Skagablaðið


Skagablaðið - 26.04.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 26.04.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmýndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Til sölu Hef til sölu iðnaðar- og verslunarhúsnæði á besta stað á Akranesi. Stór afgirt lóð. Möguleiki á að selja annað hvort 180m2 eða 220m2. GÍSU GtSLASON héraðsdómslögmaður SUNNUBRAUT 30 SÍMI 93-1750 300 AKRANES FR-félagar í deild 11 Almennur félagsfundur verður haldinn í húsnæði deildarinnar við Bárugötu 28. apríl 1985 og hefst kl. 14 stundvíslega. Menn frá Landsstjórn FR mæta á fundinn og miðla fróðleik. MÆTUM VEL, Stjórnin. Opið alla daga frá kl. 8 til kl. 23.30. Föstudaga og laugardaga frá kl. 8 til 01 Tökum VISA Verið velkomin SKAGANESTI íþrótta Ríkið samþvkkti nýja íþróttahúsið íþróttanefnd ríkisins samþykkti að mæla með byggingu íþróttahúss íþróttabandalags Akraness á Jaðarsbökkum eftir fund með þeim Magnúsi Oddssyni formanni ÍA og Jóni Runólfssyni formanni byggingamefndar, þann 26. mars. „Þessi samþykkt er stór áfangi í því að íþróttasjóður ríkisins greiði allt að 40% af kostnaði við mannvirkið" sagði Magnús Oddsson í stuttu samtali við Skagablaðið. Ekki má þó búast við fjárveitingu úr þeim sjóði fyrr en árið 1987. Magnús sagði líka að fulltrúamir í íþróttanefndinni hefðu sýnt mikinn áhuga á mannvirkinu, sérstaklega vegna lítils byggingarkost- naðar. Naumur sigur í Donnamótinu Borgnesingar eru að koma upp með harðsnúið sundlið unglinga, það fengu Skagamenn að reyna er þeir sóttu þá fyrrnefndu heim um helgina til að etja við þá kappi í Donnamótinu svonefnda, sem haldið er árlega fyrir sundfólk 14 ára og yngri í Borgarnesi og á Akranesi til minningar um Halldór heitinn Sigurbjörnsson. Skagamenn bám reyndar sigur úr býtum en hann varð mun naumari en t.d. í fyrra þegar hann var um 60 stig. Að þessu sinni vann ÍA með 193,5 stigum gegn 182,5 stigum. IA sigraði f 22 greinum en Borgnesingar í 15. Báðar sveitir gerðu so ógilt í einu boðsundanna. Mótið tókst sérdeilis vel og í lokin var öllu liðinu boðið í mat og svo balli slegið upp á eftir. Markaregn í Faxaflóamótinu Það var mikið markaregn í Faxaflóamótinu um helgina þegar FH-ingar komu í heimsókn og mættu okkur Skagamönnum. heldur fóru Hafnfirðingarnir halloka í barátfunni, unnu einn leik én töpuðu fjórum. f 6. flokki vann ÍA 6-0, í 5. flokki 3-2, en í 4. flokki vann FH óvænt, 5-3. Staðan í hálfleik var jöfn, 0:0, en FH komst í 5:0 áður en Skagamenn skoruðu mörk sín. Oliver Pálsson skoraði 2 og Ágúst Guðmundsson eitt en Oliver hefði með heppni getað skorað 6-7 mörk að sögn þeirra sem sáu leikinn. í 3. flokki unnu Skagamenn 4-2 og 7-0 í 2. flokki. Markatalan því samtals 21-9 í leikjunum 5. Alfreð fékk viðurkenningu Alfreð Viktorsson, einn kylfinga þeirra Leynismanna, fékk um daginn viðurkenningu frá Johnny Walker-umboðinu fyrir að hafa farið holu í höggi í fyrra. Var Alfreð einn í hópi 22 kylfinga, sem voru heiðraðir fyrir þetta draumaskot allra kylfinga. Okkur á Skagablaðinu finnst hins vegar fulllangt að þurfa að sækja slíka frétt alla leið til Húsavíkur. Það var nefnilega ekki fyrr en við sáum mynd af Alfreð í Víkurblaðinu þar að okkur varð þetta ljóst. Verið betur vakandi næst, Leynismenn. Yfir slíku á að sjálfsögðu ekki að þegja. Stelpurnar fá liðsauka Skagastelpurnar í fótboltanum hafa fengið liðsauka fyrir sumarið. Vala Ulfljótsdóttir frá Ólafsvík og Díana Gunnarsdóttir úr Þór frá Akureyri hafa báðar tilkynnt félagaskipti yfir í ÍA. Ástæðan fyrir komu þeirra hingað mun fyrst og fremst sú, að þær langaði svo að leika með Skagamönnum. Þetta eru stúlkur sem vita hvað þær vilja! Steinn Helgason, hinn ötuli og óþreytandi þjálfari Skagastelpna í fótboltanum, hefur tekið sæti í landsliðsnefnd kvenna. Kemur þetta ekki á óvart því fáir hafa betri yfirsýn yfir kvennaknattspyrnuna Föstudagurinn 27. apríl: Diskótek frá 23-03 Laugardagurinn 28. apríl: Dansleikur og uppákoma RaggaGísla, Kobbi Magg ásamt fleiri snillingum skemmta frá22 til 03. ,)ToPP'10“ videó Skaga-Videó 1. Against all odds 2. War games 3. Strumparnir 4. Sek eða saklaus 5. Englaryk 6. Trading places 7. Rita Hayworth’s 8. Firestarter 9. Under the volcano 10. Eiginkonur læknanna VHS-videoleiga Háholti 9 1. Chiefs I-II 2. Evergreen I-III 3. Prinsess Daisy 4. Gambler I-III 5. Scarface 6. Strumparnir 1-4 7. The woman in red 8. í blíðu og stríðu 9. An officer and a gentleman 10. Last momets Vegna mistaka birtust gamlir listar í síðasta blaði. Beðist er velvirðigar á þessu. Frá verkstjóra- félagi Akraness Umsóknum um leigu á sumarbústað fé- lagsins ber að skila til Guðmundínu Samúelsdóttur, Heimaskaga, fyrir 1. maí. Stjórnin. Nokkrar smá... Óska eftir að kaupa Vi golfsett. Upplýsingar í síma 1710. Til sölu 200 mm CANON linsa mjög Iítið notuð. Upp- lýsingar í síma 1397. Til sölu Iítið notuð DRAG- ON 32k tölva, leiktækjakas- ettur, stýripinnar og bækur. Gott verð. Upplýsingar í síma 1210. Auglýsið í Skagablaðinu 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.