Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 6
„Af því ég er fatlaður ís- lendingur hefur engi inn trú á aö þetta sé ha igt“ Á Sjúkrahúsi Akraness liggur tæplega sextugur maður og er að heyja vonlaust stríð við lömunar- sjúkdóm, sem smám saman er að svipta hann öllum mætti. Þrátt fyrir vonlausa baráttu fær ekkert bugað andlega atorku hans. Hug- urinn starfar sífellt og tíminn er vel nýttur. Þessi maður veit líka mætavel að hann hefur ekki efni á því að sóa tímanum því hann er í kapphlaupi við klukkuna, ef svo mætti að orði komast, ofan á allt annað. En Sigurður Arnmundar- son heldur því fram að hann búi yfír þekkingu, sem gæti leyst vanda útgerðarinnar að stórum hluta. Hann á í fórum sínum teikningu af gufuvél, sem danskir sérfræðingar hafa lagt blessun sína yfir og lýst ánægju með. Hér heima er hins vegar enginn sem gefur því gaum sem Sigurður hefur fram að færa. Hann er búinn að gera ótal tilraunir til að vekja athygli á uppfinningu sinni en enginn hlustar. Skagablaðið ræddi við Sigurð fyrir skömmu. Fordómar „Það er nú að nálgast árið sem ég hef verið hérna en það er langt síðan ég fór fyrst að verða var við þennan sjúkdóm, líkast til ein 15-20 ár. Fyrst áttaði ég mig ekki á þessu því fyrstu einkennin voru þrekleysi. Smám saman kom svo í Ijós hvað var á ferð og það fær ekkert stöðvað þennan sjúkdóm. Sumir verða algerlega lamaðir á mjög stuttum tíma, aðrir lamast smám saman á löngum tíma. Þannig er því farið með mig. Þótt veikin leggist á alla vöðva lætur hún heilann og skilningarvitin í friði. Auðvitað er ekki uppörv- andi að eiga í þessu en þetta er bara nokkuð, sem ég hef lært að sætta mig við og verð að laga mig að. En hitt er svo annað, að það að vera svona á sig kominn gerir manni ekki auðveldara fyrir að sannfæra fólk um að maður hafi raunverulega eitthvað fram að færa. Fordómamir em miklir og þeir hafa leikið margan grátt.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og kannski ekki að ástæðulausu. Það hlýtur að reyna á sálarstyrkinn að mæta stöðugt vantrú þeirra sem talað er við. „Það skiptir litlu við hvern ég hef ámálgað þessa hug- mynd mína, hún mætir hvergi skilningi. Því ofar sem dregur í þjóðfélagsstiganum verður skiln- ingurinn minni. Ráðherrarnir virð- ast sýnu verstir,“ sagði Sigurður. Við báðum hann að rekja aðdrag- anda þess að hann fór að velta hugmyndinni um gufuvélina fyrir sér. „Ætli það ahfi ekki verið 1981- • Siguröur Ammundarson, uppfinningamaöur, er meö teikningu af gufuvél, sem leyst gæti fjárhagsvanda útgeröarinnar aö stórnrn hluta * Tími hans er naumur, hann á í vonlausri baráttu viö lömunarsjúkdóm * Enginn hlustar - hvorki þingmenn né ráöherrar • Skagablaöiö fór á fund hans og hann segir les- endum blaösins frá baráttu sinni viÖ embættismenn kerfisins 1982 þegar umræðan um erfið- leika sjávarútvegsins fór fyrst af stað fyrir alvöru, að ég fór að velta því fyrir mér hvernig væri hægt að spara. Dieselvélarnar ná ekki nema 40% nýtingu úr eldsneytinu, hitt nýtist ekki. Ég hugsaði sem svo, að ef hægt væri að laga þetta mætti spara mikið. Eftir að hafa velt málinu vel fyrir mér komst ég að því að það væri hægt að búa til