Skagablaðið


Skagablaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 1
21. TBL. 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 VERÐ KR. 40.- Starfsemi Fiskeldisfélagsins Strandar hafin: Slepptu átta þúsund laxaseiðum í kvíar Laxaseiði háfuð upp. Myndin tekin að Grundartanga. Rúmlega átta þúsund laxaseiðum í eigu Fiskeldisfélagsins Strandar var á laugardag sleppt í tvær kvíar, sem staðsettar eru í sjónum undan Saurbæ í Hvalfjarðarströnd. Þar með má segja, að starfsemi Strandar, sem var formlega stofnað hér á Akranesi í marsmánuði síðastliðnum, hafi hafist. Seiðin, sem sleppt var á laugar- dag, eru nákvæmlega 8300 talsins og komu þau frá tveimur laxeldis- stöðvum, Laxeyri í Hálsasveit og Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Sem fyrr segir eru kvíamar (kerin) tvö „Hver metri nýttur“ Að undanförnu hafa komið að máli við Skagablaðið nokkrir smábátaeigendur (trillukarlar) og kvartað yfir litlu rými við höfnina við lestun á afla sínum. Sjá menn þá helst ofsjónum yfir togaranum Víkingi sem yfirleitt er lagt mjög nálægt löndunar- krana þeirra og munu ein- hverjar skemmdir hafa orðið á einum bát a.m.k. í eitt skipti. Skagablaðinu lék forvitni á að vita ástæður þessa og hafði því samband við þá félaga á hafnarskrifstofunni og voru gefin greið svör við þessari spurningu. Þar var blaðinu tjáð að þetta væri mjög erfitt mál því viðlegupláss væri svo mjög af skornum skammti. Það væri nánast hver metri nýttur til hins ýtrasta svo ekki sé taiað um þegar sum skip lægju við bryggju mánuðum saman. Svo þegar gæfi illa á sjó þá magnaðist vandamálið um allan helming, því þá væri hreinlega uppselt hjá þeim. Þeir höfðu fengið kvartanir frá smábátaeig- endum og þessi mál væru í athugun en samt sé erfitt að fást við þetta. MING en hið þriðja verður tekið í notk- un síðar. Kvíunum var komið fyrir í síðustu viku en áður hafði Rauðsey lagt út sérstaka fastsetn- ingarsteina fyrir þær. Forstöðumaður stöðvarinnar er Finnur Garðarsson en stjórnar- formaður Strandar er Stefán Teitsson. Skagablaðið fagnar þessu merka framtaki félagsins sem óneitanlega er enn eitt markvisst skref í þá átt að efla atvfinnulífið í bænum. Við munum í næstu viku fjalla nánar um félagið og starfsemi þess. bm. Áframhaldandi óvissa um vinnu þeirra 16ára Skagablaðið skýrði frá því ■ síðasta blaði að óvíst væri um atvinnu fyrir 16 ára unglinga hjá Fegrun bæjarins í algleymingi Vart hefur farið framhjá nokkrum Skagamanni að hreinsunarvika stendur nú sem hœst. Lokaátakið í henni er sérstakur hreinsunardagur sem verður á laugardag. Meðfylgjandi mynd var tekin í vikubyrjun er unglingar frá Arnardal unnu við gróðursetningu. Nánar á bls. 3 og 10. Gróðursetja eitt tré fyrir hveija konu Konur úr Borgarfirði og þar með talið héðan frá Akranesi ætla á laugardag að safnast saman við sérstakan gróðurrcit í Grafar- kotslandi í Stafholtstungum til þess að gróðursetja þar tré í tilefni þess, að þann 19. júní verða liðin 70 ár frá því konur hérlendis fengu kosningarétt. Gróðursetningin fer fram á veg- um Sambands borgfirskra kvenna og verða félagar úr Skógræktar- félagi Borgarfjarðar staddir í Grafarkotslandi á laugardag til þess að Ieiðbeina um gróðursetn- ingu. Þessi gróðursetning er liður í átaki kvenna um land allt. Takmark kvennanna er að gróðursetja jafn mörg tré á tíma- bilinu 8. - 23. júní og íslenskar konur eru margar. Metnaður þeirra er, að hver einasta íslensk kona, allt frá þeirri yngstu til þeirrar elstu, gróðursetji tré í eigin nafni. Til þess að komast að áður- nefndum reit, þar sem gróðursett verður frá 13-15, ber að aka framhjá vegamótum BSRB í Munaðarnesi og litlu ofar er afleggjari til hægri merktur Stekkur. Þar verður hist. Skorað er á eiginmenn að fjölmenna með konum sínum og aðstoða við gróðursetninguna. Vinnuskólanum í sumar. A síðasta fundi bæjarráðs var sam- þykkt að fela Æskulýösncfnd lausn þessa vandamáls innan ramma fjárhagsáætlunar. Að sögn Elís Þórs Sigurðssonar æskulýðsfulltrúa, mun Æskulýðs- nefnd fjalla um þetta mál á fundi á morgun, en jafnframt taldi hann að því miður sæi hann ekki fram á að hægt væri að leysa þetta mál án þess að sprengja fjárhagsáætl- unina og það væri nú víst ekki til umræðu. Ef veita ætti 16 ára unglingunum vinnu, þyrfti að skera niður vinnu hjá þeim yngri og það væri ekki hægt. Um er að ræða á milli 15 - 20 unglinga og ef niðurstaða Æskulýðsnefndar verður sú sem Elís Þór spáir, er ljóst að bæjarráð verður að taka málið aftur til umfjöllunar og finna lausn á þessum vanda, því ófært er að Iáta þessa unglinga mæla göturnar ' sumar' MING KHstni boðið til Banda- ríkjanna Kristinn Einarsson, kafan og úthafssundkappi með meiru, fer í næsta mánuði til Bandaríkjanna á sérstakt námskeið fyrir kafara og er hann annar tveggja íslend- inga, sem Slysavarnarfélagið valdi sérstaklega til fararinn- ar. Þá mun einn meðlima Hjálparinnar fara út til Skot- lands á námskeið í ágúst ásamt 9 öðrum víðs vegar að af landinu. SVFÍ mun hafa lagt mikla áherslu á að ein- hver héðan tæki þátt í um- ræddu námskeiði og þykir það bera vott um að Hjálpin sé hátt skrifuð víðar en bara hér á Akranesi.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.