Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Atvinnulíf á Akranesi/Sjávarréttageröin sf. Atvinnumálanefnd á stóran þátt í þessu“ - segir Kristján Einarsson, einn eigenda fyrirtækisins, viö Skagablaöiö Fyrsti farmurinn af trjónukrabba var unninn í verksmiðju Sjávar- réttagerðarinnar sf. föstudaginn 29. mars. Blaðamaður Skagablaðsins brá sér á staðinn til þess að fylgjast með og spjalla við eigendur. Fyrirtækið eiga bræðumir Kristján og Einar Vignir Einarssynir ásamt konum þeirra. Kristján Einarsson heldur hér á krabba. Kristján gaf sér tíma til þess að ræða við Skagablaðið mitt í öllum látunum. Hann sagði að þeir væru ekki byrjaðir fyrir alvöru ennþá, þessi farmur yrði unnin í blæ- prufur og til þess að stilla af vélina sem komin er. Von er á fjórum vinnsluvélum ennþá í krabba- vinnsluna og tveimur í kuðunga- vinnsluna ásamt öðrum tækjum og varmabúnaði. Þegar þessari prufukeyrslu lýkur verður drifið í að undirbúa húsnæðið og setja upp vinnslurásir. Upp úr miðjum maí áætla þeir að veiðar og vinnsla geti hafist af fullum krafti og útflutningur hefj- ist til Evrópu og Bandaríkjanna, en krabbaafurðir eru mjög vin- sælar og eftirsóttar afurðir er- lendis. Sjávarafurðadeildin sér um sölu- og markaðsmál. Við hér á landi getum farið að smakka á Kvieldi í Hyajfjró| meðvorinu Fiskeldisfélagið Strönd hf. var stofnað formlega laugardaginn 30. mars. Hluthafar eru fyrírtæki og einstaklingar af Akranesi og bændur á Hvalfjarðarströnd, auk Qögurra aðkomuaðila, alls eru hluthafar 47 talsins. Hlutaféð er tæpar tvær milljónir. Yfirlýstur tilgangur félagsins samkvæmt lögum þess er að kanna kosti og rekstrarforsendur fyrir fiskeldisstöð í Hvalfirði eða í nágrenni Akraness, og hefja síðan rekstur ef það þykir hag- kvæmt. í stjórn Fiskeldisfélagsins Strandar hf. voru kosnir þeir: Stefán Teitsson, formaður, Pétur Georgsson, Helgi Sigurðsson, séra Jón Einarsson og Eyjólfur Friðgeirsson. Til vara eru þeir Teitur Stefánsson og Snorri Ól- afsson. Stefnt er að því að hefja kvíeldi í Hvalfirði í vor og hafa 11.500 seiði verið pöntuð, til að byrja með, að sögn Njarðar Tryggva- sonar sem var formaður undir- búningsfélags hlutafélagsins. —SEÞ. afurðum Sjávarréttagerðarinnar nokkuð fyrr eða um leið og vinnsla fer af stað. Kristján kvað trjónukrabbann vera mjög góðan mat, líkan humri á bragðið, en mun sætkenndari og bragðmeiri. Krabbakjöt er helst notað í for- rétti, ofnbakaða rétti, ídýfur, sós- ur og súpur, eða sem meðlæti með öðrum sjávarréttum eftir því hvernig afurðin er meðhöndluð. Auk trjónukrabba og gadda- krabba verða unnir beitukóngur og hafkóngur sem eru sæsnigla- tegundir. 12 tonn á dag Sæsniglategundirnar eru veidd- ar og vinnsluhæfar allt árið en krabbategundirnar eru erfiðar í vinnslu síðla hausts í 3-4 vikur vegna æxlunarferils og skel- skipta, sem koma fram í kjöt- gæðum og litargæðum auk þess sem skelin verður þunn og lin. Hámarksafkastageta verksmiðj- unnar verður 7,2 tonn af krabba, en allt að 5 tonnum af snæsniglum á dag. Starfsmannafjöldi verður 28 manns við full afköst verksmiðj- unnar. Krabbaveiðarnar geta 3-4 bátar stundað með eðlilegan gildrufjölda, en kuðungaveið- arnar henta betur smærri trillu- bátum vegna þess að gildurnar eru mun smærri og meðfærilegri. Við spurðum hvort það væri nógu mikill krabbi hér í kring til að standa undir framleiðslunni. Kristján hélt það nú, það væri mjög mikið af honum alls staðar hér í kring, sem dæmi nefndi hann að þessi fyrsti farmur sem hefði veirð um 250 kíló, hefði veiðst í 13 gildrur og það hefði tekið 15 mínútur að innbyrða hann, að vísu hefði verið bæði kynin í aflanum en það er aðeins karlkynskrabbinn