gufutúrbínuvél, sem skilaði 90% nýtingu eldsneytis, eldsneytis sem ekki væri annað en vatn, sem rafgreint væri með skautum í vetni og súrefni. Þessi hugmynd er kannski ekki alfarið mín eign, þ.e. að rafgreina vatnið með þessum hætti, því Bandaríkja- menn hafa fyrir löngu komið fram með þessar hugmyndir en viljað bíða með að hrinda þeim í fram- kvæmd á „réttu augnabliki". Þeg- ar búið er að kljúfa vatnið á þennan hátt er frumefnunum brennt við gífurlegan hita og þannig fæst gufa, sem knýr vélina áfram. Kosturinn við þetta elds- neyti er að því má brenna aftur og aftur. Sjálf vélin er svo nánast viðhaldsfrí." Enginn hlustar — Þú segir að þessari hugmynd þinni hafa verið fálega tekið? „Fálega er ekki orðið, menn hafa hreinlega lokað eyrunum fyrir þessu. Ég hef verið að eltast við þingmenn og ráðherra, þ.á.m. bæði Hjörleif Guttormsson, fyrr- verandi iðnaðarráðherra og Hall- dór Ásgrímsson, núverandi sjá- varútvegsráðherra auk ótalmargra annarra, en enginn er reiðubúinn að hlutsta. Ég veit að ég þyrfti ekki nema kannski 2 milljónir til þess að smíða módel af þessari vél til þess eins að geta sýnt og sannað það vantrúuðum að hún er annað og meira en orðin tóm. En þessi fjárveiting hefur aldrei fengist. Peningunum er heldur sóað í ímyndaðan gullforða á Skeiðarársandi á sama tíma og útgerðin í landinu er á vonarvöl. Allar tilraunir ráðamanna til þess að grynnka á skuldum og vand- ræðum útgerðarinnar hafa ekki verið annað en fálm eitt. Þessi vísa, sem ég setti saman, held ég lýsi ástandinu ágætlega: Albert gaf þeim gat, gjört af lítilli visku. Ríkisstjórnin þar við sat, að telfa gati yfir gat og gera það að tísku. Nei, það er ekki að undra þótt maður sé búinn að afskrifa fyrir löngu að nokkuð verði nokkru sinni gert af einhverju viti í þessu landi. Peningunum er bara hent blindandi í sjóinn og skollaeyrum skellt við hugmyndum manns til að reyna að bæta úr. Ekki bara reyna því ég er sannfærður um að ef þessi vél fengist smíðuð sýndi hún svart á hvítu að óhemjufé mætti spara. Sjáðu til, togararnir sem verið er að gera hér út eru ekki nema brotajárnsins virði. Þeir eru að verða úreltir allir upp til hópa og ekkert nýtilegt úr þeim nema ef vera skyldi siglingartæk- in. — Nú gerir maður sér þær hugmyndir um gufuvélar að þeir séu óhemju fyrirferðarmiklar. Hvað með þína vél? „Þessi vél þarf ekki að verða fyrirferðarmeiri en venjuleg dies- elvél en hún verður hins vegar margfalt öruggari, með mörgum litlum kötlum, þannig að ef einn bilar þá eru aðrir sem taka við.“ — Þú talar um 90% nýtingu, er það ekki fjarlægt takmark? „Nei, ég tel mig færa sönnur á það á teikningunum af vélinni — og ég minni aftur á að hún hefur fengið viðurkenningu danskra sérfræðinga þótt þeir hafi bent mér á að ég gæti ekki fengið einkaleyfi fyrir henni, þar sem í henni væru 3 atriði sem aðrir aðilar hefðu komið fram með áður. Þessi atriði eru ekki stolin, ég vissi bara ekki um þau. Það hafa áður verið gerðar teikningar af sambærilegum vélum en nýt- ingin hefur aldrei verið nægilega góð og því ekki hafin framleiðsla á þeim.