Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 7
Glæsilegur árangur strákanna í 5. flokki Slæm byijun hjáHV Strákamir i IIV hafa ekki beint fengið þá byrjun á keppnistímabilinu sem þeir hefðu óskað sér. Um fyrri helgi léku þeir fyrsta leik sinn í 3. dcildinni, mættu þá Ár- menningum hér heima en töp- uðu 0:1. Áttu þó síst minna í leiknum. Um miðja síðustu viku mættu HV-menn svo Stjörnunni í 1. umferð bikarkeppninnar og máttu aftur bfða ósigur, nú 2:3 og það eftir framlengdan leik. Þóttu þau úrslit kannski ekki fyllilega sanngjörn þegar öliu var á botninn hvolft. HV mátti svo þola þriðja tapið í röð á heimavelli á laugar- daginn er liðið tapaði 0:2 fyrir Reyni frá Sandgerði. Þar fékk Lárus Guðjónsson að líta rautt spjald. Elís Víglundsson hefur ekk- ert leikið með HV í þessum leikjum — hefur verið að taka út þriggja leikja bann frá í fyrra — og kann það að hafa veikt liðið eitthvað. „Enga fýlu, góða, bara fara eftir leiðbeiningunum. “ Steinir segir einni dömunni til á æfingu. Orða- skiptin eru uppspuni okkar á Skagablaðinu. „Nei, ekki svona, heldur svona.“ Karl Þórðarson afhendir Birgi Leifi verðlaunaskóna. Birair Leifur kosinn maður maímánafar - hver fær júní-verðlaunin í 6. flokki? Hann Birgir Leifur Hafþórsson varð ekkert lítið ánægður þegar Skagablaðið bankaði upp á hjá hon- um á mánudagskvöld í fylgd Karls Þórðarsonar, uppáhaldsleikmanns hans í í A-liðinu, og Sigurðar Arnar Sigurðssonar, annars þjálfara 6. flokks, til þess að afhenda honum verðlaunin fyrir útnefninguna „leikmaður maí-mánaðar“ í 6. flokki. Birgir Leifur fékk knatt- spymuskó eins og tveir fyrri verð- launahafamir. Birgir Leifur er 9 ára gamall dugnaðarforkur á miðjunni f 6. flokki. Hann hefur æft knattspyrnu af þrótti í 3 ár og vonandi verður ekkert lát á eftir tilkomu nýju skónna. Sem fyrr sagði er Karl Þórðarson uppáhaldsleikmaður hans í ÍA-liðinu en í ensku knatt- spyrnunni heldur hann upp á Manc- hester United eins og svo margir á hansaldri. Uppáhaldsleikmenn hans í United eru þeir Jesper Olsen og Bryan Robson. Öruggur sigur á KR —gott veganesti fyrír átökin í Islandsmótinu Meistaraflokkur kvenna í knatt- spymu vann góðan sigur á stöllum sínum í KR er liðin mættust héma á Akranesi í æfíngaleik á mánudag. Lokatölur urðu 3:0 ÍA í vil eftir að jafnt hafði verið í hálfleik (0:0 ef einhver er í vafa). Karitas Jónsdóttir skoraði tvívegis og Ragnheiður Jón- asdóttir einu sinni. Fyrsti stórleikur sumarsins hjá stelpunum átti að vera í kvöld, gegn Víði frá Garði í bikarkeppninni, en ekkert verður af þeirri viðureign þar sem andstæðingamir gáfu leikinn. Stelpurnar mæta því Val í 1. deild- inni í fyrsta stórleiknum og fer sá leikur fram þann 5. júní í Reykjavík. íslandsmótið hjá stelpunum er hafið og mátti Valur þola 1:7 tap fyrir Breiðabliki í fyrsta leik. í sömu umferð vann KR ÍBK 4:0. Yngri flokk- ar í gang íslandsmót yngri flokkanna í knattspy rnu hófst í gær og einm- itt hér á Akranesi með leik IA og Fylkis í 3. flokki. Skagablað- inu var ekki kunnugt um úrslit leiksins er blaðið fór I prentun. Fjórði flokkurinn á að mæta Stjömunni í Garðabæ í kvöld