Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 4
_ H Sl [a] □ [1 [ö] B1] Ul H H iu_ Akraborgin í „skveringu“ Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasírrii 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. íbúð óskast Óska eftir aö taka íbúö á leigu sem fyrst, helst 2ja herbergja. Öruggar mánaöargreiöslur. Tilboð sendist í pósthólf 170 merkt „íbúð“. IBUÐ OSKAST Læknir og kennari óska eftir 3ja herbergja íbúö á leigu á Akranesi í eitt ár, frá 1. júlí. Upplýsingar í síma 91-17243 eftirkl. 19. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir starfskrafti til afieysinga í sumar á skrifstofu HAB, Akranesi. Umsóknum skai skilað á skrifstofu HAB, iíirkjubraut 40, Akranesi, fyrir 1. júní n.k. Fiánari uppiýsingar veittar á skrifstof- unni í síma 2392. Fjölbrautaskólinn á Akranesi auglýsir: Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um skólavist á haustönn 1985 rennur út 6. júní. Nemendur sem verið hafa í leyfi þurfa að sækja um skólavist að nýju hyggi þeir á nám í haust. Sama á við um þá nemendur sem hættu námi á síðustu önn. Skólameistari Á þriðjudag í síðustu viku losaði Krossvík 140 lestir af fiski, um það bil 100 lestir voru karfi en hitt var þorskur og ýsa. Á fimmtudaginn í sömu viku kom Skipaskagi úr sinni fyrstu veiðiferð á þessu ári, enda verið í stórendurbótum. Afli hans í þessari veiðiferð var um 45 lestir, en einhverjar tafir urðu frá veiðum vegna smábilana sem komu í Ijós í þessum fyrsta túr eftir endurbætur. Flutningaskipið Haukur lest- aði 300 lestir af loðnumjöli á þriðjudag í síðustu viku frá SFA og mun það vera restin af loðnumjöli frá síðustu loðnu- vertíð. Sama dag lestaði Suður- landið hér saltfisk, aðallega frá H.B. & Co. Rólegt hefur verið yfir þorsk- veiðum undanfarna daga. Stærri bátarnir hafa aflað upp í kvóta sína en veiðibann og norðanstrekkingur hafa komið í veg fyrir veiðar smærri bát- anna. Nú er komið til fram- kvæmda veiðibann um helgar hjá bátum undir 10 lestum, og gildir það bæði um net og hand- færi. Akraborgin fór síðasta þriðj- udag í „skveringu", sem taka mun um viku tíma, t.d. botn- hreinsun, málningu ásamt ýmsu öðru sem gera þarf. 15-20 manna hópur frá Þorgeir og Ellert mun annast mestan hluta verksins. Ekki er þó hægt að taka skipið í lyftuna og verður sá hluti verksins unninn annars staðar. Þar sem verið er að fjalla um lífið í og við höfnina í þessum pistli væri það ekki úr vegi að minnast á þá tvo menn sem leggja endanlegan dóm á gæði aflans sem í land kemur. Það eru þeir félagar og fiskmats- menn Kjartan Guðjónsson og Guðmundur Árnason. Þeir hafa aðstöðu í nýbyggðu húsi, sem stendur efst á hafnargarðinum fyrir neðan Heimaskaga. Ákveðin prósentutala aflans úr hverju skipi fer til þeirra félaga sem meta fiskinn eftir stærð og gæðum. Þá verður hið endanlega verð aflans til, sem svo skiptist á milli útgerðar og áhafnar. Er því áríðandi að ástand fisksins frá sjómönnum sé eins gott og frekast er unnt því af því ræðst aflaverðmæti túrsins. Mjög annasamt hefur verið hjá þeim matsmönnum því mikið hefur verið róið að undanförnu, bæði hjá togurum og allt niður í trillur og gengið dável. Fiskmatsmennirnir hafa því þurft að vera vel flesta daga við vinnu. Guðmundur Arnason, fiskmats- maður. Spuming vikunnar — Notaðirðu sólardag- ana í síðustu viku til sól- baða? (Spurt í Samvinnu- bankanum á þriðjudag). Porleifur Sigurðsson: — Nei, ég get sagt þér það, að ég fór ekki í sólbað þessa daga og er yfirleitt lítið fyrir að liggja í sólbaði. Hef bara ekki þolinmæði í slíkt. Högni Reynisson: — Nei, ég hafði ekki tök á því, var að vinna. Ég held hins vegar að ég hefði miklu frekar farið út á sjó ef ég hefði átt frí. Gísli Geirsson: — Nei, ég fór ekki í sólbað, geri það sjaldan. Maður fer bara til útlanda ef maður ætlar í sólbað. Þorleifur Örnólfsson (kaffi- brúnn): — Ég var nú kannski ekki beint í sólbaði þessa daga en ég vinn úti við og hef þess vegna tekið lit. Jú, ég á það til að fara í sólbað. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.