Skagablaðið


Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 11
Sól, sél, skín ámig Það er ekki að því að spyrja þegar sólin hellir gcislum sínum yfir mannfólkið — allt tekur á sig annan blæ. Það var sannkall- að sumarveður á mánudaginn hér á Skaga sem annars staðar á SV-horninu enda iðaði bærinn af mannlífi. Þegar þannig viðrar er hreint ekki hægt að gera sjálfum sér það að sitja á rassin- um við skriftir ef nokkur kostur er á öðru svo við Skagablaðs- menn gáfum skít í skyldurnar um stund og brugrðum okkur vítt og breitt um bæinn. Inni á Langasandi rákumst við á hressa krakka, sem létu það ekki á sig fá þótt lofthiti væri ekki verulega mikill og busluðu um í sjónum. Að sjálf- sögðu var lítið mál að gefa sér smátíma til þess að leyfa ljós- myndaranum að smella af mynd. Innar á sandinum rák- umst við á stálpaðri stráka sem voru að leika sér með plastbát og skipti það þá greinilega engu máli þótt þeir vöknuðu eilítið. Það var bara skemmtilegra sögðu þeir. Prófin í Fjölbrautaskólanum standa nú sem hæst og það vita allir, sem einhvern tíma hafa setið á skólabekk og undirbúið sig fyrir próf, að veður eins og var á mánudg er versti óvinur nemandans. Sumir sáu sér leik á borði og brugðu sér út undir bert loft til lestrar eins og heimavistarbúarnir, sem við rákumst á á ferð okkar. Hún kom aftan að þeimfélögunum aldan í bókstaflegri merkinu þegar þessari mynd var smellt af á Langasandi. Ekki var fjörið minna við höfnina. Þarvar Einar Jónsson, fyrrum bæjarbókari, að gera sig kláran í fyrsta róðurinn ásamt mági sínum en þeir keyptu fyrir skemmstu 7 tonna bát, sem gefið hefur verið nafnið Anna Halldórs. Amma Einars mun hafa heitið því nafni. Það þurfti ekki annað en að hreyfa höfuðið um nokkrar gráður til þess að koma auga á nýtt myndefni við höfnina. Bát- ar voru að koma inn til löndunar og á bryggjunni stóðu menn af eldri kynslóðinni og ræddu málin. Magnús í Efstabæ Vil- hjálmsson og Sigurður á Geirs- stöðum voru á meðal þeirra sem við festum á filmu þennan blíðviðrisdag. Myndirnar segja annars meira en frekari orða- lengingar. Netin gerd klár fyrir fyrsta róður. Hafið heillar alltaf og svo virtist einnig í tilviki þessarra ungu manna, sem dóluðu um á plast- bátnum. Pegar svona viðrar er bara að drífa sig út til Tveir gamlir rœðastvið, Magnús í Efstabœ og að lesa. Sigurður á Geirsstöðum. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.