en strákamir okkar töpuðu 0:3 fyrir Stjömustrákunum í Faxa- flóamótinu fyrr í vor. Vonandi tekst þeim betur upp í kvöld. — unnu Faxaflóamótið af öryggi, en 3., 4. og 6. flokkur höfnuðu allir í 2. sæti Frá vinstri: Hannes Þorsteinsson, mótsstjóri, Janus Bragi Sigurbjörnsson, Gunnar Júlíusson Vigfús Sigurðsson,JúlíusIngibergssonog Jósef Þorgeirsson, framkvœmdastjóri Þorgeirs & Ellerts, en hann afhenti verðlaunin í mótslok. Fimmti flokkur Skagamanna í knattspymu innsiglaði glæsflegan sigur sinn í Faxaflóamótinu með öraggum sigri á IBK um helgina, 6:1. Strákarair unnu alla leiki sína, 7 að tölu, og fengu fullt hús stiga. Staðan í hálfleik var 3:1 fyrir Skagamenn en í þeim síðari var bætt um betur og áttu Keflvíking- ar ekkert svar við beittum sóknar- leik okkar stráka. Ingimundur Barðason skoraði 2 mörk, en þeir Hreiðar Bjarnason, Kári Steinn Reynisson og tvíburabræðurnir, Amar og Bjarki Gunnlaugssynir, hver sitt markið. Um fyrri helgi unnu 5. flokks-strákarnir stórsig- ur á Breiðabliki, 6:0. Sem fyrr sagði unnu strákarnir alla sína leiki og markatalan varð einstak- „Eigum að hafa alla burði til að vera betri en í fyrra“ —segir Steinn Helgason, þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspymunni „Ef marka má úrslit þeirra leikja, sem fram hafa farið í vor tel ég fullvíst, að baráttan um íslandsmeistaratitilinn standi á milli okkar og Breiðabliks ef ekkert óvænt kemur upp á,“ sagði Steinn Helgason, hinn óþreytandi þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, er Skagablaðið greip hann í viðtal í vikunni. „Ég tel, að við ættum að hafa alla burði tU að vera með betra lið en í fyrra. Við höfum haldið okkar mannskap og fengið liðsauka en höfum reyndar ekki getað stiUt upp stekasta liði okkar í vor, t.d. hefur Laufey Sigurðardóttir verið meidd.“ Viðtalið við Stein fór fram rétt eftir að „stelpurnar hans“ höfðu unnið KR. 3:0, og í framhaldi af þeim sigri ræddum við um styrk- leika liðanna í deildinni. „Það er engin spuming um að Blikaliðið er feikilega sterkt eins og undanfarin ár. KR og Valur hafa einnig reynst okkur erfið og ég á von á að svo verði áfram í sumar. Valur tapaði reyndar 1:7 fyrir Breiðabliki í fyrsta leik en það var leikur, þar sem allt gekk upp hjá öðm liðinu — ekkert hjá hinu. Valsstelpurnar hafa misst tvo máttarstólpa og tvær til við- bótar vom ekki með í umræddum leik, þannig að hann gefur kannski ekki rétta mynd af getu liðsins. Veikari helmingur liðanna í deildinni er vafalítið Keflavík, ísafjörður, KA og Þór frá Akur- eyri.“ Mikill áhugi — Hvemig hefurðu undirbúið liðið fyrir sumarið? „Við höfum æft þrisvar í viku yfirleitt og síðan leikið æfingaleiki og tekið þátt í Faxaflóamótinu. Á sumrin em 2-3 æfingar í viku, allt eftir því hve þétt er leikið.“ — Hversu margar stelpur mæta að staðaldri á æfingar? „Við höfum verið með nokkuð stöðugan 18 manna (kvenna?) hóp og stelpurnar em mjög áhugasamar.“ — Nú ertu búinn að þjálfa kvennaliðið í mörg ár, finnst þér hafa orðið mikil breyting á knatt- spyrnunni hjá þeim? „Já, mikil ósköp, framfarirnar hafa orðið óskaplega miklar á ekki lengri tíma en þeim fimm árum, sem ég hef verið að þjálfa þær. Eftir því sem árangurinn hefur batnað hefur áhuginn aukist og þær em reiðubúnar að leggja mikið á sig til að ná settu marki.