Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmýndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Óvenjulegur reki Óvenjulegan hlut rak á land í grýttri fjörunni fyrir neðan Sementsverksmiðjuna undir lok síðustu viku. Þegar að var gáð reyndist rekinn vera dauður hestur. Ekki er vitað með vissu hvaðan hestinn hefur rekið en hugsanlegt er talið að hann hafi drukknað við Engey, þar sem hestar eru oft hafðir, eða jafnvel hætt sér of langt út í sjó frá Gufunesi.________________ Enn einn hættir hjá bænum Flótti hæfra starfsmanna af bæjarskrifstofunum heldur áfram. Fyrr á árinu sögðu bæði Einar Jónsson, aðalbókari, og Sigurbjörn Sveinsson, launafulltrúi, upp störfum og nú hefur Gunnar Sigurjóns-' son, tölvustjóri, bæst í hópinn. Hyggst Gunnar vinna hjá tölvufyrirtæki í Reykjavík, þar sem hann fær mun hærri laun en hann hefur nú að því er Skagablaðið hefur fregnað. „Topp-10“ videó Skaga-videó 1. (1) Against all odds 2. (2) War games 3. (-) Fórnarlamb veiðimannanna 4. (4) Sek eða saklaus 5. (5) Englaryk 6. (6) Trading places 7. (-) Dempsey & Makepeace 8. (7) Rita Hayworth’s 9. (3) Strumpamir 10. (-) Right stuff VHS-videóleiga Háholti 9 Listinn yfir 10 vinsælustu myndirnar í elstu leigu bæjar- ins þessa vikuna hljóðar svo (staða síðustu viku í sviga). 1. (2) Evergreen, I-III 2. (3) ReturntoEden, I-III 3. (1) Chiefs, I II 4. (8) Trading places 5. (9) Harry & son 6. (-) The natural 7. (4) Apocalypse now 8. (5) Princess Daisy 9. (-) Sönnunargagn dauðans 10. (-) Eyja dauðans/ Lífið að veði (tvær myndir á sömu spólu) Þrjár nýjar myndir á listan- um þessa vikuna og allar myndirnar að The natural undanskilinni eru með ís- lenskum texta. Til sölu furusófasett (3-1- 1), selst ódýrt. Uppl. í sím- um 1216 (vinna eða 2970 (heima). Þorskkvóti minni netabáta: Skagamenn beraekki skarðanhkit frá borði Þeirri vetrarvertíð sem nú stendur yfir er senn lokið. En lokadagurinn er 11. maí eftir gamalli hefð. Góð tíð hefur verið til sjósóknar ■ vetur sem sést vel á hinum góða afla minni netabátanna, sem fiskað hafa mjög vel á vertíðinni. Eins hefur fiskur gengið frekar grunnt og því ekki mjög langt að sækja. Afli minni netabátanna, en það eru bátar um og undir tíu lestum, er hluti heildarkvóta, sem bátum af þessari stærð um land allt, hefur verið úthlutað. Þetta aflamark var um fjórtán þúsund lestir á síðastliðnu ári og er álíka þetta ár. Afli minni netabáta frá síð- ustu áramótum að síðustu mán- aðarmótum er sem hér segir: Leynir 124 lestir Ebbi 119 lestir Særún 118 lestir Hrönn 87 lestir. Svo eru einhverjir fleiri bátar sem stunduðu netaveiðar en ekki náðist í aflatölur hjá þeim. Afli þessara smærri netabáta er því orðinn hátt í fimm hundruð lestir, þannig að ekki þurfum við Skagamenn að vera óánægð- ir með þann afla sem við erum búnir að ná út úr hinum sameig- inlega kvóta smábáta, sem er gróft reiknað !óo hluti af öllu aflamagninu. Hrólfur var búinn að afla um síðustu mánaðarmót 120 lestir en hann er með úthlutað aflamark eins og stærri bátar enda er hann yfir 10 lestir af stærð. Stærri netabátarnir hafa aflað dável á þessari vertíð og er afli þeirra orðinn þessi: Skírnir er með 701 lest, Sigurborg 582 og Rauðsey fékk um 200 lestir enda hafði sá bátur ekki meiri kvóta og löngu búinn að afla upp í hann. Tveir fyrrtöldu bátarnir stunduðu línuveiðar framan af vertfð. Ekki verður annað sagt en afli hafi verið tregur á handfæri enn sem komið er og virðist afli ekki vera að glæðast þessa síðustu daga. Afli allra hand- færabáta að síðustu mánaðar- mótum var 71 lest svo ekki hafa þeir höggvið stórt skarð í þorsk- stofninn á þessari vertíð. Frekar hefur afli verið tregur hjá grásleppukörlunum undan- farna daga, ólíkt lakari en á svipuðum tíma síðastliðið vor. Afli togaranna frá síðustu áramótum hefur verið misjafn á skipin. Mestan afla hefur Har- aldur Böðvarsson fengið eða 1622 lestir Krossvík er með 1184 lestir og Höfðavík 781 lest en talsverðar tafir hafa verið hjá honum frá veiðum vegna bilana. Skipaskagi hefur engum afla landað frá áramótum þar sem skipið hefur verið í slipp í vélaskiptum. En sennilega byrj- ar hann veiðar um næstu helgi. Síðastliðinn föstudag fór Al- bert G.K. úr slippnum og hafði hann þá verið uppi í sex vikur. Sett var ný kraftblökk í hann ásamt fleiri endurbótum. Landað úr Haraldi Böðvarssyni ífyrri viku. Spuming vikunnar Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Þórður Þórðarson: — Að vera í fótbolta og handbolta. Þórarinn Kristinn Finnbogason: — Vera í fótbolta og hjóla. Ellert Garðarsson: — Fótbolta og iveiða. 11 Þórður Þórðarson: — Spila fót- bolta og veiða. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.