Skagablaðið


Skagablaðið - 19.04.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 19.04.1985, Blaðsíða 5
Skátaskeyti Munið fermingarskeytasölu skátanna. Opið er í skátahúsinu á laugardaginn kl. 14-18 og fermingardagana kl. 10-18. Hringið og við sækjum pöntunina. skAtafélag akkaness Opið alla daga frá kl. 8 til kl. 23.30. Föstudaga og laugardaga frá kl. 8 til 01 Tökum VISA Verið velkomin SKAGANESTI kurnesingar - nágrenni Pantið tímanlega afskorin blóm fyrir ferminguna. Opió laugardag og sunnudag. Skólabraut 23, mSíitií 1301™ Tl Hinir frábæru norsku Helsport svefnpokar. 3 gerðir Tjaldborgarsvefnpokar. Einnig Bergans bakpokar, 3 stærðir og mikið úrval af æfingagöllum. Sendum gegn póstkröfu. Skólabraut 28, Akranesi Sími: 93-2290 Skagablaðið heimsækir Sigga Jóns hjá Sheffield Wednesday — síðari hluti „Aðalmunurinn ligg- ur í erfiðari æfing- um og aðstöðunni“ —segir Siggi Jóns um muninn hjá ÍA og Wednesday Framhald úr síðasta blaði Vendipunktur „Það hefur vafalítið verið vendipunkturinn í þessu öllu hjá mér þegar ég ákvað að leika fremur með 16-18 ára landsliðinu í Englandi fremur en að leika með 21 árs landsliðinu í Skotlandi á sínum tíma,“ sagði Siggi. „Tony Knapp vildi að ég léki með eldri strákunum en ég vildi heldur leika með jafnöldrunum. Taldi víst að ef ég næði að standa mig almennilega í þeim leik ætti ég Hver er Howard Wilkinson? Hver er Howard Wilkinson kynnu e.t.v. margir að spyrja þar sem þessi „stjóri“ Sheffield Wednesday er okkur Islending- um ekki mjög vel kunnur enda ber lítið á honum í fjölmiðlum þrátt fyrir velgengni liðsins. Wilkinson lék hér á árum áður með Wednesday og reyndar einn- ig Brighton áður en hann sneri sér að þjálfun. Fyrir fimmtán árum stýrði hann áhugamannaliðinu Boston United til sigurs í North- ern Premier-deildinni í Englandi, en sú er önnur tveggja stacstu áhugamannadeildanna í Eng- landi, og frá þeim tíma hefur vegur hans farið mjög vaxandi. Wilkinson lagði stund á svo- kallaða „physical education", eins konar þjálfunar- og íþróttafræði, og fór síðan í þjálf- araskóla breska knattspyrnusam- bandsins. Otskrifaðist þaðan með æðstu gráðu. Fyrir nokkrum árum réðst Wilkinson til Notts County og á fyrsta keppnistímabili hans þar vann félagið sig upp í 1. deildina. Hann réðst svo til Wednesday 1983 og strax á 1. ári kom hann liðinu í hóp hinna bestu. Voru þá liðin 14 ár frá því liðið lék síðast í 1. deild og áhangendur þess orðn- ir langeygir eftir leikjum gegn „stóru“ liðunum. Ekki aðeins er Wilkinson nú stjóri Wednesday heldur er hann þjálfari breska B-landsliðsins og landsliðs leikmanna undir 21. árs aldri. Hefur hann náð mjög góð- um árangri með unglingalandslið- ið og störf hans verið rómuð enda ekki að ófyrirsynju. meiri möguleika á að komast á samning í Englandi, þar sem ég vissi að fylgst var með mér. Howard Wilkinson var á meðal þeirra, sem sáu þann leik.“ Eftir að hafa séð leikinn varð Wilkinson staðráðinn í að krækja í þennan stórgóða tengilið Skaga- manna og framhaldið er flestum kunnugt. Siggi skrifaði undir samning til 3'/2 árs í janúar þannig að hann rennur ekki út fyrr en í júní 1988. Það var skammt liðið á nýja árið þegar Siggi hélt út til Englands og við spurðum hann hvernig fyrstu viðbrögðin hefðu verið. „Ég var ansi stressaður fyrst enda vakti koma mín talsverða Fyrir utan leikmannainnganginn á heimavelli Wednesday, Hillsbor- ough. athygli héma úti, sérstaklega þó hjá blöðunum hér í Sheffield. Það tók mig nokkurn tíma að komast inn í gang mála en hjálpaði mikið hversu vel mér var tekið bæði af fjölskyldunni, sem ég bý hjá og eins af öllum í liðinu. Ég var fyrst mest með unglingaliðinu en síðan fór ég að æfa á fullu meða aðalliðinu og þróunin þar hefur verið jákvæð. Kannski átti ég innst inni von á að fá tækifæri fyrr en seinna — sérstaklega eftir fund sem Wilkinson hélt með þeim leikmönnum sem næst stóðu Uð- inu — en mér hefur óneitanlega vegnað þokkalega. Ég fékk ágæta dóma fyrir þessa tvo leiki sem ég spilaði um daginn, gegn Leicester og Luton, en sjálfum fannst mér ég standa mig mun betur gegn Leicester. Ég fann ekki fyrir neinu stressi þá en var óstyrkari í leiknum gegn Luton enda á heimavelli. Þar var ég heldur ekki eins mikið í boltanum og gegn Siggi hitar uppfyrir leikinn gegn Manchester United á þriðjudag í fyrri viku. Leiceter og það hafði sitt að segja.