Skagablaðið


Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 7
Söguleg hnattsigling ms Akraness—umhverfis hnöttinn á 120 dögum: Fjölbrautaskóli Akraness. Verður hann sameiginleg eign allra sveitarfélaga á Vesturlandi? Fjölbrautaskólinn af- hentur á silfurfati? - miklar umræöur um Fjölbrautaskóla Vesturiands í bæjarstjóm Miklar umræður urðu um Fjölbrautaskóla Vesturlands á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag í síðustu viku. Tóku flestallir bæjarfulltrúar til máls en hörðust orðaskipti fóru miUi þeirra EngUberts Guðmunds- sonar (AB) og Ragnheiðar Olafsdóttur(S). Þau tvö þekkja þetta mál manna best, hún formaður skólanefndar Fjölbrautaskólans, þar sem hann situr líka, og hann er formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi en það er á fundum þeirra samtaka sem stofnun Fjölbrautaskóla Vesturlands hefur verið rædd mest. Þá fundi situr Ragnheiður einnig. Engilbert hóf umræðuna með því að leggja til, að bæjarstjórn samþykkti strax aðild að Fjöl- brautaskóla Vesturlands, það væri enda óeðlilegt að bærinn væri að þrýsta á sveitarstjórnir Vesturlands að samþykkja samn- inginn en gera það svo ekki sjálfur. Nú hafa Stykkishólmur, Borg- arnes og Dalasýsla þegar sam- þykkt aðild og flestir oddvitar Mýrarsýslu eru málinu jákvæðir að sögn Engilberts. Hann benti á, að bærinn gæti hugsanlega sparað sér 1 1/2 milljón króna útgjöld á næsta ári í lækkuðu fjárframlagi til skólans. Hlutur ríkis í heimavist yrði 100% og bærrinn fengi endur- greindan útlagðan kostnað og þar sem byggingarkostnaður stefndi í að vera undir „norm“ kostnaði áætluðum af menntamálaráðu- neyti, fengjum við meira til baka en lagt hefði verið í bygginguna. Kostnaðarskipting Hörður Pálsson(S) tók næstur til máls og kvaðst ekki tilbúinn að greiða samningnum atkvæði að Ef ykkur liggur eitthvaö á hjarta þá ér síminn: 2261 svo stöddu, hann væri óánægður með kostnaðarskiptinguna og líka með það, að Akranes hefði ekki meirihluta í framkvæmdanefnd skólans. Akranes hefði aðeins 2 atkvæði af 5. Guðmundur Vésteinsson (A) sagði að eðlilegt væri að bíða og sjá hvort hinir samþykktu samn- inginn áður en greidd yrðu at- kvæði. Hann vildi einnig bæta við endurskoðunarákvæði í samning- inn. Ragnheiður var sammála Herði, kvað reyndar fastar að orði og sagði að fjárhagslegur ávinningur Akranesbæjar væri enginn, heldur fylgdi samningn- um aðeins kostnaður. Sem dæmi nefndi hún skólaakstur, sem yrði mjög mikill. Daglegur akstur í Borgarnes og Ólafsvík og auk þess akstur við upphaf og lok hverrar annar og um helgar fyrir nemendur komna lengra að. Sam- vinnu við önnur sveitarfélög hlyti og að fylgja aukinn stjórnsýslu- kostnaður. Ragnheiður sagðist ekki sjá af hverju við ættum að fara út í samvinnu við önnur sveitafélög um rekstur skólans ef fjárhagslegur ávinningur yrði enginn. Þá væri nær að reka hann áfram ein en innheimta námsvist- argjöld af öllum nemendum. Ragnheiður sagðist vera sam- mála Engilbert um að bæjarstjórn Akranes hefði átt að skrifa undir fyrst af öllum, en hún hefði þá átt að vera með í samningakarpinu frá upphafi. Hún sagði að vissu- lega hefði Engilbert staðið sig