“ — Hvað með skilning á stöðu kvennaknattspyrnunnar, hefur hann breyst? „Viðhorf almennings eru orðin miklu jákvæðari en þau voru enda hafa orðið miklar framfarir í kvennaknattspyrnunni. Hins vegar verður því ekki neitað að ákveðnir forystumenn innan knattspyrnuhreyfingarinnar virð- ast enn þeirrar skoðunar að kvennaknattspyrna sé fyrirbngði sem ekki á rétt á sér.“ Strákar, stelpur—munur? — Nú hefurðu þjálfað bæði stráka og stelpur, er mikill munur þarna á? (Um leið vísaði blaðið til upplausnarástandsins í kvenna- handboltanum í vetur). „Já og nei. Æfingarnar eru kannski ekki svo frábrugðnar en hinu er ekki að neita, að þarf að koma allt öðru vísi fram við stelpur en stráka. Til dæmis held ég að sú upplausn sem ríkt hefur í kvennahandboltanum undanfar- in ár eigi rætur að rekja til þess að ekki var tekið á málum af neinni festu. Það er ekki sama hvernig farið er að stelpunum.“ Steinn var fyrir nokkm skipað- ur í svokallaða Kvennanefnd á vegum KSÍ, en sú nefnd sér um allt er lýtur að kvennaknattspyrn- unni. Við spurðum hann að því hvernig nefndin starfaði. „Starfsemin er nú einkum fólg- in í fundahöldum með vissu milli- bili, en stundum látum við símann nægja, þar sem ég er eini utanbæj- armaðurinn í nefndinni (þ.e. bú- settur utan höfuðborgarsvæðis- ins, innsk. Skagabl.) Við réðum t.d. nýverið landsliðsþjálfara kvenna, Sigurberg Sigsteinsson, til þess að annast liðið í ár.“ Þegar hér vár komið sögu var komið að lokum spjallsins við Steina en það má nefna hér í lokin, sem dæmi um hinn geysi- lega áhuga hans á kvennaknatt- spyrnunni, aðhann á orðið fjögur börn — þar af þrjár dætur af hverjum tvær em á kafi í fótbolt- anum — og það fimmta er á leiðinni — kannski enn ein stelpan? Það skyldi þó aldrei fara svo að Steini stýrði eigin kvenna- liði til sigurs í Islandsmótinu inn- an húss eftir áratug eða svo. Margt ólíklegra gæti gerst á ekki lengri tíma! SSv. lega glæsileg, 42:5. Frábær vörn og frábær sókn. Þjálfari 5. flokks er Egill Eiríksson en liðsstjóri er Fjölnir Þorsteinsson. 4. flokkurinn í stuði Strákarnir í 4. flokknum hafa heldur betur tekið við sér frá því við sögðum ekki alls fyrir löngu að við undmðumst „skrykkjótt“ gengi þeirra. Þeir hafa verið í miklum ham að undanfömu og möluðu IBK um helgina. Þeir höfðu vindinn í bakið í fyrri hálfleik og komust þá í 3:0 en lokatölur urðu 5:2. Stákarnir léku mjög agaðan fótbolta gegn ÍBK, stuttar og hnitmiðaðar sending- ar, og héldu boltanum vel niðri á móti vindinum. Oliver Pálmason og Þórður Þórðarson skomðu tvö mörk hvor og Jón Þór Þórðarson það fimmta. Strákarnir höfnuðu í 2. sæti í Faxaflóamótinu og voru með markatöluna 24:13. Þjálfafi þeirra er Gunnar Viðarsson en liðsstjóri Sigurður Villi Guðm- undsson. Skagablaðið fagnar þessari breytingu hjá strákunum og vonandi er að gengi þeirra á fslandsmótinu, sem er að hefjast, verði jafn glæsilegt og árangurinn undanfarið. Hverjir eru bestir? ÍA! Pollamir í 