Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 30.05.1985, Qupperneq 1

Skagablaðið - 30.05.1985, Qupperneq 1
SA keypti málverk af Vigni J. Sjúkrahús Akraness hefur fest kaup á málverki eftir Vigni Jóh- annsson og nefnist það Átök í Glym. Um er að ræða olíumál- verk, 1.38 x 1.20 að stærð, málað á striga á þessu ári. Kaupin fóru fram aðeins nokkrum mínútum eftir að sýning Vignis í Listmuna- húsinu við Lækjargötu í Reykja- vík var opnuð sl. laugardag. Fjölmenni var við opnun sýn- ingarinnar, þó tæpast eins margt og við opnun sýningar Vignis á sama stað fyrir réttum þremur árum. Á meðal gesta á laugardag voru margir Akurnesingar, bæði gamlir vinir og kunningjar lista- mannsins sem og aðrir áhugasam- ir. Margir leikarar úr Iðnó, en þar starfaði Vignir um árabil, voru ennfremur við opnunina og þar var sömuleiðis einn þingmaður (þó ekki úr Vesturlandskjör- dæmi) og svo forseti bæjarstjórn- ar Akraness. Vel kann þó að vera að fleiri fyrirmenni hafi verið við opnunina því Skagablaðið var ekki á ferð fyrr en 45 mín. eftir að sýningin hófst formlega. Á sýningunni í Listmunahús- inu, sem stendur til 9. júní, eru 40 verk, allt olíuverk, ýmist máluð á striga, hessianstriga, pappír eða blý. Mengun við Akraneshöfn Við hér á Skagablaðinu og reyndar fleiri höfum vakið athygli á þeim úrgangi frá Sementsverksmiðju ríkisins, sem litar sjóinn í og við höfnina en á þessari loftmynd, sem Skagablaðið tók í síðustu viku kemur berlega í ljós, að það eru fleiri sekir um mengun sjávarins en SR. Ljósi flákinn í bryggjukrikanum, til vinstri á myndinni, er enn meira áberandi en úrgangur SR. Að því er við komumst næst kemur hann frá SFA. Ekki beint laglegt fordæmi þetta. „Hreint siðleysi - regfu- gerðinni verður að breyta“ - segir Haraldur Sturlaugsson, forstjóri HB & Co., um 400 þúsund króna sekt, sem fyrirtækið var dæmt til að greiða fyrir kvótatilfærslu á milli skipa. „Það er alltaf verið að hamra á því að útgerðarfyrirtæki landsins eigi að sýna aðhald og spara í rekstrinum en svo þegar slíkt er gert kallast það fordæmi og maður sektaður fyrir vikið,“ sagði Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB & Co. er Skagablaðið ræddi við hann í vikunni í kjölfar þess að fyrirtækið var sektað um 382.000 krónur fyrir færslu á loðnukvóta á milli skipa í lok loðnuvertíðar í mars. Forsaga málsins var sú, að HB & Co. færði hluta af 400 tonnum, sem Rauðsey átti óveitt af sínum loðnukvóta, yfir á Höfrung til þess að hann gæti siglt með full- fermi til Danmerkur, þar sem hann seldi aflann fyrir þrefalt hærra verð en hefði fengist fyrir hann hér. Höfrungur seldi 808 tonn ytra. Ekki lá fyrir endanlegt svar vegna fyrirspurnar um þessa til- færslu er báturinn sigldi en eins og Haraldur Sturlaugsson sagði: „Við tókum þama áhættu. Beiðn- inni var hins vegar að endingu hafnað af hálfu sjávarútvegsráð- herra.“ Það merkilega við þetta allt saman er, að í janúar fór HB & Co. fram á að Höfrungur fengi að veiða þau 500 tonn, sem Rauðsey átti þá eftir af kvóta sínum. Það leyfi fékkst en var háð því að Rauðseyan skilaði umræddum kvóta aftur til Höfrangs ef kvóta- aukning kæmi til, sem svo reyndar gerðist. Það sem leyft var í janúar var hins vegar ekki leyft í lok mars. „Maður er vanur að fylgja þeim reglum og reglugerðum, sem sett- ar eru,“ sagði Haraldur Sturlaugs- son, „en þegar reglugerðirnar stríða á móti öllum lögmálum er þetta komið út í hreint siðleysi. Þessari reglugerð verður að breyta og ef það þarf einhver læti til þess að svo verði þá verður að hafa það.“ — Ætlið þið þá ekki að greiða sektina? „Við áttum að vera búnir að Haraldur Sturlaugsson. greiða þessa upphæð þann 14. maí sl., en höfum ekki komist til þess enn. Þessi upphæð er svipuð og það kostar að kaupa flísar á allan vinnslusalinn hjá okkur og við erum að hugsa um að kaupa þær. Láta hitt bíða um stund og sjá hvað setur.“ Samiðumtjaldstæði Gengið hefur verið frá samningum við KFUM og K um tjaldstæði á lóð félaganna á horni Þjóðbrautar og Garðabrautar. KFUM og K leggja til snyrtiaðstöðu og sjá til þess að hún sé opin þegar þörf er á. Grænt Ijós á hringtorg - Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti á fundi sinum í fyrradag að láta gera myndarlegt hringtorg á gatnamótunum illræmdu; Kirkjubraut/Kalmansbraut/Stillholt, þar sem fyöldi árekstra hefur orðið, nú síðast í síðustu viku. Það var annars nokkuð merkilegt við bæjarstjórnarfundinn á þriðjudag að hann hófst ki. 14 í stað 16 eða 17 venjulega. Skýringin var auðfundin; landsleikur íslendinga og Skota á þriðjudagskvöld.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.