Skagablaðið


Skagablaðið - 19.04.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 19.04.1985, Blaðsíða 7
Frá því Skagablaðið hóf göngu sína hefur átt sér stað mikil umfjöliun á síðum þess um helstu mál sem eru í umræðu og af- greiðslu hjá bæjarstjórn á hverj- um tíma. Um það ætti ekki að vera nema gott eitt að segja, þannig fáum við bæjarbúar fréttir og frásagnir af gangi mála. Ollu alvarlegra er þegar fréttir fara að vera brenglaðar og eins umfjöllun ósanngjöm gagnvart einstökum bæjarfulltrúum. Þetta finnst mér eftir lestur síðasta tölublaðs Skagablaðsins um frásögn ritstjórans á umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins. Til þess að það valdi ekki misskiln- ingi var ég staddur á þessum umrædda fundi og tel mig þess vegna geta fj allað um frásögnina. Áður en ég fer yfir það sem mér mislíkaði langar mig að staldra við og hugleiða hugsanlegar or- sakir slíkra skrifa. Eins og all- flestir vita er meirihluti starfandi í bæjarstjórn skipaður fjórum fulltrúm Sjálfstæðisflokksins og einum frá Alþýðuflokki. Minni- hlutinn er sxðan myndaður þrem- ur fulltrúm Framsóknarflokks og einum frá Alþýðubandalagi. Nú hafa bæjarfulltrúar mikið skrifað í blaðið og eins eftir þeim haft um ýmis málefni. Töluvert áberandi í skrifum minnihlutamanna eru ásakanir á hendur blaðinu fyrir hlutdrægni til handa meirihlut- anum. I næst síðasta blaði t.d. skrifaði Engilbert leiðréttingu við frásögn blaðsins og notaði auð- vitað tækifærið til að skammast. Hluti af svari ritstjórans var ein- mitt að Skagablaðið væri enginn málsvari meirihluta bæjarstjórn- ar. Því vil ég spyrja er minni- hlutinn búinn að hræða blaðið til hlýðni? Er það ekki lengur frjálst og engum háð? Tilviljun Frá þessum hugleiðingum er rétt að snúa sér að efninu. f frásögn blaðsins er þess getið að sjö bæjarfulltrúar hafi staðið upp og haft skoðun um fjárhagsáætl- unina. Hvernig var með hina tvo? Er það tilviljun að báðir þessir fulltrúar eru Sjálfstæðismenn og annar er forseti bæjarstjórnar og bæjarráðsmaður? Ætlar blaðið að segja bæjarbúum frá því að Guðjón Guðmundsson er einna mest hefur unnið við gerð þess- arar fjárhagsáætlunar og eins við að ná samkomulagi um hana hafi ekkert sagt? Nei takk, þessum vinnubrögðum vil ég mótmæla. Hámarkið finnst mér svo þegar ritstjóri eignar Jóni Sveinssyni umræðuna um lágar tekjur sveit- arfélagsins og samanburð við önn- ur og eins tölur fengnar úr Sveit- arstjórnarmálum. Eg held að ef ég kallaði menn til vitnis þá gætu þeir borið það með mér að Guð- jón Guðmundsson hóf umræðuna um þetta mál. Hvers vegna er þess ekki getið og hvar fékk ritstjórinn upplýsingar um ein- takið af Sveitarstjórnarmálum? Hann hlýtur að hafa fengið þær hjá Guðjóni. Ritstjórinn segir í síðasta blaði að eftir á að hyggja hafi umræður verið ótrúlega langdregnar. Eftir lestur frásagnar hans kemur í ljós að hann hefur skrifað uppeftir bæjarfulltrúum það sem þeim fannst helst vanta. Hvernig var með allt það jákvæða í áætl- uninni? Það kom t.d. fram að tekjuöflun væri skynsamleg, flest- ir ánægðir með skiptingu til fram- kvæmda, bókhaldið væri loks að verða virkt stjórnunartæki og á þessu kjörtímabili hefðu skuldir stórlækkað hjá bæjarfélaginu. Væri þess vegna ekki betra fyrir blaðið að meta betur frásagnir og staðfestar upplýsingar málum við- komandi þannig að það hefði skoðanir sjálft? Þetta er skrifað í þeirri von að allir megi jafnir sitja í frásögn blaðsins í svo stóru máli sem fjárhagsáætlun Akranesbæjar er. Þórður Björgvinsson. E.s. Þessi grein er skrifuð fyrir síðasta blað og var ósk mín að hún fengi að birtast þar. Því miður fékkst hún ekki birt þá vegna þrengsla og mikilvægara efnis. Betra hefði mér þótt að sjá hana birtast jafnframt afsökunar- beiðni ritstjórans. Svar Skagablaðsins Þórður spyr hvort það sé til- viljun, að ekki hafi verið minnst á tvo bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í umfjöllun blaðsins um fjárhagsáætlun. Það er hreint eng- in tilviljun. Nafn Guðjóns datt Steinunn Ámadóttir skrifar um starfsvelli: Sumarafþreyingu bamama kippt burtu á ári æskumar Ágætu bæjarbúar! Bæjarstjómin okkar hefur ný- lokið síðari umræðu um fjárhags- áætlun bæjarins. Eins og aUtaf á þeim bæ þarf að vega og meta hvað skal hafa forgang og hverju skal sleppa. Við lestur fjárhags- áætlunarinnar sést að einn af þeim liðum, sem skomir hafa verið niður, er rekstur starfsvallar fyrir börn. