Skagablaðið


Skagablaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 5
FRA SKAGAVERIHF. Hekla hf. kynnir í Skagaveri þessa viku MITSUBISHI COLT, knálegan fjölskyldubíl á mjög góðu verði. Kynning frá Osta- og smjörsölunni föstudag frá kl. 14 til 17. Lítið inn — kaffi á könnunni. SIC4G>< ■ > - '1É VÖRUMARKADUR ####### MI0BÆR3 S1775-1776 GARÐAGRUND S 10301 SÍMI: 1646 Það þarf tæpast að tíunda það Fyrir knattspyrnuáhugamönnum tiér á Skaga, að Sigurður Hall- dórsson alias Siggi Donna er nú þjálfari 2. deildarliðs Völsungs frá Húsavík. Með honum norður fór Jón Leó Ríkharðsson og í nýjasta tölublaði Víkurblaðsins er farið lofsamlegum orðum um þá félaga. „Það er alltént ljóst, að Sigurð- ur Halldórsson, þjálfari, er að gera góða hluti með liðið," segir m.a. í baksíðufregn blaðsins. Um Jón Leó segir síðar í sömu frétt: „Þá er Jón Leó ugglaust einn fóthvatastur íslenskra knatt- spyrnumanna og stunguboltar á þennan snjalla pilt verða áreiðan- iega eitt skæðasta vopn Völsunga í sumar.“ Húsavíkurliðið skartar nú nokkrum sterkum aðkomumönn- um og eftir nokkur ár í toppbar- áttu 2. deildar, þar sem oft hefur aðeins vantað herslumun á að sæti í 1. deild hafi náðst, eru Völsungar orðnir langeygir á að ná settu marki. Bjartsýni ríkir í herbúðum norðanmanna nú rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins og hver veit nema koma Skaga- mannanna, Sigga Donna og Jóns Leós, reynist sá hvati sem þarf til að sett markmið náist. „Fólk hér sitji við sama borð og Reykvíkingar" — segir Ásgeir R, Guðmundsson, umboismaður Heklu um nýstáriegar bílakynningar sínar „AUt frá því ég tók við starfi umboðsmanns Heklu hér á Akra- nesi hef ég lagt á það höfuð- áherslu, að fólk hér á Skaganum sitji við sama borð og þeir, sem búa í Reykjavík. Liður í þeirri viðleitni hefur verið að sýna þær gerðir bifreiða, sem Hekla hefur upp á að bjóða hverju sinni, og eins geng ég frá öllum samningum fyrir fólk, sem og skráningu nýrra bfla. Þeir, sem hafa áhuga á að kaupa bfl frá Volkswagen eða Mitsubishi, eiga því aldrei að þurfa að fara til Reykjavíkur í þeim erindagjörðum.“ Þannig fórust Ásgeiri R. Guðmundssyni orð er Skagablað- ið heilsaði upp á hann í vikunni og forvitnaðist um það hvað hefði legið að baki því að hann tók að kynna ýmsar gerðir bifreiða frá Heklu í verslun Skagavers í mið- bænum. Undanfarið hefur getið að líta bifreiðir á borð við Mitsubishi Skagamenneiuhátt skrifaðir sem fyrr Skagamenn eru enn í mestum Skagamenn yrðu fslandsmeistar- Lancer og nú þessa dagana Colt frá sama fyrirtæki, auk Volkswag- en Jetta og Golf í verslun Skaga- vers. Þessi nýbreytni hefur mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum verslunarinnar og Ásgeir fer held- ur ekki dult með þá staðreynd að þessi nýstárlega kynning hefur skilað sér í fleiri seldum bílum frá Heklu hér á Skaga. „Ástæðan fyrir því að ég fór út í þessa tegund kynningar var m.a. sú, að ég hafði séð þetta gert í Reykjavík með ágætum árangri,“ sagði Ásgeir. „Ég hafði svo sam- band við þá hjá Skagaveri og samkomulag náðist á mili okkar. Það er reyndar ekki mjög auðvelt að koma bílum inn í sjálft verslun- arhúsið en það er hægt með lagni og það skiptir mestu máli. Ég hef sjálfur verið í versluninni á föstu- dögum þegar mest hefur verið að gera og það hefur mikið verið spurt og skrafað og greinilegt að Ásgeir R. Guðmundsson á skrifstofu sinni. fólk hefur kunnað vel að meta þessa nýbreytni.“ Ásgeir tók við Heklu-umboð- inu hér á Akranesi þann 1. júlí í fyrra og frá þeim tíma hefur alger stökkbreyting orðið á umboðinu og þjónustu þess hér á Skaga. Bílakynningar með reglulegu millibili og snarbætt þjónusta hef- ur gert það að verkum að bílum frá Heklu fjölgar stöðugt á götum bæjarins. Ásgeir var að því spurð- ur hverju hann þakkaði þennan árangur. „Ég held að skýringuna megi fyrst og fremst rekja til þess að ég hef gefið mér tíma til þess að sinna umboðinu og hef lagt mig fram um að veita Skagamönnum sömu þjónustu og best er á Reykjavíkursvæðinu. Þetta hefur kostað talsverða vinnu en ég tel að hún hafi skilað sér.“ Þess skal að lokum getið, að einmitt í dag er Halldór Á. Guðmundsson, bifvélavirki, sem annast viðgerðarþjónustu fyrir Heklu hf., að opna glæsilegt viðgerða- og þjónustuverkstæði að Smiðjuvöllum 8 (gegnt Smur- stöðinni). metum á meðal knattspyrnuunn- enda um land allt ef marka má litla könnun, sem gerð var í morgunþætti rásar tvö fyrir réttri viku. Hlustendur voru þá beðnir að hringja inn og tjá sig um hvaða lið þeir teldu að yrði íslandsmeist- ari í sumar. Alls hringdu 46 inn á 13 mínút- um og úr þeim hópi töldu 11 að ar í sumar, 10 töldu Framara verða hlutskarpasta og 6 Valsmenn. Önnur lið fengu mun færri atkvæði. Þótt þessi könnun hafi verið gerð meira til gamans hlýtur það óneitanlega að vera uppörvandi fyrir Skagamenn að finna traustið. Góð byrjun í Litlu bikarkeppninni ætti að styrkja sjálfstraustið enn frekar. Erum með myndir fyrir BETA videotæki. lón Leó Ríkharðsson. Sigurður Halldórsson. Húsvíkingar eru ánægöir mei Sigga Donna og Jón Leó 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.