Skagablaðið


Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 3
Skagamenn töpuðu 0:2 fyrir Þór á Akureyri í gærkvöldi: Tap ífyrsta leik, en fall er fararheill... Frá Guðmundi Svanssyni, fréttamanni Skagabiaðsins á Ak- ureyri í morgun: íslandsmeistarar Skagamanna sóttu ekki gull í greipar Þórsara hér á Akureyri í gærkvöidi í fyrsta leik Uðanna í 1. deUdinni í sumar. Þórsarar unnu verðskuldaðan sigur, 2:0, eftir að hafa leitt 1:0 í leikhléi. Skagamenn voru sprækir framan af leiknum en eftir að Þór náði forystunni virtust gestimir sannast sagna aidrei líklegir til þess að jafna metin, hvað þá heldur að bæta um betur og sigra. Það voru þó Akurnesingar sem áttu fyrsta hættulega færi leiksins og stórhættulegt var það. Svein- björn Hákonarson komst í gegn á 3. mínútu en gott skot hans fór framhjá. Sigurður Lárusson bjargaði vafalítið marki nokkrum mínútum síðar er þrumuskot Bjarna Sveinbjörnssonar skall í honum eftir fyrirgjöf Kristjáns Kristjánssonar við hinn enda vall- arins. Sveinbjörn var svo aftur á ferðinni um miðjan hálfleikinn en skalli hans fór rétt yfir markið eftir langt innkast Áma Sveins- sonar. Birkir Kristinsson varð síð- an að taka á honum stóra sínum rétt á eftir er hann varði vel skot frá Halldóri Áskelssyni eftir að hann hafði leikið Heimi Guð- mundsson, bakvörð Skaga- manna, grátt. Einhæft Þórsarar komu um þetta leyti smám saman meira inn í leikinn en Skagamenn höfðu haft undir- tökin framan af. Það vom þó íslandsmeistararnir sem fengu næsta hættulegt færi en Baldvin Guðmundsson varði stórvel frá Herði Jóhannessyni. Eftir þetta kom nokkur deyfð í leikinn og svo virtist sem Þórsarar hefðu náð að læra á fremur einhæfar sóknar- aðgerðir Skagamanna. Deyfðin tók hins vegar enda á 40. mínútu leiksins þegar Þórsar- ar komust yfir í leiknum. Sigurði Lárussyni, fyrirliða Skagamanna, urðu þá á mistök er hann missti knöttinn yfir sig og hinn eldfljóti Bjarni Sveinbjörnsson var fljótur að eygja færið. Hann komst einn inn fyrir en Birkir varði skot hans. Boltinn barst aftur til Bjarna en í þetta skiptið hafði Birkir engin önnur ráð tila ð stöðva hann en fella hann. Vítaspyrna var um- svifalaust dæmd og úr henni skor- aði Jónas Róbertsson af miklu öryggi. Hafi Skagamenn gert sér vonir um að bæta stöðu sína í síðari hálfleiknum voru slíkar vanga- veltur brotnar á bak aftur þegar við upphaf hálfleiksins. Þórsarar hófu síðari hálfleikinn eins og þeir luku þeim fyrri, þ.e. með því að ráða ferðinni. Þeir gerðu svo nánast út um leikinn á 53. mínútu og svo aftur var Bjarni Svein- björnsson þar á ferð. Hann komst einn innfyrir og vippaði knettin- um yfir Birki. Knötturinn hafnaði í þverslánni en Bjarni var fljótur að átta sig sem fyrr, fylgdi vel á eftir og skallaði í netið, 2:0. Engin ógnun Eftir þetta virtist hreinlega sem Skagamenn væru búnir að sætta sig við tap. Þeir komu reyndar meira inn í leikinn en ógnuðu aldrei sigri Þórsara. Brugðu á það ráð að reyna að dreifa spilinu út á kantana undir lokin en allt kom fyrir ekki. Hörður Jóhannesson uppskar þó mark síðla leiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vafalítið hefur tapið í gær- kvöldi komið eins og köld vatns- gusa framan í Skagamenn eftir ágætt gengi í vorleikjunum og velgengnisspár en liðið getur áreiðanlega leikið betur en það gerði hér í kvöld. Þótt staðan hafi verið orðin vonlítil snemma í síðari hálfleiknum hættu Skaga- mennimir aldrei að leika knatt- spyrnu og þegar öllu er á botninn hvolft var leikurinn harla góður knattspyrnulega séð og hinum 700 áhorfendum góð skemmtun þrátt fyrir að leikið væri á möl. Hörður Helgason, þjálfari IA, eftir leikim: „Vantaii einhvem neista“ ,,Við vorum bara ekki með 1 þessum leik, mínir menn voru allan tímann á rassinum,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna, í gærkvöldi og var greinilega ekki allt of ánægður með sína menn. „Það vantaði einhvern neista hjá mínum mönnum í kvöld. Nei, Þórsararnir voru ekkert sterkari en ég bjóst við þeim, þeir eru alltaf erfiðir heim að sækja.“ Jafntefli Stelpunum í meistaraflokki ÍA í knattspymu tókst ekki að tryggja sér sigur í Litlu-bikar- keppninni um helgina er þær mættu Blikastelpunum. Jafntefli varð 2:2. Mörk' ÍA skorðuðu Vanda Sigurgeirsdóttir og Ragn- heiður Jónasdóttir (víti). Bifreiðaeigendur athugið! Vegna fyrirhugaðra flutninga um Hvítasunnuna getum við aðeins sinnt nauðsynlegustu viðgerðum dagana 20 til 24. maí. SÝNIÐ ÞOLINMÆÐI BIFREIÐARVERKSTÆÐI GUÐJÓNS OG ÓLAFS Blíðviðrið hafði sitt að segja. Liðin. Þór: Baldvin Guð- mundsson, Siguróli Kristjánsson, Óskar Gunnarsson, Árni Stefáns- son, Sigurbjörn Viðarsson, Jónas Róbertsson, Nói Björnsson, Kristján Kristjánsson, Halldór Áskelsson, Bjami Sveinbjöms- son og Júlíus Tryggvason. ÍA: Birkir Kristinsson, Heimir Guðmundsson, Jón Áskelsson, Sigurður Lámsson, Guðjón Þórð- arson, Ámi Sveinsson, Ólafur Þórðarson, Júlíus P. Ingólfsson, Karl Þórðarson, Sveinbjörn Há- konarson og Hörður Jóhannes- son. Gul spjöld: 31. mín. Árni Sveinsson, 35. mín. Ámi Stefáns- son, 38. mín. Guðjón Þórðarson, 39. mín. Nói Björnsson. —GSv.lSSv. "O :P 'C: S ^ ^ Q) J tti ||! K Auglýsið í Skagablaðinu Sumarbíóm og jjöfœrar pföntur. Rósir, tré og nmnar að vorí fiomanda. Reynið Skagamoídina. Skaqamoíd/GróðurvaC W^ QmiAj. n/alli im 1Q-16 REIÐHJÓL Mikið úrval reiðhjóla svo sem: Winther þríhjól ■ BMX torfæruhjól. Og einnig 26“ og 28" karla og kvenhjól. Höfum einnig fengið hin vinsælu útileiktækjasett á góðu verði. ^.(QiiniuinKQ'i^irpnéniiwi^Din) g{f0 Ægisbraut 27 - Sími 2321 m [Lú @ (&© M 0 DíD s Magnús Eiríksson • Sigurður Karlsson • Guðmundur Ingólfsson • Pálmi Gunnarsson blúsar á Bárunni annað kvöld (fímmtudag). 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.