Skagablaðið


Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 5
Þróttur í undirbúningi Skagaferða hf. fyrir sumarið: Verður boðið upp á sjóstanpaveiði og hestaleigu í sumar? - vei heppnuð kynnisferð um bæinn í síðustu viku Skagaferðir hf. buðu starfsfólki ferðaskrifstofa, hótela og fjöl- miðla í kynnisferð um Akranes á þriðjudag í síðustu viku. Á meðal annara var blaðamanni Skag- ablaðsins boðið og er skemmst frá því að segja að kynnisferð þessi kom skemmtilega á óvart. Blm. mætti niður á bryggju, þar sem Danfríður Skarphéðins- dóttir og Þórdís Arthúrsdóttir tóku á móti hópnum úr Reykj- avík, og bjó sig undir daufan dag í kynnisferð um fæðingarbæinn, sem hann hélt að hann þekkti út og inn. Ferðin hófst á því, að ekinn var hringur um bæinn og Þórdís sagði sögu hans og óf í frásögnina 'róðleiksmola og smáskrítnum frá- sögnum af hinu og þessu. Litið var inn í eitt frystihúsið, þar sem á sumrin er sýnd mynd um fisk- verkun frá upphafi til enda, og ferðamönnum gefst kostur á að sjá fisk augliti til auglitis en það ku óhemju vinsælt. Við litum líka við í slippnum og skoðuðum togarann sem ekki er hægt að selja. Reyndar hafði sú hugmynd komið fram hjá hópi „alvöru“ ferðamanna að draga skipið út fyrir, stilla því upp á fjörubakkanum og innrétta sem hótel. Því ekki það? (Sú hugmynd hefur einnig heyrst, að gaman væri að innrétta Kútter Sigurfara sem krá og sjávarréttaveitinga- hús, þar sem tilvalið væri að hressa sig við eftir safnskoðun.) Þegar þessu öllu var lokið var kominn kaffitími og stoppað var í Stillholti til að nærast og skiptast á skoðunum. Allir voru mjög hrifnir, og margar gagnlegar uppástungur komu fram yfir kaffibollunum, sem kannski óþarfi er að tíunda. Það kom til að mynda fram að ferðamenn spyrja mikið eftir sjóstangaveiði og hestaleigu og væri upplagt fyrir framtaksama Akurnesinga að bjóða uppá ann- aðhvort eða hvorutveggja, á ferðamannavertíðinni. Áhuga- sömum er bent á að tala við Danfríði en viðtalstímar hennar eru á þriðjudögum milli 17 og 19 í síma 2330 eða í eigin persónu að Skólabraut 31. Það skal tekið fram að í júní verður Danfríður við alla virka daga frá 11-18. Eftir kaffið var Byggðasafnið Görðum skoðað og loks var Akra- prjón heimsótt og skoðaður nýr sérhannaður prjónafatnaður, sem þar er framleiddur. Að lokum voru gestimir leystir út með gjöf- um og fékk hver eina af hinum glæsilegu prjónaflíkum. Þær stöllur Danfríður og Þórdís voru að vonum ánægðar með velheppnaða kynnisferð, en það skyggði þó ögn á fagnaðinn hve fáir mættu af þeim sem von var á. Daginn áður hafði Danfríður Ferðamálaráð Akraness hefur tekið að sér umboð fyrir ferða- skrifstofurnar Farandi og Terru. Það veitir almenna ferðaþjónustu og selur meðal annars flugmiða og þess háttar. Þess má geta að Farandi hefur verið með heimsreisurnar, sem verið hafa svo vel sóttar. Fyrir hringt á yfir 40 staði og fengið 26 jákvæð svör, en þegar upp var staðið mættu einungis 10. Meðal þeirra sem þáðu boðið var frétta- maður útvarps, fulltrúi frá Ferða- málaráði Islans, Farfuglum, Landi og Sögu, Hótel Hofi og fleirum. SEÞ ferðaskrifstofuna Terru selur Ferðamálaráð Ítalíuferðir, bæði á ítölsku ríveríuna og að Garda- vatni. Bæklingar liggja frammi á skrif- stofunni Skólabraut 31 sem opin er 17 - 19 á þriðjudögum út maí, en frá 11 til 16 alla virka dag í sumar frá og með 1. júní. Síminn er sem fyrr segir 2330. Byggðasafnið að Görðum. „Feróin skemmti lega uppbygg5“ - segir Bima G. Bjamleifsdóttir hjá Ferðamálaráði íslands um kynnisferðina um Akranes Ég gat króað Bimu G. Bjarn- leifsdóttur frá Ferðamálaráði Is- lands af að kaffidrykkjunni lok- inni, og spurði hvernig henni litist á Akranesferðina. Hún sagði að sér litist ljómandi vel á hana, og að hún fagnaði þessu framtaki Skagamanna. Hún sagði að boðið væri upp á góða Auglýsið í Skagablaðinu bæjarferð, þar sem kæmi fram bæði saga og mannlíf. Ferðin væri skemmtilega uppbyggð og leið- sögumaðurinn segði skemmtilega frá. Að lokum kvaðst hún vona að ferðirnar yrðu vel sóttar í sumar bæði af útlendingum og ekki síður af íslendingum. Okkur gafst ekki tóm til að ræða betur saman því allir hinir voru komnir út í rútu og farnir að bíða. Við þessi orð Birnu má þó bæta því við að alls óvitlaust er fyrir unga Akurnesinga sem lang- ar að fræðast um bæinn sinn að skella sér í hópferð með Þórdísi og Villa í sumar. Það er bæði fróðlegt og stórskemmtilegt. SEÞ „Hann Jóhannes Finn- ur átti þessa hugmynd" - segir innheimtufulltriiinn um auglýsingu bæjarins á Rás 2, stöðinni sem ekki heyrist á Skaganum Það ætti ekki að hafa faríð fram hjá neinum sem hlustar á Rás 2 (já vel á minnst, og nær henni!) að gjalddagi bæjar- gjalda var 15. þessa mánaðar. Sú nýstáriega leið var farin að fá Jörund Guðmundsson til að grátbiðja og hóta á víxl gleymn- um Akurnesingum, til að fá þá til að borga á réttum tíma. Við höfðum samband við Þorvarð Magnússon innheimtu- fulltrúa, Dodda, og spurðum hann um tilurð auglýsingarinn- ar. Hann sagði, að Jóhannes Finnur bæjarritari hefði átt hug- myndina, þá hefði langað að breyta til, enda virtist fólk vera orðið ónæmt fyrir þessum venjulegu dagblaðaauglýsing- um og tilkynningum í útvarpi. Þeir, sem hefðu heyrt auglýsing- una væru jákvæðir og það virtist ekki fara fyrir brjóstið á fólki þó hún væri ögn ruddaleg í byrjun. Þorvarður sagði líka að kostnaður við auglýsinguna væri minni en þau hefðu haldið, litlu meiri en við hefðbundnar útvarpsauglýsingar. Aðspurður hví þau hefðu val- ið Rás 2 til að auglýsa fyrir Akurnesinga þó hún heyrðist illa eða ekki svaraði hann því til, að vonandi ýtti þetta undir ráða- menn útvarpsins að bæta hlust- unarskilyrði hér. Akranes væri líka fyrst til að auglýsa svona á Rás 2 og það vekti athygli á bænum. Hann benti líka á að Akranes hefði verið fyrst til að auglýsa bæinn á nýstárlegan hátt í sjónvarpi og hefði sú auglýsing skilað árangri í aukn- um áhuga. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.