Skagablaðið


Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 1
Leynir AK-9 stórskemmdist í eldsvoða í nótt: „Ætluðum aó róa kl. hálfsex í morgun" - segir eigandi bátsins, Birgir Jónsson, við Skagablaðið Leynir AK-9 stórskemmdist af völdum elds í nótt, þar sem bátur- inn lá við bryggju. Ljóst er að Nýr gullsmið- ur í bæinn Nýr gullsmiður er væntanlegur til Akraness, eftir því sem Skaga- blaðið hefur hlerað. Hann heitir Alfred W. Gunnarsson og starfar nú í Reykjavík. Alfred mun ætla að flytja hingað í ágúst og opna eigið verkstæði í september. yfirbyggingin er mikið skemmd en vonir standa til þess að skrokk- urinn sé að mestu heill. Leynir er 9 tonna bátur, smíðaður í Eng- landi 1982 og hefur aflað frábær- lega vel á vertíðinni. „Mér var tilkynnt um að eldur væri laus í bátnum“, um klukkan 3 í nótt,“ sagði Birgir Jónsson, eigandi bátsins, er Skagablaðið náði tali af honum snemma í morgun. „Ég er nú vanur því að fá slæmar fréttir, missti m.a. fisk- verkunarhúsið í flóðunum í janú- ar í fyrra, en hefði getað grenjað þegar ég frétti af þessu. Við ætluðum að róa kl. hálfsex í morgun,“ sagði Birgir. Birgir sagði það þó hafa verið lán í óláni, að enginn skyldi hafa slasast um borð en svo hefði hæglega getað farið ef einhver úr 3 manna áhöfn hefði verið í bátnum. „Við megum auðvitað líka þakka fyrir að þetta gerðist í vertíðarlok en ekki við upphaf vertíðar þvf það er bersýnilegt að við verðum stopp í nokkra mán- uði.“ Ekki er enn ljóst hver orsök eldsupptakanna í Leyni AK-9 er en unnið er að rannsókn málsins og mun matsmaður frá tryggingafélagi bátsins væntanleg- ur til að kanna skemmdir. Seldu rauðar fja&rir fyrir 400.000 krónun „Fengum stórkostlegar móttökur hjá bæjarbúum" —segir Gunnar Elíasson, einn Uonsmanna, við Skagablaðið Rúmlega 2500 rauðar fjaðrir og staðið. sagði Gunnar og vildi koma á nálægt 100 plattar seldust í sölu- Þessi árgangur er frábær og framfæri kæru þakklæti til bæjar- herferð Lionsmanna og Lionessa hefur aldrei náðst betri árangur í búa fyrir þær. dagana 12.-14. apríl. Þaðþýðirað söfnunum Lionsmanna á Akra- Til gaman fyrir þá sem vilja 350.000 krónur söfnuðust. Auk nesi tii þessa. Semdæmimánefna metast má nefna að í Vestmanna- þess hafa meðlimir fjá.öflunar- að „aðeins" 1640 fjaðrir seldust eyjum sem er litlu minni bær en nefndar Lions verið að selja síðast þegar Rauða fjöðrin var Akranes, söfnuðust um 220.000 kubba á 10.000 krónur í stærri boðin til sölu, að því er Gunnar krónur eftir því sem „Fréttir“, fyrirtæki að undanfömu, þannig Eiíasson tjáði blaðinu. „Það voru bæjarblað Vestmannaeyinga að talan verður líklega yfir alveg stórkostlegar móttökur, herma. 400.000 krónur þegar upp er sem við fengum hjá bæjarbúum", — SEP Á einhjóli? Það er ekki á hverjum degi sem menn rekast á einhvern, sem hjólar á „einhjóli“. Það gerði hann Árni ljósmyndari þó fyrir helgina og var ekki seinn á sér að ljósmynda kappann. Píanósnilling- ur í heimsókn — Martin Berkowsky meo vikunámskeið Hinn heimskunni píanósnilling- ur Martin Berkowsky heimsækir okkur Skagamenn í næstunni og efnir til námskeiðs í píanóleik fyrir nemendur Tónlistarskólans og e.t.v. einhverja utanbæjar- menn líka að sögn Jóns Karls Einarssonar, skólastjóra Tónlist- arskólans. Námskeiðið hefst á annan dag hvítasunnu og því lýkur föstudag- inn 31. maí og er það nánast þegar fullskipað að sögn Jóns Karls. Fyrirkomulag námskeiðs- ins er þannig að fyrir hádegi verða einkatímar en eftir hádegið er sameiginlegur fyrirlestur, þar sem farið er yfir verkefni morgunsins. Umrætt námskeið er ætlað fyrir lengra komna nemendur í píanó- leik, þ.e. þá sem lokið hafa 3. stigi eða meira, og kostar kr. 600 ef teknir eru bæði einkatímar og hóptímar. Gjaldið er hins vegar helmingi lægra ef aðeins eru teknir einka- eða hóptímar. Friðhelgin rofin Friðhelgi „Sóla-hringsins“ svonefnda var loksins rofin á þriðjudag í síðustu viku er all- harður árekstur varð á þessum gatnamótum Kalmansbrautar og Esjubrautar. Fram að því hafði ekkert óhapp orðið á þessum gatnamótum frá því þar var komið upp hringtorgi, „Sóla-hringnum“ Áður voru þessi gatnamót með þeim verri í bænum hvað slysa- hættu snerti. Talsvert tjón varð á báðum bifreiðunum við árekstur- inn enda mun annar ökumann- anna hafa farið nokkuð frjálslega með reglur um hámarkshraða og leiðbeiningar um aksturshraða í samræmi við aðstæður.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.