Skagablaðið


Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 1
„Talaðu við mig eftir 2ár - þá verð ég lægstur aftur“ - segir Kaii Alfreösson, bakari, við Skagablaðiö og segist nota betra hráefni í brauðin sín í síðasta blaði var sagt frá könn- un Verðlagsráðs á bakaríisvarn- ingi, og komu bakaríin hér frekar ilia út úr samanburðinum. Þau voru í öllum tilfellum fyrir neðan meðallag og stundum dýrust af Vesturlandabakaríum. Við höfð- Hrinqtorg, Ijós eða merkjavíxl? Umferðamefnd fór heilan hring í skoðunum sínum á lausn vanda- málsins með slysagatnamótin Stillholt-Kalmansbraut-Kirkju- braut, í síðustu viku. Nefndin hafði samþykkt það á fundi sínum þann 06.05. að leggja til að um- ferðarmerkjum yrði víxlað á fyrr nefndum gatnamótum, þannig að biðskyldan yrði á Stillholti í fram- tíðinni. Málið fór síðan fyrir bæjar- stjórn eins og lög gera ráð fyrir en í millitíðinni talaði Hjörtur Páls- son við nefndarmenn og komst að því að í raun og veru vildu þeir allir fá hringtorgið frekar, en samþykktu hitt til að eitthvað yrði gert á þessu ári. Því eins og Steinunn Sigurðar- dóttir sagði þolir þetta enga bið og ekki má heldur velta fyrir sér krónum og aurum í þessu samb- andi því slys og örkuml kosta líka sitt. Innbrot aupplýst Innbrotið á skrifstofur HV & Co. um fyrri helgi er nú að fullu upplýst að sögn lögreglunnar. Hinn seki reyndist ungur utan- bjæjarmaður, heimilisfastur hér á Akranesi. Þýfið hefur allt komist til skila. Umræddur maður hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni hér á Akranesi. um samband við þá Karl Alfreðs- son í Brauða- og kökugerðinni og Hörð Pálsson hjá Harðarbakaríi til að fá skýringar á þessu. „Það eru vissar ástæður fyrir því“, sagði Karl. Tildæmissegjast þeir taka 4 ódýrustu grófu brauð- in, en tóku þau dýrustu hjá mér. Og varðandi niðurskurðinn þá skildu þeir ekki, að það er ekki sama verð á öllum brauðum. Skurður á franskbrauði kostar 9 krónur en er ódýrari á hinum, grófu brauðin eru skorin fyrir 4.50 - 5.00 krónur. Við reynum þannig að jafna aðeins verðinu. Það hefur líka sitt að segja að öll grófu brauðin eru formbökuð hjá mér. Við notum líka betra hráefni þó það sé dýrara.“ — Þú vilt þá meina að það'sé ekki að marka þessa könnun? „Já, ég tel að það sé ekkert að marka hana, þú sérð að bakaríið á ísafirði, sem var dýrast fyrir 2 árum er nú lægst. Maður lærir á þessu hvernig þeir vigta og mala í brauðin. Þú skalt tala við mig eftir 2 ár — þá verð ég aftur lægstur.“ „Megum vel við una“ Hörður var á leiðinni niður í Akraborg þegar blaðamaður náði í hann, svo spjallið varð fremur hraðsoðið. En hann sagði um verðsamanburð við Vesturlands- bakaríið: „Það er alveg ómarktækt að bera okkur saman við bakaríin á Vesturlandi. Þetta eru mikið til lítil bakarí sem fylgjast ekki með einu eða neinu. En ef miðað er við allt landið erum við töluvert undir meðaltali, svo ég held að Akurnesingar megi vel við una.“ — Bakaríin í Reykjavík eru mjög dýr, þrátt fyrir mikla samkeppni, hvernig getur staðið á því? „Ég get náttúrulega ekki svarað því, en mér dettur í hug að það sé einfaldlega of mikið af bakaríum í Reykjavík, það fari því mikið í súginn hjá þeim og það hefur áhrif á verðið. En ég þekki þetta ekki nógu vel til að geta sagt það ákveðið.