vel -fyrir sveitarstjórnir Vesturlands, sem fengju skólann nánast að gjöf Ragnheiður Engilbert Ólafsdóttir (S) Guðmundsson (AB) samkvæmt þeim samningi sem fyrir lægi. Þau Steinunn Sigurðardóttir og Jón Sveinsson (F) sögðust vera tilbúin að samþykkja samninginn strax þó þau hefðu viljað að hin sveitarfélögin tækju aukin þátt í kostnaði, Jón stakk upp á að fjölga fulltrúum í framkvæmda- nefnd um einn, þannig að Akra- nes hefði 3 á móti hinum sveitarfé-1 lögunum. Þau sögðust sannfærð um að ekki hefði verið hægt að ganga lengra en gert hefði verið og Engilbert hefði staðið sig vel. Hrökkva eða stökkva Að lokum stóð Engilbert upp aftur og sagði að nú hefði samn- ingaþref staðið síðan 1978 eða 1979 og ekki yrði komist lengra, nú væri bara að hrökkva eða stökkva. Hann kvaðst undrandi á óánægju bæjarfulltrúa með samn- inginn, sérstaklega Ragnheiðar því ef hún tryði því sem hún segði hefði hún aldrei átt að láta málið ganga svona langt. En varðandi „gjöf“ Akraneskaupstaðar til sveitarfélaga Vesturlands sagði hann að eignir skólans væru okkar framlag, en samningurinn væri uppsegjanlegur með 8 mánaða fyrirvara og þá væri skólinn okkar eign. Hann sagði líka að sér fyndist aðalatriðið með Fjölbrauta- skóla Vesturlands að skólinn stækkaði og stæði á styrkari grunni sem skóli, burtséð frá fjárhagsleg- um ágóða sem hann héldi þó yrði einhver. CCT, Fengu blíðari móttökur í Japan en sæfaramir í Shogun - lögðu 27614 mílur ao baki á sögulegu fjögurra mánaöa löngu úthaldi Það var mikið um dýrðir og margt um stórmenni þegar ms Akranes lagðist að bryggju í Grundartangahöfn á uppstigningardag eftir að hafa siglt umhverfis hnöttinn á 120 dögum, fyrst íslenskra skipa. Sögulegri ferð var lokið á farsælan hátt en ekki var stoppað lengi. Skipið hélt að nýju úr höfn eftir 30 klukkutíma stopp, áleiðis til Þorlákshafnar og þaðan til Danmerkur með vikurfarm. Sannarlega í nógu að snúast hjá áhöfninni og víst er að meðlimir hennar eru ekki mikið heima við. Einhverjir munu þó hafa komið ■ land eftir þessa rosalegu útivist en í ferðinni lagði sldpið að baki 27614 sjómflur. Já, það var mikið um dýrðir á fimmtudag, gjafir voru afhentar og bjórinn (þið vitið, þessi sem er bannaður á íslandi) flaut í stríð- um straumum. Ekki bar á öðru en hann rynni vel niður og ræður voru fluttar í bak og fyrir. Útsend- ari Skagablaðsins hélt sig bara við kaffið enda hélt hann enga ræðu. Að öllu gamni slepptu var þetta sannkölluð gleðistund og það var ekki laust við að það væri stolt í augum Ingimundar Sigurpálsson- ar, bæjarstjóra, er hann afhenti skipstjóranum, Jóni Magnússyni, gullfallega ljósmynd af Akranesi að gjöf.í staðinn fékk Ingimundur mynd af skipinu og tók við henni fyrir hönd bæjarins. Byggðasafnið að Görðum fór heldur ekki varhluta af komu skipsins til hafnar. Gunnlaugur Haraldsson safnvörður, fékk í sinn hlut íslenska fánann, sem notaður var í þessari sögulegu ferð, auk hnattkorts, þar sem á verður teiknuð siglingaleið skipsins, og skipsbjöllu, sem reyndar verður afhent síðar. Þá afhenti fulltrúi Grundartanga- verksmiðjunnar áhöfninni mynd af verksmiðjunni og hafnarsvæð- inu að gjöf. Eins