6. flokki máttu þola tap fyrir ÍBK, 0:2, og þar með vann ÍBK mótið en Skagamenn urðu f 2. sætinu. Ekki var Iaust við að sumum sárnaði tapið en strákarnir „tóku hringinn“ eins og sagt er í fótboltanum, eftir leikinn og hrópuðu hærra en nokkm sinni: „Hverjir em bestir? Skagamenn! Þaþnig á það líka að vera, menn verða að kunna að taka ósigri, en það má heldur aldrei gefast upp þó á móti blási. Keflavík lék undan strekkings- vindi og náði þá forystunni, 1:0. Með vindinn í bakið hugðu okkar menn gott til glóðarinnar í síðari hálfleik en þá brá svo við að andstæðingarnir skomðu strax aftur. Þrátt fyrir linnulausa sókn okkar manna leikinn á enda tókst þeim ekki að skora og urðu því að sætta sig við tap. Það vakti athygli að engir línu verðir vom á leiknum og verður slíkt að teljast ámælisvert í leik sem skiptir jafn miklu máli. Hér á Akranesi em alltaf línuverðir á öllum leikjum, án tillits til hvaða flokkur á í hlut. Hvað um það, 6. flokkur stóð sig frábærlega, hafði m.a. unnið Breiðablik 2:0 helgina áður með mörkum Stefáns Þórs Þórðarson- ar og Birgis Leifs Hafþórssonar, sem reyndar var kjörinn „leikmaður maí mánaðar“ í 6. flokki. Þjálfarar 6. flokks em Sigurður Arnar Sigurðsson og Rúnar Sigríksson. Liðstjóri er Bjarni Knútsson. Á elleftu stundu Annar flokkur er með mjög góða stöðu eftir 3 leiki, hefur unnið þá alla, markatalan 11:1. Mörgum leikjum þeirra hefur ver-. ið frestað og þeir eiga eftir að mæta ÍBK, Stjörnunni, Haukum og Aftureldingu en ættu að eiga góða möguleika á sigri í mótinu. Þjálfari 2. flokks er Jón Gunn- laugsson og má glöggt merkja handbragð hans á varnarleiknum en Jón var sjálfur einhver mesti miðherjaskelfir í 1. deildinni um árabil eftir að hafa sagt skilið við markaskorarastöðuna og tekið að sér að stöðva framherja andstæð- inganna upp úr 1970. Öldungamót Þorgeirs & Ellerts hjá Leyni á mánudag: Öruggur sigur Janusar Braga Janus Bragi Sigurbjömsson sá til þess að verðlaunin í öldungamóti Þorgeirs & Ellerts yrðu eftir hér á Akranesi á mánudag er hann Iék af miklu öryggi og tryggði sér yfirburðasigur í keppninni. Mót þetta er fyrst og fremst forgjafarmót, þótt veitt séu verðlaun fyrir bestu frammistöðu án forgjafar lika, og tóku þátt í því kylfingar frá Golfklýbbi Reykajvíkur og Golfklúbbnum Keili auk Skagamanna. Alls voru keppendur um 30. Janus Bragi lék 18 holurnar á samtals 79 höggum (41-38) en hann er með 15 í forgjöf og kom því inn á 64 höggum nettó. Lék því vel undir forgjöfinni sinni. Júlíus Ingibergsson, GR , varð annar á 67 höggum nettó og Vigfús Sigurðsson kom í 3. sætinu á 68 höggum. Gunnar Júlíusson lék manna best á mánudag, lauk 18 holunum á 77 höggum (35-42). Guðmundur Valdimarsson lék á 78 höggum (35-43) og Janus Bragi varð svo þriðji með sín 79 högg. Öll verðlaunin utan ein höfnuðu hjá Skagamönnum. Þetta var í þriðja sinn sem keppnin var haldin. Árið 1983 bar Sveinn Þórðarson sigur úr býtum en í fyrra kom kylfingur úr GR og hirti verðlaunin. Þau eru nú aftur komin á Skagann og vonandi er »^8 var búinn að segja þér... að þau verði hér áfram. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.