Skagablaðið


Skagablaðið - 19.04.1985, Síða 1

Skagablaðið - 19.04.1985, Síða 1
Verk Gutta á FIM-sýningu - kynning á 5 vericum hans í afgreiðslusal Landsbankans Heljarmikil yfirlitssýning á veg- um Félags íslenskra myndlistar- manna og Myndhöggvarafélags- ins var opnuð að Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Sýningin er okkur Skagamönnum fyrir þær sakir merkileg, að Guttormur Jónsson, listamaður, á eitt verk á sýningunni. Guttormur er nýlega orðinn félagi í F.Í.M. Verkið á samsýningunni nefnir Guttormur í þágu friðar og sýnir það sprengju klofna niður í miðju með öxi. Til beggja handa eru svo vélar að éta sprengjuna upp. Verkið hefur Guttormur unnið á undanförnum mánuðum og er það mikið um sig og unnið úr trefjasteypu. Með þessu verki vill Guttormur vekja fólk til umhugs- unar um hvernig hægt sé að öðlast frið. Hvort raunverulega sé nauð- synlegt að efna til frekari ófriðar til þess að koma á kyrrð í heim- inum. Þá má geta þess í framhjá- hlaupi að nú stendur yfir kynning á fimm verkum Guttorms í af- greiðslusal Landsbankans hér á Akranesi. Ættu viðskiptamenn bankans að gefa þeim gaum um leið og þeir sinna erindum sínum í stofnuninni. húsio á leigu Á þriðjudaginn í síðustu viku lauk veiðibanni því sem staðið hafði í viku hjá stærri bátunum en í hálfan mánuð hjá trillunum og dekkbátum undir 10 tonn- um. Trillumar, sem stunda hand- færaveiðar, komu úr sínum fyrsta róðri á þriðjudagskvöld í síðustu viku og var afli lítill og hefur verið síðan þegar gefið hefur á sjó hjá þeim. Bátarnir, sem stunda neta- veiðar, komu úr sínum fyrsta róðri á fimmtudag í síðustu viku og var afli dágóður hjá þeim sumum en nokkuð mis- jafn eins og oft vill verða, og hefur það haldist svipað síðan. Góður afli var hjá stærri neta- bátunum eftir veiðibannið eða upp í tuttugu lestir en heldur hefur afli tregðast síðustu dag- ana... Rauðsey hefur lokið við þorskkvóta sinn þannig að að- eins tveir stærri bátar stunda nú netaveiðar héðan. Mikill hugur var í trillukörl- um að setja niður báta sína um páskana og voru margar trillur sjósettar þá daga. Talsverður hugur virðist vera í mönnum að kaupa báta af minni gerð og hafa nokkrir nýir bæst í flota Akurnesinga í vor. í gær mátti hefja grásleppu- veiðar og fóru þá trúlega margir út með net sín. Nokkrar trillur héðan frá Akranesi verða gerðar út frá Arnarstapa á Snæfellsnesi í vor og eru sumar þegar farnar vest- ur en aðrar eru á förum. Hafa trillukarlarnir tekið þar sam- komuhús á leigu og munu dvelja í því á meðan vertíð stendur. Á föstudaginn í síðustu viku kom togarinn Haraldur Böðv- arsson inn til löndunar. Hérna landaði hann á föstudag um 150 lestum af fiski, sem var um 100 tonn karfi en hitt var þorskur og ýsa. Togarinn hélt á ný til veiða á laugardag. Á þriðjudag í síðustu viku kom sandæluskipið Sandey að bryggju Sementsverksmiðjunn- ar með fyrsta skeljasandsfarm sinn á þessu ári. Óvíst er hversu skipið dælir miklu að þessu sinni en heyrst hafa þrjár vikur nefndar. Skipið mun fara um fjórar ferðir á sólarhring. Bjarni Ólafsson hélt til rækjuveiða á sunnudaginn og hafði skipið þá