og vænta mátti á stund sem þeirra á fimmtudag voru sagð- ar sögur í bak og fyrir og margar voru bráðsmellnar. Ein var á þá leið, að yfirvöld í Osaka, sem sýndu áhöfninni mikinn heiður, hefði seint eða aldrei ætlað að hætta að biðja afsökunar á því að stúlka, sem kom um borð í skipið til þess að afhenda blóm, var í síðbuxum en ekki pilsi. Veður var vont þegar atvikið gerðist og því fannst engum úr áhöfninni merki- legt þótt stúlkan væri ekki berlær- uð á ferð en Japanirnir, sem kalla nú ekki allt ömmu sína þegar kurteisi og siðfágun er annars vegar, voru nánast miður sín yfir síðbuxunum. Hér á eftir fer mjög stutt ferða- saga allt frá því skipið lagði úr höfn þann 16. janúar þar til það kom í höfn sl. fimmtudag. „Dagana 14.- 16. janúar 1985 lestaði Akranes 6308 tonn af kísiljárni frá íslenska Járnblendi- félaginu hf á Grundartanga. Eig- endur farmsins voru Sumitomo Corporation í Tokyo, en þetta stórfyrirtæki keypti 15% eignar- hluta í Islenska Járnblendifélag- inu á síðasta ári og skuldbatt sig til að kaupa 20 - 25.000 tonn af kísiljárni á hverju ári. Ms Akranes hélt frá Grundar- tanga á miðnætti miðvikudaginn 16. janúar. Siglt var sem leið lá til Gíbralt- ar, þar sem skipið tók olíu og vistir þann 24. janúar. Þann 31.janúar var komið til Port Said og rúmum sólarhring síðar var Suez-skurðurinn að baki og skipið sigldi í logni og blíðu suður Rauðahafið. Þann 5. febrúar var farið hjá Aden og haldið inn á Indlandshaf með stefnu á Singapore en þar var tekin olía og vistir að nýju þann 17. febrúar. Skipið kom til Osaka 28. febrú- ar kl. 1600 og hafði því verið tæpan 41 sólarhring á leiðinni. Ferðin til Japan gekk í alla staði mjög vel og tók heldur styttri tíma en áætlað hafði verið. Vegalengdin frá Grundartanga til Osaka gegnum Suez er um 12.000 sjómílur. í Osaka var losað 4061 tonn af fármi skipsins föstudaginn 1. mars. Skipið kom ekki að bryggju í Osaka heldur var því lagt við staura og kísiljárnið losað í fljóta- pramma. Sýndur sómi Hafnaryfirvöld í Osaka sýndu skipi og áhöfn þess þann sóma að koma um borð í skipið og bjóða það sérstaklega velkomið til Jap- an en ms Akranes er fyrsta íslenska skipið sem kemur í japanska höfn og fyrsta íslenska skipið sem fer hringinn í kringum hnöttinn. Fulltrúar Osakahafnar færðu skipstjóra blómvönd af þessu tilefni og færðu útgerð og skipi áletraðan skjöld af Osaka Tower til minningar um komu skipsins til Osaka. Móttökurnar voru þeim mun betri og hlýrri en hjá áhöfn- inni í Shogun-þáttunum. Frá Osaka var haldið til Kawa- saki og þar voru losuð 2256 tonn af járnblendi. Frá Kawasaki sigldi skipið tómt þriðjudaginn 5. mars áleiðis til Dalian í Rauða Kína. Þann 9. mars var lagst við ankeri utan við Dalian í Gula hafinu. Þar biðu þá um 150 skip eftir afgreiðslu þ. e. a. s. eftir lestun eða losun. f höfnum sem slíkar aðstæður skapast við er venjan að útflutn- ingur fær forgang. Engu að síður mátti ms Akranes bíða við ankeri í sjö daga. Lestun tók aðeins rúman sólarhring og sigldi skipið þann 17. mars með um 6000 tonn af magnesite til Baltimore í USA. Mótvindur Kyrrahafið er langt og skipið fékk stöðugan mótvind stóran