Skagablaðið


Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 3
Jón Grétar Ólafsson - leikmaður apnlmánaðar í 6. flokki: Höddi og Rush í mestummetum Jón Grétar Olafsson var útnefndur leikmaður aprílmánðar í 6. flokki og rétt eins og Gunnlaugur Orri Finnbogason fékk knattspyrn- uskó í verðlaun fyrir útnefninguna í mars fékk Jón Grétar skó að launum. Hörður Jóhannesson, uppáhaldsleikmaður Jóns Grétars í ÍA-liðinu, afhenti honum skóna. Jón Grétar er einn af marksæknustu leikmönnum 6. flokks og varð reyndar markahæstur í vorleikjunum með 7 mörk. Hann hefur æft af miklum krafti undanfarin 3 ár. Hann er 9 áragamall og verður brátt 10. Jón Grétar á sér sitt uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni og að sjálfsögðu er það Liverpool. Eins og nærri mágeta er markamaskísnan Ian Rush uppáhaldsleikmaðurinn hans hjá hinum rauðklæddu. Skagablaðið óskar Jóni Grétari innilega til hamingj u með útnefning- una og væntir þess fastlega að þeir eigi eftir að færa honum enn frekari markheppni í sumar. I næsta blaði munum við svo kynna leikmann maf-mánaðar í 6. flokki en síðan verður leikmaður júní-mánaðar kynntur upp úr miðjum næsta mánuði. Hörður Jóhannesson afhendir Jóni Grétari knattspyrnuskóna. Karl og Eiríkur urðu Vesturiandsmeistarar Þeir félagar Karl Alfreðsson og Eirikur Jónsson urðu Vestur- Iandsmeistarar í tvímenningi í bridge er mótinu lauk í Hótelinu fyrra laugardag. Þeir Karl og Eiríkur unnu mótið fyrst og fremst á geysilega öflugum enda- spretti en þeir fengu 90 stig úr sex siðustu umferðunum. Alls hlutu þeir 124 stig og urðu 9 stigum á undan þeim Bernharð Linn og Ragnari Haraldssyni frá Grundarfirði. Skagamenn urðu síðan í 6 næstu sætum; Björgólfur Einarsson/ Matthías Hallgríms- son með 112 stig, Guðmundur Sigurjónsson/Jón Gíslason með 101 stig, Búi Gíslason/Jósef Fransson með 92 stig, Ólafur G. Ólafsson/Guðjón Guðmundsson 80 stig og Ingi Steinar Gunnlaugs- son/Arni Bragason einnig með 80 stig. Pörin, sem kepptu í mótinu að þessu sinni voru 30 talsins og var útkoma Skagamanna einkar góð eins og sjá má af framansögðu. Fyrirkomulag keppninnar var barómeter með tveimur spilum á milli para. Líf og fjör í FA í lok skólaársins Kennarar FA á tölvunámskeiði. Nokkuð er nú um liðið frá því Hjálmar Þorsteinsson, kennari og listmálari, afhenti Fjöl- brautaskólanum að gjöf mikið safn skákbóka. Lætur nærri að bækurnar séu á annað hundrað talsins og hefur þeim verið komið fy rir í bókasafni skólans. Skólaslitum seinkar Skólaslit Fjölbrautaskólans verða 10 dögum seinna á ferðinni í ár en venjulega. Prófunum lýkur í þessari viku. Þykir mörgum ganga kraftaverki næst, að seinkunin skuli ekki hafa orðið meiri á skólahaldinu í ljósi þeirra tafa, sem urðu á því í vetur, fyrst með verkfallinu í haust og síðan með verkfalli kennara. Ánægja með sjónvarpsþátt Eins og fjöldamargir Skagamenn hafa vafalítið séð í sjónvarpinu sl. föstudag var þar sýndur, langur þáttur um lífið innan veggja Fjölbrauta- skólans. Áður hafaveriðsýndira.m.k. tveir aðrir sambærilegir þættir. Að sögn Þóris Ólafssonar, skólameistara, eru flestir nokkuð ánægðir með útkomuna en sum atriði þáttarins tóku mjög langan tíma í vinnslu. Glefsan úr Grænjöxlum, sem sýnd var og tók t.d. ekki nema nokkrar mínútur, tók 12 tíma í töku. Það þykir sosum ekkert einsdæmi því að því kvikmyndatökumaður hjá sjónvarpinu tjáði Skagablaðinu um daginn þykir það gott á þeim bæ ef heill dagur gefur af sér 1-2 mínútur í fullgerðri mynd, Ljósmyndasýning í FA Þessa dagana stendur yfir í Fjölbrautaskólan- um ljósmyndasýning, sem ber nafnið Endurvarp. Um er að ræða myndir framhaldsskólanema. Sýningin var áður á veggjum Gerðubergs í Breiðholtinu en er nú komin hingað. Á sýning- unni í Gerðubergi voru 106 myndir en aðeins 45 þeirra komu hingað. Þær er nú hægt að sjá á veggjum gamla salarins og reyndar á hluta gangsins þar inn af. Lítið hefur borið á þessari sýningu en margar myndanna eru stórskemmti- legar og ættu bæjarbúar að gera sér ferð þarna uppeftir til þess að skoða hana. Boðið upp á skákáfanga Næsta víst er nú, að boðið verður upp á skákáfanga í Fjölbrautaskólanum næsta haust. Að því er Þórir Ólafsson, skólameistari, tjáði Skagablaðinu kom fram talsverður áhugi á meðal nemenda í svokölluðu forvali, sem fór þar fram fyrir skemmstu. Sýndi á annan tug nemenda áhuga á slíku námi. Ekki er enn búið að finna leiðbeinanda en á því verður vafalítið ráðin bót áður en yfir lýkur. Miðað er við að nemendur kunni mannganginn áður en þeir hefja nám x þessum skákáfanga. Helstu námsþættir eru könn- un á styrk taflmannanna með dæmum, leikfléttur kynntar, valdar skákir sýndar, fjallað um áætl- anagerð og hugmyndir að baki helstu byrjana skýrðar. Kennarar á tölvunámskeiði Það væri ljótt að segja, að kennarar legðu ekki talsvert á sig til þess að geta sinnt sínu starfi sem best. Á mánudaginn hófst námskeið fyrir þá í grunnmeðferð tölva, þar sem útskýrt var hvernig kerfið „Apple works“ vinnur. Það var sól og blíða þegar við litum við í Fjölbrautinni á mánudag en þeir létu það ekki á sig fá kennararn- ir. Leiðbeinandinn vildi lítið gefa út á námshæfi- leika nemenda sinna, sagði enga reynslu komna á það enn. Árangurinn kemur víst áreiðanlega í ljós en skólinn fékk fyrir nokkru 12 nýjar tölvur. —SSv. Skákbœkurnar sem Hjálmar gaf. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.