandi sem kynna á Island. Þessi myndbönd eru með tali á 4 tungumálum og verður dreift til markaðsaðila er- lendis til kynningar. Óli sagðist líka vera að vinna að undirbúningi 10 ára áætlunar um ferðamál í fjórðungnum, þ.e. kanna ónýtta möguleika og at- huga þær áætlanir sem menn hafa um framtíðina til að samræma framkvæmdir. Samtökin geta samt ekki sagt fólki hvað það á að gera, þau eru einungis ráðgefandi aðili og hjálpa einnig til við að útvega fjármagn og þess háttar. Vildarkjör um Vesturland, ferðir með minnst tveggja nátta gistingu á Vesturlandi með allt að 30% afslætti, verða í gangi í sumar eins og tvö síðustu sumur, á tímabilinu 10. maí til 10. júní og 11. ágúst til 9. september. Inni- falið í þessum ferðum eru af- sláttarkort sem gilda á veitinga- staði, í rútur og flug með Arn- arflugi. Óli gat þess einnig að tilgang- urinn með Vesturlandskvöldun- um væri meðal annars að opna augu íbúa Vesturlands fyrir um- hverfi sínu. Alltof algengt væri að fólk leitaði langt yfir skammt á ferðalögum sínum, hefði jafnvel ekki skoðað söfn og merkisstaði í sínu nánasta umhverfi. Hann hafði það t.d. eftir einum far- arstjóra, að hæfilegur tími á leið- inni milli Akraness og Reykja- víkur væri þrír dagar, ef skoða ætti allt markvert á leiðinni. —SEÞ. Opið laugardag til kl. 15 og sunnudag til kl. 16 Bíómaríkið Kirkjubraut 14 - sími 2822 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.