“ — Varðstu ekki fyrir von- brigðum þegar þú varst settur út úr liðinu eftir þessa tvo leiki? „Nei, alls ekki. Wilkinson sagði mér strax að hann ætlaði sér ekkert að vera að þrýsta á mig, heldur vildi hann gefa mér að- lögunartíma. Tækifærið kom bara vegna þess að Andy Blair meiddist. Hann kom svo aftur inn í liðið. Ég hef nógan tíma og ætla ekkert að æsa mig yfir því hvað gerist á þessu keppnistímabili. Nú er um að gera að standa sig þegar maður fær tækifæri og sjá svo bara hvað haustið ber í skauti sér þegar nýtt keppnistímabil hefst.“ Saknar ýsunnar Eins og fram kemur hér á undan hefur Siggi notað tímann vel til að laga sig að breyttu umhverfi og aðstæðum. Hann sagðist sáttur við mataræðið að mestu en saknaði þó ýsunnar. Hann hefði tvívegis farið til Grimsby til að ná sér í fisk og þá hefði verið hátíð. Bílinn sagði hann hafa breytt miklu. Bíllaus hefði hann verið eins og væng- brotinn fugl. Senn kemur að því að hannflytur í eigin íbúð eða öllu heldur íbúð, sem félagið á en hann fær til umráða. „Það er fínt að vera hjá þessu fólki en ég held ég hefði gott af því að flytja í eigin húsnæði.“ Ég spurði hann að því í hverju hann teldi meginmuninn liggja hjá Wednesday og Akranesi, þ.e. hvað æfingar snerti. „Æfingarnar hérna eru miklu erfiðari og álagið margfalt meira. Ein æfing um daginn var í tæpa 5 tíma með fundi. Ég átti í tals- verðum erfiðleikum fyrst á hlaupaæfingunum enda þær ekk- ert venjulegar. Aðalmunurinn er þó kannski aðstaðan. Áður hafði Siggi ekið með okkur leiðina sem hann og félagar hans hlaupa á erfiðustu æfingun- um. Það eitt að fara þessa leið í bíl er nóg til þess að fá okkur aulana til að svitna. Fyrstu 4 kílómetrarnir eru ein allsherjar brekka og það brött. Þegar upp á topp er komið er hæðarmunurinn frá jafnsléttu örugglega orðinn hátt á þriðja hundrað metra. Þai er ekki látið staðar numið heldur hlaupið í eina 8 kílómetra til viðbótar. „Ég var algerlega búinn eftir að hafa hlaupið þetta í fyrsta sinn, enda er brekkan þessi köll- uð „persónuleikaprófið“. Þótt þetta hafi lagast hjá manni líður manni alveg einsog á leiðinni í gasklefann þegar við förum þarna uppeftir í rútunni." Nógur tími Þótt atvinnumennskan sé eng- inn dans á rósum eiga atvinnu- menn sínar frístundir eins og annað fólk þótt ekki geti þeir e.t.v. gert allt það sem hinn almenni borgari getur leyft sér. Siggi sagðist reyndar hafa verið mikið heima til þessa. Ef hann færi út væri það helst með strák- unum í unglingaliðinu. Þá hefði hann farið nokkrum sinnum á popptónleika, m.a. séð Paul Young og Phil Collins nýverið, og einig á veðreiðar. „Það er fínt að fara á veðreiðarnar. Maður kemst þá út í sveit og getur alveg gleymt öllu álaginu, sem vill fylgja þessu. Svo er líka gaman að leggja eitthvað undir.“ Það eitt að vera leikmaður hjá Sheffield Wednesday færir leik- mönnunum ýmis konar fríðindi. Þeim eru mörgum hverjum iagðir til bílar, þeir fá ókeypis aðgang t.d. á tónleika og á diskótek, afslátt í flestum tískuvöruversl- unum og svo mætti lengi telja. „Ég gæti eflaust nýtt mér það miklu meira en ég geri að vera leikmaður hjá liðinu en það tekur tíma að læra á þetta allt saman,“ sagði Siggi. Ég hef nægan tíma og mér liggur ekkert á.“ „Ég vona að Siggi verði fastamaður en það er undir honum sjálfum komið" - segir Howard Wilkinson, framkvæmdastjórí Sheffield Wednesday, í viðtali við Skagabla&ið Howard Wilkinson rœðir við Skagablaðið. „Það er langt síðan ég frétti fyrst af Sigga, reyndar svo langt að ég hreinlega man ekki hvenær það var,“ sagði Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, er Skagablaðið náði tali af honum úti í Sheffield í síðustu viku. „Ég sá hann síðan í leik með íslenska landsliðinu, skipað leikmönnum 16-18 ára, í leik gegn enskum jafnöldrum sínum.