Iegið frá því það lauk við loðnukvóta sinn. Rækj- an mun verða unnin og fryst um borð í skipinu. —JPP. umsóknir og í sumar stöðurnar hefur alls engin umsókn borist. — Hvernig hefur ásókn verið í þessar stöður undanfarin ár? „Ásókn hefur verið mjög mik- il, því kemur þetta áhugaleysi okkur æskulýðsnefndarmönnum mjög ókunnuglega fyrir sjónir." — Hvað er kaupið, t.d. hjá flokkstjórum? „Lægst er það sem svarar til 12. launaflokks samkvæmt launa- töflu S.T.A.K. (Starfsmannafé- lags Akraneskaupstaðar) sem er um kr. 110 í dagvinnu og síðan er það hærra hjá yfirmönnum skól- ans. — Verður vinnuskólinn kannski ekki starfræktur í sumar? „Jú, hann verður örugglega starfræktur í sumar. Það hlýtur bara að vera tímaspursmál hve- nær við finnum fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur. Við verðum bara að leita áfram þann- ig að þið megið benda öllum, sem vantar sumarvinnu á að hafa samband við okkur.“ — Er þá sama á hvaða aldri viðkomandi er? „Nei, lágmarksaldurinn er 18 ár í flokksstjórastöðurnar og við sumarnámskeiðin en 20 ár í yfir- mannastöðurnar í vinnuskólan- um.“ Ein trillan látin síga á flot við bryggjuna um daginn. TrMariar í „viking" að Amarstapa: Taka samkomu — Vinnuskólinn fær ekki fólk í auglýst ar stöftur en vantar sárlega Á síðum bæjarblaðanna undanfarna mánuði hefur mátt lesa greinar þar sem sagt er frá lélegu atvinnuástandi hér í bæ. Hefur mátt lesa tölur um allt frá tug atvinnulausra og yfir hundraðið. Við lestur blaðanna undanfarinn mánuð hefur mátt sjá auglýsingar, þar sem auglýst er eftir sumarstarfsmönnum við vinnuskólann og sumarnámskeið á vegum Æskulýðsnefndar. Nú mætti halda að hér væri kominn rétti vettvangurinn fyrír eldri nemendur Fjölbrautaskólans, heimavinnandi húsmæður og aðra til að sækja um útivinnu yfir sumartímann og til að forvitnast nánar um hvernig gengi að manna þessar stöður hafði Skagablaðið samband við Elís Þór Sigurðsson, æskulýðsfulltrúa en hann sér um ráðningar í þær. Elís sagði að alls hefðu verið auglýstar 25 stöður sem skiptust þannig að fjórar eru við sumar- námskeið en hinar eru allar við vinnuskólann og skiptast þannig að 17 þeirra eru flokksstjóra- stöður auk yfirflokksstjóra, verk- stjóra, vélamanns og vinnustjóra. Elís sagði að svo einkennilega vildi til að ekki væri búið að sækja um nema lítinn hluta af þessum stöðum en alls hefðu borist 14 Öldruð kona gef- ur500þúsund kr. Oldruð kona, sem býr að Skagablaðið um að koma á fram- Höfða, María Guðjónsdóttir, gaf færi innilegu þakklæti til Maríu Sjúkrahúsi Ákraness og Dvalar- fyrir þessar höfðinglegu gjafir. heimilinu Höfða fyrír skemmstu rausnarlegar gjafir, samtals að upphæð nærri hálf milljón króna. Báðar stofnanirnar fá jafn háa upphæð í sinn hlut, kr. 243.561.62. Upphæðin, sem María gefur Höfða, er til minn- ingar um systur hennar, Jófríði Guðjónsdóttur, og ætlar hún hana til tækjakaupa. Upphæðin, sem SA fær að gjöf, er til minn- ingar um eiginmann Maríu, Guð- mund Ólafsson. Forstöðumenn Höfða og Sjúkrahúss Akraness hafa beðið Er kannski næga atvinnu að hafa?

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.