Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 03.05.1985, Qupperneq 7

Skagablaðið - 03.05.1985, Qupperneq 7
Atvinnulíf á Akranesi/Skagamold • Gróöurval Selja blóm, tré og mold út um allt land Við höldum áfram að kynna fyrírtæki, næst á dagskrá eru tvö tengd fyrirtæki Skagamold og Gróðurval. Sigurður Gunnarsson bóndi á Klapparholti og fjöl- skylda hans eiga og reka þau. Skagamold er, eins og nafnið gefur til kynna, moldarverk- smiðja. Hráefnið er aðallega skurðaruppgröftur. Hann er tek- inn að hausti fyrir frost, og geymdur í verksmiðjuhúsinu. Síð- an eru teknir 2 rúmmetrar í einu af mold, hún mulin og í hana bætt vandlega mældu magni af snefil- efnum og áburði. Moldin er næst látin bíða í nokkra daga úti í homi og látin „ryðja sig“ sem kallað er, loks er hún möluð áður en pökkun fer fram. Rétt hráefni — Hvar takið þið moldina, fáið þið það sem kemur upp úr grunn- um nýbygginga og þess háttar? „Nei, það er ekki hægt að nota slíkt hráefni, sú mold er tekin of djúpt, þannig að hún er alltof þung og leirkennd. Við getum ekki heldur tekið mold þar sem kartöflugarðar hafa verið, vegna arfafræja sem þar eru. Uppgröft- ur úr skurðum er hentugur, þar sem grafið er hæfilega djúpt, grasrótin fer neðst á bakkann og síðan moldin ofan á. Þetta er látið bíða f nokkur ár þar til þetta er orðið alveg morkið og létt, þá fyrst tek ég það inn. Ég er nú að mestu búinn með það sem til var af uppgreftri hér í kringum Akra- nes, síðan hef ég fengið mold frá Heynesi og Másstöðum en núna aðallega frá Skipanesi.“ — Vinna margir við moldar- framleiðsluna? „Pað eru 3-4 manneskjur. Ann- ars er mismikið að gera yfir árið, það er mest í mars og apríl.“ — Hvenær var Skagamold stofnuð? „Það var 1978 sem moldarverk- smiðjan var reist, en framleiðslan hófst ekki fyrr en um vorið 1979, en ég hef verið með ræktunina miklu lengur.“ — Svo við snúum okkur að Gróðurvali, hvað hefurðu þar á boðstólum? „Það er svo margt, ég hef allar algengar tegundir af sumarblóm- um og nokkrar nýjar líka, sem eru sérstaklega áhugaverðar. Það eru tegundir, sem ég var að rækta í tilraunaskyni fyrir Hafnarfjarð- arkaupstað í fyrra sumar og varð mjög hrifinn af. Þetta eru skraut- leg og myndarleg blóm, sem ég held að fólki eigi eftir að falla vel.“ — Ræktar þú líka tré? „Já, ég er með flestar víðiteg- undir, birki, birkikvist og svo er ég með lítil grenitré, það er alltaf gaman að vera með grenitrén, og svo er lyktin svo fersk þar sem þau eru ræktuð.“ Sigurður talar um trén og blómin í ástúðlegum tón eins og maður gæti hugsað sér stolta móður tala um börnin sín. Enda blómgast allt og dafnar hjá honum, það sá ég þegar ég fékk að skoða gróðurhúsin og vermi- reitina í Gróðurvali. Bakkarnir með sáðplöntum voru algrænir á að líta, varla að nokkur planta misfærist. Kostnaður við þessa ræktun er sáralítill að sögn Sigurðar, fræin BIFREIÐAVERKSTÆÐI fást á Mógilsá, tilraunastöð Skóg- ræktar ríkisins, á fáeinar krónur, 62 lítra poki með Skagamold kostar 250 krónur og dugar fyrir 30 plöntur, og svörtu pokarnir kosta krónu stykkið. Fólki er velkomið að koma í Gróðurval og fá ráð vegna ræktunar á bæði trjám og blómum, auk þess sem þar fást sáðplöntur bæði ódýrar og gefins ef þannig stendur á. Þeir sem nota eigin mold til ræktunar, ættu undantekningarlaust að láta mæla efnainnihald hennar, sagði Sigurður einnig. — Hvað vinna margir í Gróður- vali? „Það eru 4 fyrir utan okkur 3 í fjölskyldunni, og fer upp í 10-12 manns þegar útplöntun hefst seinnipartinn í apríl. — Hvert selurðu svo blómin, annað en til Hafnarfjarðar? „Ég sel út um allt land, ég sel í Blómaval í Reykjavík, til Kópa- vogsbæjar, Grindavíkur, Vest- mannaeyja, Hellissands, Nes- kaupstaðar, Ólafsvíkur, Patreks- fjarðar, ísafjarðar og fleiri staða.“ —SEÞ. Halldórs Á. Guðmundssonar Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir Heklu hf. Einbýlishús eða góð íbúð ósk- ast á leigu í minnst eitt ár. Upplýsingar í síma 1663 á kvöldin. Vorfagnaður Austfirðingafélagið á Akranesi efnir til vorfagnaðar í Rein föstudaginn 3. maí. Skemmtiatriði og dans. Austfirðingar fjölmennið. Austfirðingafélagið Akranesi. SVÆÐANUDD NÁMSKEIÐ í SVÆÐAMEÐFERÐ (ZONETERAPI) VERÐUR HALDIÐ ÁAKRANESI í MAÍ EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST. KENNARI MEÐ PRÓF FRÁ SKOLEN FOR ZONETERAPI í KAUPMANNAHÖFN LEIÐBEINIR. Uppl. ísíma 1275 og 91-21622 á milli kl. 18 og 19 til 5. maí. Húseigendur Grundahverfi Talsvert hefur verið um beiðnir til rýmkunar á byggingarskilmálum hvað varðar þakhalla íbúðarhúsa og byggingarlínur m.t.t. sólhýsa í Grundahverfi. í framhaldi af því hafa verið samin drög að nýjum skilmálum fyrir hverfið þar sem ákvæði um þakhalla og byggingarlínur eru rýmkuð. Drög þessi liggja frammi á tæknideild. Eru þeir sem áhuga hafa á að skoða þau, eða koma athugasemdum á framfæri, vinsam- legast beðnir um að hafa samband eigi síðar en 31. maí n.k. Tæknideiid Akraneskaupstaðar Frá grunnskólum Akraness Hef flutt starfsemi mína að Smiðjuvöllum 8 (gegnt Smurstöðinni) Reynið viðskiptin. Innritun 6 ára barna fer fram í Brekkubæjar- skóla og Grundaskóla mánudag 6. maí og þriðjudag 7. maí á skrifstofutíma, frá kl. 7.45 -11.30 og kl. 12.30-16.15. Þeir foreldrar, sem óska eftir gæslu í tengsl- um við forskóladeildirnar þurfa að sækja um hana. Með bestu kveðju, Halldór Á. Guðmundsson Skólastjórar 7

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.