Skagablaðið


Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 5
í kvöld er einmitt vika síðan Þ.Þ.Þ. mennirnir tóku í fyrsta skipti á móti skipi frá Ríkisskip- um. Hlutverk þeirra er að taka á móti skipinu, binda landfestar og flytja síðan það sem þörf er á. „Jómfrúarflutningar“ þeirra fyrir Ríkisskip voru smáir í sniðum, en það var búslóð nýja innheimtu- fulltrúans okkar, sem kemur frá Vestmannaeyjum, að sögn Ester- ar Teitsdóttur. Reyndar var um- boðsstarf þeirra svo nýtt af nál- inni, er blaðið ræddi við Ester, að ekki voru öll kurl komin til grafar með hvað í því fælist. Skip frá Ríkisskipum komu bæði á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku og tóku 144 tonn af sementi fyrri daginn en 246 þann seinni, eftir því sem Friðrik Jónsson, útgerðarstjóri Sements- verksmiðjunnar, tjáði okkur. Hann fræddi okkur líka um það, að fyrirhuguð væri kynning af hálfu Ríkisskipa á þjónustu sinni, munu þau ætla að senda helstu fyrirtækjum á Akranesi og Borg- arnesi bréf þar að lútandi fljót- lega. Friðrik gat þess sérstaklega að ekkert svar hefði enn borist frá Verkalýðsfélagi Akraness, um hvort Ieyfilegt væri að vinna við skipin í yfirvinnu eða ekki. Eins og lögin eru núna þarf að sækja um undanþágu í hvert skipti sem vinna þarf við skipin, sem koma yfirleitt að kvöldi til. Fylgir því tilheyrandi skriffinnska og umstang. —SEÞ. Gmndaskóli: Vinsæi „tómstunda- kvöid“ Undanfarið hafa veríð haldin vinsæl „tómstunda- kvöld“ í sérgreinastofum Grundaskóla. Þrjú slík kvöld hafa verið haldin en sökum mikillar þátttöku verða fleiri haldin á næstunni. Það sem hægt er að gera er þrennt: eldhúsvinna, skart- gripagerð og dúkskurður. Aðeins er hægt að fara einu sinni í hvert, og börnin verða að vera í fylgd með einu eða báðum foreldrum til að fá að vera með í eldhúsinu. Eldhúsið er vinsælast, þar hafa meðal annars verið gerð- ir gómsætir fiskréttir, pizzur og fleira góðgæti. Dúkskurð- ur og tauþrykk er einnig mjög vinsælt og skartgripa- gerðin líka, í henni er unnið úr leðri og silfri. Alls verða 9 kvöld í eldhús- inu, 3-4 í dúkristu og tau- þrykki og 5 í skartgripagerð, að sögn Guðbjarts Hannes- sonar, skólastjóra Grunda- skóla. Skip frá Ríkisskipum í Akraneshöfn. Meiri kraftur er að komast í starfsemi Ríkisskipa hér á Akra- nesi, bæði eru nokkuð örar ferðir og einnig hafa Ríkisskip ráðið sér umboðsmann hér sem er Þórður Þ. Þórðarson. Skólaslit Tónlistarskólans um fyrri helgi: „Fjölbreyttasta og viðburða- ríkasta skólaár í minni tíð“ — segir JónKarl Einarsson, skólastjóri, við Skagablaðið Skólaslit Tónlistarskóla Akra- ness voru um fyrrí helgi. Meðal annars var þá útskrífuð stúlka, sem lauk burtfararprófi úr Tón- listarskólanum um leið og hún lauk stúdentsprófi af tónlistar- braut FA. Þetta var Pálína Fann- ey Skúladóttir, sú sem söng eitt hlutverkið í Sjóræningjunum frá Pensance nú í vetur. Hún er fjórði nemandinn, sem útskrifast af tónlistarbraut. Af 193 nemendum Tónlistar- skólans luku 22 stigsprófum en hinir tóku vorpróf, þannig að allir fengu sín skírteini við skólaslit, að góðum og gömlum sið. Vinsæl- asta hljóðfærið var píanóið, 65 nemendur völdu það í vetur, gítarinn var