sem er nýtan- legur til vinnslunnar. Hafrann- sóknarstofnun hefði kannað mið- in í Faxaflóa og Breiðafirði sumr- in ’83 og ’84 og með skynsamlegri nýtingu stofnsins mætti viðhalda honum í jafnvægi. Hlutfall kynja í aflanum væri breytilegt eftir dýpi og árstíma, en nægileg vís- indaleg vitneskja væri ekki ennþá til staðar yfir lífsferilinn hér við land. Kristján var spurður hverjir helstu erfiðleikarnir hefðu verið við að koma Sjávarréttagerðinni á laggirnar? Hann sagði að mestu erfiðleik- arnir þegar þessi hugmynd kom upp fyrir nokkrum árum, hefði verið alger þekkingarskortur um veiðar og vinnslu krabba og sæ- snigla hér á landi. Hann hefði orðið að fara utan til þess að kynna sér hvoru tveggja. Markaðsmál Strax í upphafi hefðu þeir byrj- að á því að kanna markaðs- og sölumál og unnið sýni miðað við óskir hvers kaupanda í hverju tilfelli fyrir sig. I þeim tilfellum voru fengnar trillur frá Reykjavík og Akranesi til þess að afla hráefnis í sýnin. Trillukarlarnir hér á Skaga hefðu verið mjög áhugasamir og hjálplegir við öfl- un hráefnis í sýnishornasending- ar, t.d. í fyrra og hittifyrra hefðu þeir Björn H. Björnsson, Jóhann- es Eyleifsson og Skarphéðinn Árnason skotist nokkrum sinnum út með frumstæð veiðarfæri til þess að afla hráefnis. Þeir ættu sinn þátt í framgangi þessa máls og voru þeir þeim mjög þakklátir fyrir það. Forráðamenn og stjórn- endur Hafarnarins hf. hefðu og verið mjög hjálpsamir og liðlegir með hvað sem var þegar til þeirra var leitað allan þennan tíma og einnig Þórður Óskarsson hf. „Við erum öllum þessum aðilum mjög þakklátir fyrir þeirra drengskap og hjálpsemi og auðsýndan skiln- ing,“ sagði Kristján. Núna í þorskveiðibanninu hefðu þeir Birgir Jónsson og hans synir verið harðir og áhugasamir í krabba- veiðunum á bát sínum Leyni AK 9. Tilgangurinn var nú að afla hráefnis í prufukeyrslu og síðast en ekki síst að kanna svæðið hér við Skagann og inn í Hvalfjörð, því krabbinn heldur sig ekki alltaf á sama dýpi eftir árstíma og æxlunarferli. Þessir leiðangrar voru farnir í samráði og vitund við botndýrafræðinga Hafrann- sóknarstofnunarinnar og skila Leynisfeðgar inn skýrslum þar um. Þó nokkuð kom af sæsniglum í krabbagildrurnar, en lífsferill þeirra er þekktur og var ekki lagt sérstaklega fyrir þá í þetta sinn, en það eru minni og sérgerðari gildrur fyrir þá. Leynisfeðgar reyndu tvær mismunandi gerðir af krabbagildrum, því það sem hentar erlendis þarf ekki endilega að henta hér, miðað við okkar aðstæður og kom það bersýnilega í ljós. „Við höfum notið aðstoðar margra góðra manna og stofnana t.d. hefur Sjávarútvegsráðuneyt- ið sem slíkt staðið sig mjög vel, en við verðum að líta okkur nær því Atvinnumálanefnd Akraness hef- ur unni vel að þessu máli sem öðrum og á hún sinn stóra þátt í framgangi mála hjá Sjávarrétta- gerðinni ásamt fleirum," sagði Kristján. Sjálfsafgreiðsla í nýja „ríkinu“? Sú hugmynd hefur komið upp að hafa áfengisútsöluna á Akranesi með sjálfsafgreiðslu, eins og í öðrum verslunum, þegar hún flytur í nýja hús- næðið. Jón Kjartansson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sagði að þetta mál væri til athugunar, og ef af yrði yrðu Akurnesingar fyrstir íslendinga til að kaupa sín vínföng þannig. Jón sagðist þó efast um að húsnæðið væri nógu stórt til að þetta væri hægt, það væri alveg á mörkunum. Það kæmi allt væntanlega í ljós í ágúst þegar húsið verður afhent. Áfengis- útsalan verður komin í nýja húsnæðið allavega fyrir næstu áramót, því þá rennur út leigu- samningurinn í núverandi hí- býlum. — SEÞ. ‘ Krabbaréttur, fullunnmn og kominn á matboroio.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.