“ Tilraunir Sigurður ætti að vera flestum Skagamönnum, sem komnir eru á þrítugsaldurinn, vel kunnur. Ýmsar tilraunir hans hér á árum áður vöktu mikla athygli, fáar þó eins og flugvélasmíðin hans. Vél- in fór reyndar aldrei á loft, en Sigurður sagði okkur að síðar hefði hann komist að því hvað olli því að vélin náðist ekki upp. Flugvélina smíðaði hann alfarið eftir eigin teikningum. Tækni og allt að henni lútandi var Sigurði strax í bernsku hugleikið og í skóla var eðlisfræði hans sterkasta fag. Auk flugvélarinnar hefur hann smíðað ótalmarga hluti um ævina, sem margir hverjir bera hugviti hans frábært vitni. Hann bjó t.d. til skipsskrúfur með eigin raf- suðuaðferð, nokkuð sem enginn skildi hvernig hann fór að, og ryksugu úr tré svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir hugvitssemina hefur það ekki farið leynt að þeir eru fleiri hér í bæ en hinir, sem hafa litið á Sigurð sem hálfgerðan furðufugl. Sjálfur segist hann kannast mætavel við slík viðhorf. Hitt hafi aftur skipt hann meira máli, að ákveðinn hópur manna Sigurður Arnmundarson ræðir við Skagablaðsmenn á stofu sinni á Sjúkrahúsi Akraness fyrir skemmstu. fylgdist áhugasamur með tilraun- um hans og hafði trú á þeim. „Það er búið að berjast í 30 ár við að troða viti í hausinn á íslendingum en þeir þráast við. Við höfum fyrir okkur hvernig fór með Jóhannes Pálsson, uppfinn- ingamann í Hveragerði. Hann hrökklaðist að endingu úr landi en hefur komið sér vel fyrir í Danmörku. Ég segi það og skrifa, að ef íslendingar ekki vilja þessa vél mína þá ætla ég að eyða síðustu kröftunum í að reyna að koma henni á framfæri erlendis. Það væri sárgrætilegt ef þessi hugmynd fengi ekki hljómgrunn hér því við eigum svo óskaplega mikla orku til þess að vinna eldsneyti fyrir vélina. Hugmynd mín er einföld og auðveld í framkvæmd en af því ég er fatlað- ur íslendingur hefur enginn trú á því að þetta sé hægt.“ Vel heppnaöur starfsdagur í Brekkubæjarskóla um fyrri helgi: „Gekk aideilis Ijómandi vel“ „Það gekk aldeilis Ijómandi vel“, sagði Viktor A. Guðlaugs- son skólastjóri Brekkubæjarskóla þegar hann var spurður um starfs- daginn sem haldinn var á fyrra laugardegi. „Það eina var, að það byrjaði að rigna á okkur svo ekki var hægt að mála. En við erum mjög ánægð með hvemig tókst til, sérstaklega er ég ánægður með að framkvæðið skyldi koma frá foreldrum. Krakkarair virðast líka harðánægð með nýju leiktæk- in og vellina það er mikið nota.“ Vigdís Eyjólfsdóttir er formað- ur Foreldra- og kennaraféíags Brekkubæjarskóla. Hún sagði, að tekist hefði að ljúka öllu sem ætlunin var að gera, nema máln- ingarvinnu, þ.e. að mála leiktæk- in og merkja velli og parísa. Lokið var við að mála sl. miðviku- dag. Þrátt fyrir leiðinlegt veður á starfsdeginum var góð mæting, líklega á annað hundrað manns yfir daginn, og sagði Vigdís að allir hefðu verið jákvæðir og þetta hefði verið reglulega gaman þrátt fyrir veðrið. Krakkarnir hefðu verið dugleg og áhugasöm, þótt þau hefðu kannski verið sett í leiðinlega vinnu eins og að hreinsa rusl og mörg hefðu komið aftur eftir að hafa hjólað fyrir fatlaða. Að lokum sagði hún að aldrei hefði verið hægt að framkvæma þetta ef svo mörg fyrirtæki hér á Akranesi hefðu ekki gefið rausn- arlega efni og