hluta leiðarinnar og kom til Los Angeles þann 7. apríl til að taka olíu og vistir. Eftir 10 tíma stopp var haldið af stað suður með vesturströnd Ameríku og kom skipið til Balboa (Panama skurðurinn) þann 20. apríl. Mörg skip biðu við vestanverð- an skurðinn og þar varð nær sólarhrings bið áður en haldið var í gegnum skurðinn. Siglingin í gegnum Panamaskurðinn tekur 12 - 18 klst. eftir aðstæðum. Kl. 0800 þann 22. apríl var Panama skurðurinn að baki og var því stefna tekin í norðurátt til Baltimore. Til Baltimore kom skipið kl. 1300 þann 30. apríl og hófst losun strax. Strax að losun lokinni að kvöldi 1. maí var siglt til Lampert Point (Norfolk) til að lesta fullfermi af kolum 'fyrir íslenska Járnblendi- félagið. Lestun hófst fimmtudaginn 2. maí og skipið sigldi síðan þann 3. maí með 7100 tonn af kolum áleiðis til Grundartanga.“ tvívegis brotist inn í sprengiefnageymslu bæjarins Seint á fyrra sunnudag barst lögreglunni tilkynning um að búið væri að sprengja upp hurðina að sprengjuefnageymslu Akranes- bæjar inni við Berjadalsá. Að sögn Sigurðar Þorsteinssonar, hafnarverkstjóra, hefur einskis verið saknað úr geymslunni en þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þarna er brotist inn. Nokkuð var af sprengiefni í geymslunni á sunnudag en hefur oft verið miklu meira, mest upp í hálft annað tonn. „Ég hef nú frekar þá trú að menn hafi sprengt upp lásana á hurðinni af forvitni einni saman fremur en einhver hafi ætlað sér að stela sprengiefninu,“ sagði Sig- urður er Skagablaðið ræddi við hann eftir atvikið. „Þeir, sem hafa brotið þetta upp, hafa senni- lega ekki vitað hvað var á bak við hurðina og langað til að komast að því.“ Sigurður sagði að allt sprengi- efni hefði nú verið fjarlægt úr geymslunni og því komið fyrir á öðrum stað en brýnt væri orðið að fá nýja hirslu því sú garúla stæðist engan veginn þær kröfur, sem gerðar væru til hennar. Dínamit væri stórhættulegt efni ef ein- hverjir kæmust í það, sem ekki kynnu með það að fara, og væri rétt að nota tækifærið nú að brýna fyrir öllum hver hættan væri sam- fara sprengiefninu. Afkasta- mikið bæjarráð Met í afgreiðslu mála í bæjar- ráði var sett fimmtudaginn 9. maí sl. Afgreidd voru 40 mál og hafa þau aldrei verið fleiri á einum fundi. Fundurinn stóð í rúma 8 tíma eftir því sem segir í fundargerð. Hann var settur klukkan 17 og var slitið klukkan 01.20. Auk bæjar- ráðsmanna, Guðjóns Guðmunds- sonar, Guðmundar Vésteinssonar og Ingibjargar Pálmadóttur, sat Engilbert Guðmundsson sem áheyrnarfulltrúi. Auk þeirra voru bæjarstjóri og bæjarritari við- staddir. Söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn Það gerist alltaf af og til að ung og dugleg börn koma á ritstjórnarskrifstofu Skagablaðsins að Suðurgötu 16 og biðja okkur að koma á framfæri peningum, sem þau hafa safnað. Iðulega eru peningarnir ætlaðir líknarfélögum og framtak barnanna í senn þarft og göfugt. Þessi þrjú ungmenni komu til okkar fyrir stuttu og höfðu þá safnað 417 krónum handa Rauða krossi íslands. Þau eru frá vinstri: Þórður Guðmundsson, Ásdís Árnadóttir og Ármann Árnason. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.