næstur með 22 nema, 19 voru í söng, 18 í blásturshljóð- færum, þar af 7 í klarínett, en það er óvenju mikið. Píanóið og söng- urinn eru vinsælustu fögin, en meiri sveiflur eru á vinsældum annarra hljóðfæra. Þeir nemar sem lengst eru komnir eru einmitt í þessu tvennu. Tónlistarnám er stigskipt eins og greinir frá hér að framan, hæsta stig er númer 8 og dugir það til að komast í tónlistarskóla úti. Stig 7 er til stúdentsprófs. Að sögn Jóns Karls Einarssonar skólastjóra er hægt að taka öll stigin í Tónlistarskóla Akraness. Jón Karl var spurður um skóla- starfið í vetur og sagði hann meðal annars að kennsla í tón- heyrn og tónfræði hefði gengið sérstaklega vel í vetur. Bæði hefðu verið sérstaklega góðir kennarar og einnig breytt náms- efni, þannig að í ár hefði enginn fallið í þessum fögum, sem þó hefði verið algengt áður, heldur hefðu einkunnir yfirleitt verið á bilinu 8-10. Hann var spurður hvort algengt væri að nemar hættu námi á kennsluárinu, en hann taldi að það væri sjaldgæft, en verið hefði þegar skólinn var stærri. Þá hafði verið meira um að nemar innrit- uðust, sem ekki höfðu áhuga á tónlist þegar á reyndi. Hinsvegar væri alltaf nokkuð um að krakkar héldu ekki áfram milli anna. Eftir áramót hættu t.a.m. 17 manns. Jón Karl sagði, að síðasta skólaár hefði verið það fjölbreytt- asta og viðburðaríkasta í hans tíð, og risi þar að sjálfsögðu hæst uppfærslan á Sjóræningjunum frá Pensance. Sú uppfærsla var tekin upp á myndband eins og Skagablaðið sagði frá á sínum tíma, en það er ekki full hljóðblandað ennþá, og endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Til greina kemur að selja auglýsingar á spólunni þegar hún verður tilbúin. —SEÞ. Rafve'itan 09 HAB í „tölvusamkn# með fleirí orkuvertum: Öruggt að þjónusta batnai* Náðst hefur samkomulag milli nokkurra hita- og raf- magnsveitna um gerð sameigin- legs tölvuforrits. Þetta eru raf- magnsveitur Akureyrar, Hafn- arfjarðar, Njarðvíkur, Vest- mannaeyja og Akraness, og hitaveitur Akureyrar, Vest- mannaeyja og Akraness & Borgarfjarðar. Stærsti kostnaðurinn við tölvuvæðinguna er hugbúnað- urinn að sögn rafveitustjóra, Magnúsar Oddssonar. Forritið sem verið er að hanna, kemur til með að kosta eina og hálfa milljón króna, en sá kostnaður deilist á fyrrnefndar veitur. Forritið mun gera rafveitunni kleift að vinna reikninga sína sjálf í stað þess að láta vinna þá í Reykjavík eins og nú er gert. Þá verður bókhaldið einnig tölvukeyrt í framtíðinni. Magn- ús kvaðst ekki vita hvort nýj- ungin leiddi til sparnaðar fyrir fyrirtækið, en sagði það öruggt að þjónusta þess batnaði við það að reikningar yrðu unnir hér, eftir eigin hugmyndum,- Magnús sagði að langt væri í land með breytingar þessar, þær yrðu ekki fyrr en á næsta ári. Hann var spurður hvort ekki hefði verið hugleitt að fara frek- ar í „samflot" með stofnunum innan bæjarins. Hann sagði það hafa verið athugað en hinn kosturinn hefði verið ótvírætt hagstæðari. Að lokum má geta þess að tölvur þær sem rafveitan mun nota er af gerðinni IBM PC DC, en einnig er hægt að nota IBM 36 við forritið. ÞÞÞ með umboðíð fyrir Ríkisskip 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.