Skagablaðið


Skagablaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Engin ákvörðun enn um útboð steypunnar Haglél, óperur og söngleikir —Vel heppnuð ferð Oddfellowa til Vínar Tilboð í malbikunarfram- kvæmdir á vegum Akraneskaup- staðar verða opnuð í dag að því er Daníel Ámason, bæjartækni- fræðingur, tjáði Skagablaðinu í gærdag. Um 9800 fermetrar mal- biks vora boðnir út fyrir skemmstu en engin ákvörðun hef- Tvennt á sjúkrahús Tveir árekstrar urðu í síðustu viku og varð nokkurt tjón í báðum tilvikum en sem betur fer ekki meiðsl nema í öðru. Sá fyrri varð inn við ós og var tvennt flutt á sjúkrahús eftir hann. Töluverðar skemmdir urðu í því tilviki. Síðari áreksturinn varð á gatna- mótunum margumræddu, Still- holti-Kirkjubraut/Kalmansbraut. Þar átti útlendingur í hlut m.a. en tjón varð fremur lítið. Yfir 60 bíða eftir vistun Alls munu nú á sjöunda tug manns bíða etir því að fá vistun á Dvalarheimilinu Höfða. Meginþorri þcirra, sem eru á biðlista, eru ein- staklingar, alls 50 talsins, en einnig 7 hjón. Ljóst er af þessu, að mjög brýnt er að heimilið verði stækkað en alls munu 30-40 á biðlistanum vera í brýnni þörf með vistun. ur enn veríð tekin um hvort steypa í götur, sem vinna á við á vegum bæjarins í sumar, verður boðin út. Það ræðst mjög af útkomu malbikstilboðanna, sem opnuð verða í dag. Steypuframkvæmdir bæjarins, þ.e. steypuvinna við götur, var unnin af Þorgeiri & Helga í fyrra og þá var verkið ekki boðið út heldur samið beint við verktak- ann. Daníel sagði í samtali við Skagablaðið í gær, að hann væri ekki í vafa um að almennt væri hagkvæmara að láta bjóða verk út en þó gæti það farið nokkuð eftir eðli framkvæmdanna hverju sinni. Umtalsverðar gatnafram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á veg- um bæjarins í sumar og t.d. verður unnlð mjög mikið við nýjar gangstéttir. Steypan virtist í fyrra mjög samkeppnisfær við malbikið og nú er bara að sjá hvemig útkoman úr tilboðunum í dag verður. Af þeim kann að ráðast hvort götur verða steyptar eða malbikaðar. Vinnudagur í Grundaskóla Kennarar Grundaskóla efna á morgun, laugardag, til vinnudags með nemendum og foreldrum þeirra þriðja árið í röð. Verkefni að þessu sinni verða eins og verið hefur; hreisnun og snyrting lóðar, smíði leiktækja, m.a. brunabíls og rennibrautar, málun á leikvöll- um o.fl. Inni verður unnið við plöstun bóka og spila og ýmis önnur verkefni. Vinnutíminn er frá kl. 9-12 og 13-16 á morgun. Það er von kennara skólans, að sem flestir foreldrar, helst allir, mæti með bömum sínum við Gmndaskóla á morgun. Fimmtíumanna hópur, fé- lagar úr Oddfellowhreyfing- unni hér á Akranesi og makar þeirra, kom um síðustu helgi heim úr velheppnaðri fjög- urra daga ferð til Austurríkis. Var hópurinn héðan í samfloti við 200 manna hóp úr Reykja- vík og sökum fjöldans var verðið á ferðinni afar hagstætt, tæpar 10.000 krónur, flug og gisting. Sigurður Ólafsson var einn þeirra sem fór og tjáði Skaga- blaðinu að einkar vel hefði tekist til. Reýndar hefði ekki sakað að veðrið hefði verið eilítið betra. „Við fengum meira að segja haglél einn daginn,“ sagði Sigurður. Veðrið hefði þó ekki komið í veg fyrir að fólkið hefði notið ferðarinnar í ríkum mæli og m.a. farið á óperur og söng- leiki í Vín. Áreksturinn á gatnamótunum illrœmdu, StillholtlKirkjubrautlKalm- ansbraut. Sat óvænt uppi meo mmlega 100 þúsund, en skilaoi öllu Skagablaöinu, sem og öðrum hérlendum fjölmiðlum, er sífcllt legið á hálsi fyrír að birta ekkert nema neikvæðar fréttir. Hér kemur hins vegar ein, sem hlýtur að teljast jákvæð í meira lagi. Það vildi til t síðustu viku þegar starfs- maður Akraborgar var að búa sig til heimferðar, að poki, sem m.a. hafði að geyma innleggstösku mcrkta Landsbankan- um, var tekinn rétt á meðan hann sneri sér við. Eins og vænta mátti varð uppi fótur og fit því ekki sást til þess sem hlut átti að máli. Lögreglan fékk málið til meðferðar og hóf þegar rannsókn þess. í raun var þetta eins og að leita að nál í heystakki því ekki var við neitt að styðjast. Menn voru því orðnir harla vondaufir um lausn málsins þegar pokinn kom í leitimar. Hafði þá einhver tekið hann í misgripum en séð þegar heim var komið, að innihaldið var ekki það sem viðkomandi hugði. f raun hefði ekkert verið auðveldara en að hirða peningana í töskunni, en á annað hundrað þúsund krónur voru þar, og láta síðan sem ekkert hefði í skorist. Þessi heiðvirði borgari skilaði hins vegar pokanum með öllu í, lögreglu sem og Akraborgarmönnum til léttis. Segi menn svo, að jákvæðir hlutir gerist ekki á Akranesi!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.