Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 8
ATVINNA Óska eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa í verslun í júní, júlí og ágúst. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu. Umsóknir sendist í pósthólf 170 fyrir þriðj- udaginn 4. júní merktar „starf í verslun“. Tmsir runimr Birkikvisturj Stórkvisturj Sunrtukvistur> Dogqlinqskvisturj PerCukvisturj Einnig: B (átoppur (tvcer stœrðir)j Rauðtoppur Snjóberi Runnamura VEKJUM MÍ5Pta , ennfremur Bountttre ATHTGLIÁ: Rifsbcij ttp ÍÖntUr LitCum og scetum greni- og CerkipCöntumj íuinsa- ocj eðaCrósum SUMARBLÓMIN KOMA STRAX OG HLÝNAR Skagamoíd/Gróðurvat ■Smiðjuvöllum 10-Símar 1641-2641*. Umferiaipistlar lögreglunnar á Akranesi -1 Um gangbrautir og gangandi vegfarendur — 61. gr. umferðarlaga segir svo: „Þar sem merkt er gangbraut yfír veg, skulu menn nota hana, er þeir ætla yfir veginn. Ef ekki er gangbraut, skulu menn ávallt ganga þvert yfir veg með jöfn- um hraða. Gangandi menn skulu gæta vel að umferð, áður en farið er yfir veg.“ Gangbrautir eru besta leiðin fyrir gangandi vegfarendur, ef aðgát er höfð. En þeir sem eru gangandi hafa einnig skyldur og réttindi. Skyldurnar eru ekki margar en þeim mun meiri þörf að þeim sé samviskusamlega fylgt öryggis vegna. I fyrsta lagi: Notaðu alltaf gangbraut ef hún er nálægt. Næsta nágrenni gangbrautar hefur reynst vera hættusvæði yfir að fara. Ef engin gangbraut er nálæg er best að fara yfir við gatnamót. En mundu að stoppa við gangstéttarbrúnina svo þú getir fullvissað þig um að óhætt sé að fara yfir götuna. f öðru lagi: Anaðu aldrei út á gangbraut rétt fyrir framan öku- tæki, sem er að nálgast. Enginn ökumaður getur snarstansað. Stöðvunarvegalengdin er meiri en sumir virðast álíta. Taktu vel eftir umferðinni á meðan þú ert á gangbrautinni. Gakktu rösk- lega en hlauptu ekki. Stundum getur verið nauð- synlegt að gefa ökumönnum merki með því að lyfta hend- inni. En munið að höndin stöðv- ar ekki ökutœkið. Gangbrautir eru og eiga að geta verið nokkurs konar „lífæðar“ fólks yfir akbrautir. En til þess að það megi takast verða allir að íeggjast á eitt, jafnt gangandi vegfarendur, ökumenn og síðast en ekki síst bæjaryfirvöld er eiga að sjá um merkingar og staðsetningar gangbrauta. Næstu daga verður farið í að merkja gangbrautir bæjarins og að því búnu mun lögreglan vera með svokallaða „gangbrautar- Frá og með 20. tölublaði Skaga- blaðsins á þessu ári, sem væntan- lega lítur dagsins Ijós miðvikudag- inn 5. júní að öllu forfallalausu, mun verð blaðsins til áskrifenda lœkka um 5 krónur. Kostar því kr. 35,- til þeirra en kr. 40,- áfram til þeirra er kaupa blaðið í lausa- sölu. Áskrifendum hefur hingað til daga“ þar sem ökumönnum og gangandi vegfarendum verður leiðbeint af sérstökum gang- brautarvörðum. f næsta blaði verður rætt um skyldur og hegðan ökumanna við gangbrautir og gangandi vegfarendur. ekki verið boðið upp á að fá blaðið ódýrar til þessa en þess í stað hafa þeir átt þess kost að fá það fyrr á daginn. Vegna breytts útkomutíma verður þeirri þjón- ustu ekki lengur komið við en blaðinu þótti viðeigandi að sýna hinum trausta og sívaxandi hópi áskrifenda þakklæti sitt með því að lækka verðið. Gengið yfir gangbraut Verð Skagablaðsins til áskrifenda lækkar Eins árs afmæli Bárunnar Á morgun, föstudaginn 31. maí, höldum Leynigestur? við upp á eins árs afmæli Bárunnar með Við opnum klukkan 20 og vekjum athygli pompi og pragt. á því að þeir sem mæta fyrir klukkan 21 Jass~, rokk- og blusband fá fyrstu kolluna ökeypisl Guðmundur Ingólfsson leikur VERIÐ VELKOMIN 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.