“ Wilkinson hélt síðan áfram: „Ég talaði síðan beint við hann í október í fyrra og fannst þá strax augljóst, að hann hafði mikinn áhuga á að leika í ensku knatt- spymunni. Eftir að hafa svo rætt við Harald Sturlaugsson varð ég sannfærður um að það sem meg- inmáli skipti í þessu öllu var ferill °8 hagur Sigga — ekki bara peningarnir einir." — Heldurður að Siggi eigi meiri möguleika á að standa sig hér en á meginlandinu? „Já, ég er sannfærður um það °8 það að hann skuli hafa gengið til liðs við Wednesday tel ég happ bæði fyrir hann og félagið. Það skiptir miklu máli hve vel honum hefir tekist að komast inn í hlutina hér og hann talar mjög 8óða ensku. Hann kemst hér strax í snertingu við andrúms- loftið í erfiðustu deildinni í Evr- ópu og ef hann stendur sig hér — sem ég vonast einlægt eftir að hann geri — þarf hann ekki að hafa af því áhyggjur að geta ekki boðið keppinautum annars staðar í Evrópu byrginn. Ef hann hefði t.d. farið, segjum til Ítalíu eða Spánar, er ég sannfærður um að hann hefði átt erfiðara uppdráttar en hér. En Siggi er klár í koll- inum, rólegur og yfirvegaður, og ég er sannfærður um að hann á eftir að standa sig hér.“ — Varstu aldrei efins um að þið gætur klófest Sigga í samkeppni við stóru félögin í Evrópu? „Nei, í rauninni ekki. Eftir að hafa heyrt hljóðið í honum og síðan Haraldi var ég á því að við ættum fullt eins mikla möguleika á að krækja í hann eins og hvert annað enskt lið.“ — Nú er hraðinn í ensku knattspyrnunni feikilegur, þú hef- ur ekki efast um að Siggi næði að aðlaga sig honum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Honum hefur farið mikið fram frá því hann kom til okkar og hefur sýnt það í þeim leikjum, sem hann hefur fengið að spreyta sig, að hann á ekki í neinum vandræðum með að standa sig.“ — Heldurðu að hann verði fastamaður í Wednesday-liðinu þegar keppnistímabilið hefst að nýju í haust? „Já, ég vona það innilega. Það skiptir mestu að óþolinmæðin nái ekki tökum á honum. Hann hefur reyndar fengið að spila aðeins nú þegar þannig að það hjálpar ef- laust eitthvað en það er fyrst og fremst undir honum sjálfum kom- ið hvort hann kemst í lið. Leik- mennimir velja sig sjálfir í lið. Ég ætla að vona að Siggi standi sig — ég hef fulla trú á því.“ Við vikum talinu síðan að gengi Sheffield Wednesday í vet- ur og ég spurði Wilkinson að því hvort hann teldi sína menn enn eiga möguleika á Evrópusæti. „Tvímælalaust eigum við það. Við eigum eftir 9 leiki og ég tel okkur þurfa 16-17 stig af þeim 27 mögulegum, sem í boði eru. Takist það er ég vongóður um að við komumst í UEFA-keppnina næsta haust. Það yrði tvímæla- laust góður áfangi fyrir okkur. Hver hefði trúað því fyrir ári síðan að við værum í baráttu um Evrópusæti núna. Tæpast bjart- sýnustu áhangendur liðsins?" Þess má geta að Wednesday hefur leikið tvo leiki frá því við ræddum við hann og unnið báða og því færst nær takmarki sínu.“ Ég spurði Wilkinson að því í lokin hvort hann væri ekki hrædd- ur um að næsta keppnistímabil yrði liðinu enn erfiðara en það sem núna er að renna sitt skeið á enda og vísaði þá til svipaðra erfiðieika margra liða, sem kom- ið hafa upp úr 2. deildinni á liðnum árum og staðið sig vel fyrsta árið en síðan átt í basli næsta keppnistímabil í 1. deild- inni. „Nei, það verður ekkert erfið- ara fyrir okkur en þessi vetur — ekkert auðveldara heldur. Það verður erfitt eins og í ár en hafi leikmenn lært sína lexíu í vetur þá er ég ekki í neinum vafa um að við munum standa okkur bæri- lega,“ sagði Howard Wilkinson, beinskeyttur að vanda. — SSv. rfÁAe^in^aA Opið laugardag til kl. 15 og sunnudag til kl. 16 Bfómarikið Kirkjubraut 14 - sími 2822 4 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.