Skagablaðið


Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 ■ ■■■■ ■ Bryggjuframkvœmdirnar“ að Göröum. Skagamaðurinn og stórlista- amaðurinn Vignir Jóhanns- son opnar á laugardag mynd- listarsýningu í Listmunahús- inu, Lækjargötu 2 í Reykja- vík. I stuttu spjalli við lista- manninn í vikunni kom fram, að á sýningunni eru yfir 40 verk og eru þau öll að örfáum undanskildum unnin á þessu ári. Allt eru þetta málverk en Vignir hefur að mestu lagt grafíkina á hilluna — a.m.k. umstundarsakir. Vignirsýndi í Listmunahúsinu fyrir réttum 3 árum og fékk sú sýning hans frábæra dóma. Vignir hefur mörg undan- farin ár verið búsettur í Bandaríkjunum en alltaf komið heim til íslands af og til, nú síðast um jólin. Ekki er að efa að margir Skaga- menn munu leggja leið sína í Listmunahúsið á næstu vikum til þess að berja nýjustu verk Vignis augum. Tilraunir á efnisgeymslu SR: Tuttugu tegund- ir múrhúðunar Undanfarna daga hefur verið unnið við að setja einangrunar- plast á neðri hluta efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar. Þessi hluti hússins var illa farinn, þar sem steypustyrktarjárnið hefur legið það utarlega í steypunni að ryðmyndun hefur náð að sprengja steypuna frá járainu. Síðastliðið sumar var gert við skemmdirnar og átti þá að setja einangrunina á en vegna slæmra veðurskilyrða var því ekki við komið. Neðri hluti hússins skiptist í 20 bil en súlur, sem bera uppi rörið, sem skeljasandinum er dælt um, mynda þessi bil. Nú mun ætlunin að gera tilraun- ir með múrhúðun utan á plastið. Mun múrinn blandaður á ýmsa vegu og hver blanda sett í eitt bil, þannig að hægt verður að gera 20 mismunandi blandanir f múrhúð- unina á þennan hluta hússins. Fyrir ofan þennan hluta hússins er járnklæðning þannig að mikill vatnselgur hlýtur að mæða á neðri hlutanum. Þannig ætti þessi til- raun að gefa góða hugmynd um styrk mismunandi múrblandna í hinni slæmu veðráttu, sem við búum við í þessu landi. Meðfylgjandi mynd sýnir hinn nýeinangraða hluta hússins. t. . ... , ó f I A, : * ii |» j f- Erír * . „Bryggjuframkvæmdir“ aö Göröum: Sigurfari senn endanlegaíhöfn Menn kann að reka í rogastans Meira en áratugur er nú liðinn er þeir koma að byggðasafninu að frá því Sigurfari kom hingað til Görðum þessa dagana því þar eru landsins en það var á þjóðhátíðar- nú að hefjast framkvæmdir við árinu 1974. Hann var tekinn á bOggjusmíði. Já, bryggjusmíði á land vesturfrá hjá Þorgeir & Ell- þurra landi. ert og síðan upphófust miklir Skýringin á þessu er einfaldlega erfiðleikar við að koma skipinu sú, að gera á litla göngubryggju alla leið inn að Görðum. Það meðframkútterSigurfara,þannig hafðist með miklum tilfæringum að hann kemst senn endanlega í en áður en svo gat orðið þurftu höfn. nokkrir ljósastaurar að víkja. Frá flutningunum á Sigurfara 1974. Myndin er tekin þar sem verið var að draga skipið eftir Krókatúninu. Eigendur bílgaima fá síóustu aivönm Heilbrigðisfulltrúi bæjarins, Guðni Halldórsson, og lögreglan héldu í síðustu viku í yfirreið um bæinn og límdu viðvörunarmiða á bfla, sem eru í hirðuleysi á götum bæjarins. Var eigendunum gefinn 7 daga frestur til þess að fjarlægja bflana — annars yrði það gert á þeirra kostnað. Að sögn Svans Geirdal hjá lögreglunni voru 35 slíkar viðvar- anir límdar á bíla í bænum í þessari yfirreið og væri nú bara að sjá hver árangurinn yrði. Frestur- inn hefði runnið út í gær og ef ekkert hefði gerst þá væri ekki um annað að ræða en að senda bílana í Vökuportið í Reykjavík. Skagabiaðið vill benda lesend- flytur starfsemi sína um set þessa um sínum á svo og auglýsendum, sömu helgi. að blaðið í næstu viku kemur út á Við ítrekum því, að Skagablaö- fimmtudag — ekki miðvikudag. ið kemur út á fimmtudag í næstu Þessi breyting á útgáfunni staf- viku, en eftir það verður útgáfan ar af því að hvítasunnan fer í á miðvikudögum eins og ákveðið hönd og þar með er næsti mánu- hafði verið. Auglýsendum viljum dagur orðinn að frídegi. Einnig viðbendaá.aðallrasíðastifrestur spilar það inn í að Borgarprent, til að koma inn auglýsingum er til þar sem Skagablaðið er prentað, hádegis næsta miðvikudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.