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur, að bæjarstjórn skuli á ári æskunnar ráðast á einn af þeim póstum, sem ungum börn- um í bænum var boðið upp á til sumarafþreyingar. Ég viðurkenni það fúslega, að eins og undan- farin ár hefur árangur af þessu starfi ekki alltaf orðið sem skyldi, en aðbúnaður hefur yfirleitt aldr- ei verið neinn. Það er sérstakur vilji ráðamanna bæjarins að velja þessum starfsvelli stað, þar sem hann fær sjaldnast að vera í friði vegna þess að landslag eða ná- grannar gera allt að óframkvæm- anlegt að gera svæðið skemmti- legt. Éf ég rifja upp þau svæði sem ég man eftir að völlurinn hefur verið staðsettur á þá koma upp í hugann staðir eins og fyrir neðan íþróttavöllinn (við vitann), að vestanverðu í Jörundarholti, á mölinni við íþróttahúsið og á Jaðarsbraut, fyrir neðan gömlu mjólkurstöðina. Eins og sjá má af þessari upptalningu er enginn þessara staða spennandi staður til þess að gera þarna skemmtilegan starfsvöll. Hugmyndir í þeirri von að einhver af ráðamönnum bæjarins eða sú nefnd á vegum bæjarins, sem sér um rekstur þessa vallar, lesi þess- ar fáu línur, ætla ég að lýsa hér mínum hugmyndum um starfs- völl. 1. Staðsetning. Best væri að hafa marga en smáa velli um bæinn þannig að börnin þyftu ekki að fara of langt frá sínu hverfi (en það verður seint eða aldrei sem sá draumur rætist þar sem búið er að þurrka þennan eina út), en ef aðeins á að vera einn völlur þarf hann að vera miðsvæðis í bænum. Hann þarf að vera þann- ig staðsettur að enginn hætta stafi af umferð við hann, en samt sem áður þarf að vera hægt að koma bílum og tækjum inn á hann (vegna efnisflutninga og annars). 2. Velja þarf stað, þar sem völlurinn getur staðið til nokk- urra ára, en ekki aðeins í eitt ár í einu. 3. Til að tryggja, að það séu ekki unnin skemmdarverk á vell- inum þarf hann helst að vera inni í íbúðabyggð, a.m.k. alveg við hana. Sfðan þarf að haga rekstri vallarins þannig, að ýmsar fram- kvæmdir, sem unnar eru, séu sumar til margra ára, t.d. mótun landslags með hólum og hæðum, tjörnum, sandkössum og öðrum leiktækjum. Síðan væri hægt að byggja inn í þetta mótaða skipu- lag ýmsar byggingar, sem börn- unum dettur í hug og þannig búa til lítinn bæ og aðlaðandi leik- svæði. Kjörinn staður Ég held, að með því að skapa börnunum viðunandi aðstöðu megi koma í veg fyrir kofabygg- ingar, sem eru orðnar árviss við- burður á ýmsum opnum svæðum í bænum eins og nú er t.d. við Víkurbraut. Varðandi staðsetn- ingu fyrir starfsvöllinn dettur mér einn staður í hug, sem fullnægir öllum þessum skilyrðum, en það er leikvöllurinn á milli Heiðar- brautar og Brekkubrautar. Þar er völlur, sem aldrei er notaður, enda flest leiktækin orðin mjög þreytt. Þarna er íbúabyggð hæfi- lega nálægt vellinum þannig að skemmdarverk yrðu ekki unnin á honum en samt er byggðin það langt frá að engin óþægindi ættu að stafa af nærveru hans. Er þetta ekki staðurinn? Hvernig væri að koma upp skemmtilegum starfs velli þarna, strax? Steinunn Árnadóttir eðlilega út vegna mistakanna, sem hér að framan greinir, og Ragnheiður Ólafsdóttir hafði ekkert um málið að segja. Reynd- ar sat undirritaður aðeins fram að matarhléi og því kann að vera að Ragnheiður hafi komið fram með eitthvað athyglisvert eftir hléið. Þórður spyr hvort blaðið sé ekki lengur frjálst og engum háð? Skagablaðið hefur ekkert breyst og það er enn frjálst og óháð. Hluti frelsis felst einmitt í því að geta skrifað það sem ritstjórn býður svo við í það og það skiptið. Gildir það jafnt um frá- sagnir af bæjarstjórnarfundum sem annað efni. Blaðið hefur þó aldrei gerst sekt um vísvitandi brenglun frásagna þótt mistök hafi orðið í stöku tilfelli eins og gengur. Hvað varðar þá spurn- ingu Þórðar í fyrirsögn greinar hans hvort Skagablaðið sé máls- vari minnihluta bæjarstjórnar er þvísvaraðneitandiHins vegar eru dylgjur stjórnmálamanna bæjar- ins um stuðning blaðsins við þenn- an eða hinn flokkinn orðnar af- skaplega þreytandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Sigurður Sverrisson. Frá starfsvellinum, sem var við Jaðarsbraut. Ekki ber á öðru en guttarnir séu ánœgðir með lífið. sbbí Starfsmaður á gæsluvöll Hér með er óskað eftir umsóknum um starf á gæsluvelli í sumar. Um er að ræða um það bil 75% starf fyrir og eftir hádegi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí. Skriflegar umsóknir sendist undir- rituðum fyrir 23. apríl 1985. Umsóknareyðublöð fást á bæjar- skrifstofunni. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28 sími 1211 Er Skagablaðið málsvari minnihlutans í bæjarstjóm? 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.