“ — En heldur þú að könnunin sé marktæk, að hún sé vel unnin? „Ég skal ekki um það segja, ég veit ekki betur en hún sé sæmilega unnin. Ég hef a.m.k. ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Hörður. Aukin útlán bókasafnsins á síðasta ári Útlán Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi jukust á síðasta ári frá árinu áður að því er kemur fram í ársskýrslu safnsins. Alls voru lánuð út 58.444 bindi til heimila og varð aukning um 739 bindi á árínu. í skýrslu safnsins segir einnig, að þessi útlánaaukning sé mjög viðunandi ekki hvað síst í ljósi þess að útlán drógust víða saman á landinu á síðasta ári. Alls kom 3.851 gestur á safnið til að skila bókum og afla sér frekari upplýsinga á síðasta ári en lánþegar voru samtals 20.248 á móti 19.636 á árinu á undan. Októbermánuður á síðasta ári varð alger metmánuður hvað út- lán snerti en þá voru lánuð út hvorki fleiri né færri en 8527 bindi bóka. Eldra metið var 6164 bindi í janúar 1984. Þrjár myndlistarsýningar voru haldnar í húsakynnum safnsins á síðasta ári, ein í apríl, önnur síðar í sama mánuði og sú þriðja yfir mánaðamótin ágúst/september. Bæjarbókaverðir eru þær Sig- ríður Árnadóttir og Halldóra Jóns- dóttir. Hagvirki bauó lægst —götur malbikaöar í ár en engar steyptar Tilboð í malbikunarfram- kvæmdir ársins voru opnuð ■ mán- aðarbyrjun. Hagvirki var með lægsta tilboðið 4.448.130 krónur og er þegar búið að semja við það. Aðrir sem buðu í verkið voru: Miðfell hf. 5.568.171 krón- ur sem er 96.8% af áætluðum kostnaði, Loftorka 4.992.940 krónur, eða 86% af áætlun, og Hlaðbær með 5.721.090 krónur 99.5% af áætlun. Tilboð Hagvirk- is var 77.3%. Engar götur verða steyptar í ár, en töluvert verður steypt af gang- stéttum að því er Adam Þ. Þor- geirsson á tæknideild bæjarins tjáði blaðinu. Ástæðan fyrir því að sá kostur er valinn, að malbika frekar en steypa, er sú að þær götur sem unnið verður við í sumar eru íbúðargötur þar sem umferð er ekki mikil, þannig að malbik er nægilega sterkt á þær. Aðspurður hvort ekki væri óeðlilegt að Akurnesingar steyptu ekkert í ár þegar Sementsverk- smiðjan hefði einmitt verið að hvetja bæjarfélög til að steypa sem mest, sagði Adam að þetta væri bara spurning um peninga. Bæjaryfirvöld væru að reyna að spara og malbikið væri talsvert ódýrara. Runnu út sem heit- ar lummur Gífurlegur áhugi rcyndist fyrir landsleik Islendinga og Skota þeg- ar miðar á lcikinn voru boðnir til sölu í Oðni í síðustu viku. Verslunin fékk 250 stúkumiða til sölu og seldust þeir upp eins og heitar lummur. Mikil eftirspurn er eftir stúkumiðum en þeir senni- lega allir uppseldir. Sem dæmi um áhugann má nefna, að hringt var til okkar á Skagablaðinu úr Reykjavík og við beðnir að út- vega miða á mánudag. Það var þá um seinan. Mun minna seldist af öðrum miðum á leikinn en fastlega má búast við að gífurlegt fjölmenni verði á leiknum. Hvort aðsóknar- metið —18.000 manns á leik Vals og Benfica fyrir 17 árum—verður slegið kemur bara í ljós.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.