annað til starfsins. Allt á fullu á starfsdeginum í Brekkubœjarskóla. Ferja II dregin til Reykjavíkur í brotajám fyrir skömmu: Átti upphaflega aö vera bílferja en lauk „ævinni“ sem viðlegukantur smábáta laugardaginn fyrir páska var Ferja II dregin á flot eftir að hafa legið í tvö ár óhreyfð í TeigaVörinni. Mjög stórstreymt var þann dag og var því flóðið notað til að ná ferjunni á flot. Eins mun uppfyllingin, sem á að koma fyrir ofan væntanlega flotbryggju fyrir smábátana, hafa lokað hana inni ef ekki hefði verið að gert til að ná henni á flot. Héðan var ferjan dregin til Reykjavíkur, þar sem hún verður logskorin sundur í brotajárn. Upphaflega átti að nota ferj- urnar, sem voru tvær í fyrstu, til að flytja bíla yfir Hvalfjörð. Aldrei varð þó af þeim flutningum en þó var ráðist í að gera garð út í sjóinn rétt fyrir utan bæinn Katanes og má glöggt sjá þau mannvirki enn. Þar áttu ferjurnar að leggjst að og losa og taka bílana, sem yfir færu, en hinu megin fjarðarins áttu þær að lenda á Hvaleyri en engar fram- kvæmdir urðu þar. Til Akraness komu ferjurnar fljótlega eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar eða 1946. Fyrstu árin voru þær mikið notaðar við hafn- arframkvæmdir hér á Skaga. Mik- ið var sótt af möl inn í Hvalfjörð, sem losuð var undir kerin sem notuð voru í bryggjurnar, ásamt ýmsu fleiru sem til féll við hafnar- gerðina. Ferja I er löngu horfin af sjónarsviðinu en hún var hlutuð niður og seld í brotajárn. Hafði hún þá legið óhreyfð inni í Blautósi í mörg ár en þar voru ferjurnar geymdar flesta vetur fyrstu árin eftir að þær komu hingað. Eftir að Sementsverksmiðjan tók til starfa var Ferja II notuð til að flytja sement til Reykjavíkur og gegndi því hlutverki um ára- tugaskeið eða allt þar til Skeiðfaxi var tekinn í notkun við þá flutn- inga. En síðustu árin var ferjan notuð sem viðlegukantur fyrir trillurnar eða þar til flotbryggjan var tekin í notkun fyrir tveimur árum en þá var ferjan dregin á land og hefur legið þar síðan þar til nú að hún leggur í sína hinstu för. Þannig á þessi gamli innrásar- prammi sér langa og viðburðaríka sögu hér á Akranesi. Meðfylgjandi mynd var tekin af ferjunni, þar sem hún liggur við bryggjuna fyrir neðan SFA —JPP Ferja II leggur upp í sína hinstu ferð. - Hjólreiðadagurinn um fyrri helgi líkast til árlegur viöburöur Hjólreiðadagurinn, sem JC gekkst fyrir hér á Akranesi fyrra laugardag tókst vonum framar að sögn Jónínu Valgarðsdóttur. Alls söfnuðust 156.711 krónur, og var það meir en búist var við. Um 300 böm á aldrinum 10-12 ára söfn- uðu peningum til styrktar þeim sem ekki geta hjólað. Ekki höfðu alveg allir skilað þegar við töluð- um við Jónínu, þannig að talan á að öllum líkindum eftir að hækka nokkuð. JC bað Skagablaðið að koma á framfæri þökkum til allra sem hjálpuðu til við framkvæmd hjól- reiðadagsins, sérstakar þakkir fá lúðrasveitin, lögreglan og skólarnir fyrir sinn þátt. Hjólreiðadagur verður mjög líklega árlegur viðburður hér í framtíðinni, eins og hann er í vegna þess hve undirtektir hefðu Reykjavík og víðar, hélt Jónína, verið góðar hjá öllum núna. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.