Skagablaðið


Skagablaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 5
Myndin sem við birtumfyrir 2 vikum. Lengst t.v. má sjá krikann sem á að taka við úrgangi SR. „Við höfum bara ekkert betra að gera svo við ákváðum að halda tombólu," sögðu þær vinkonur Þórdís Bjarney Guðmunds- dóttir 10 ára (t.v. á myndinni) og Þórunn Þórðardóttir er þær komu á ritstjórn Skagablaðsins í fyrradag með 1017 krónur, sem þær höfðu safnað og báðu okkur að koma á framfæri við Dvalarheimilið Höfða. Markmiöið er enginn úrgang- ur í höfnina ■ ai sögn Guðna Halldórssonar, heilbrigðisfulltrúa Fyrir tveim vikum birti Skagablaðið forsíðumynd, þar sem vakin var athygli á mengun í höfninni. I framhaldi af þessu fór blaðið á stúfana og grennslaðist nánar fyrir um uppruna þessarar mengunar. Svo sem alkunna er, dælir Sementsverksmiðjan ryki í sjóinn fyrir neðan verksmiðjuna, en þetta ryk er aðallega líparít og kalk. Það myndar setlög, sem eru farin að gægjast upp úr sjónum á fjöru. Bragi Ingólfsson, framleiðslu- stjóri í SR, var spurður að því hvort einhverjar úrbætur væru á döfinni. Hann sagði að til stæði að Amardattí lukkupottinn Það getur oft borgað sig að leggja góðu málefni lið, það fékk hann Arnar Óðinn Amþórsson, til heimils að Vesturgötu 151, heldur betur að reyna. Hann fékk fyrir skömmu reiðhjól í verðlaun í happadrætti, sem tengdist áheitamiðum á hjólreiðadegi JC, þar sem hjólað var í þágu þeirra sem ekki gátu hjólað. Skagablað- ið óskar honum til hamingju með fákinn. færa úttakið vestur fyrir höfnina, í krikann við aðalbryggjuna, en þar ætti framtíðarstaður þessa ræsis að vera. Hann sagðist hafa vitað af einhverri setmyndun fyrir neðan garðinn hj á verksmiðj unni, en sagðist þó ekki hafa séð skerið. Bragi taldi mögulega skýringu á þessari setmyndun vera tilkomu hafnargarðsins fyrir framan og tók fram í því sambandi, að verksmiðjan hefði dælt fram ryki þama í 25 ár, án þess að nokkuð svipað þessu hefði komið í ljós. Á umræddri forsíðumynd sást einnig flekkur vestan við höfnina. Hann átti upptök sín í Síldarverk- smiðjunni, og er að sögn Björns Jónssonar, verksmiðjustjóra á mörkum þess að kallast mengun. Þetta er svokallað roðvatn, sem er úrgangur úr hráefninu sem notað er við bræðslu í verksmiðj- unni, nefninlega fiski. Engin fita er í þessu roðvatni og það hverfur stuttu eftir að vinnslu er lokið. í framhaldi af þessu var haft samband við Guðna Halldórsson heilbrigðisfulltrúa og sagði hann að markmið heilbrigðisnefndar væri að enginn úrgangur væri losaður útí höfnina. Það markmið myndi nást með hinu nýja ræsi sementsverksmiðjunnar. Þegar lægju fyrir teikningar af leiðsl- unni, en hins vegar vantaði leyfi bæjaryfirvalda. Guðni taldi þó að á því myndi ekki standa, og átti von á góðri samvinnu allra aðila í þessu máli. Guðni var einnig spurður um flekkinn frá SFA og sagði hann að þetta væri aðeins „sjómengun“ eins og hann orðaði það. —bm. Ibúðir í verkamanm- bústöðum Nýjar íbúðir. Stjórn verkamannabústaða á Akranesi auglýsir hér með 8 nýjar og nýlegar íbúðir í verkamannabústöð- um á Akranesi (í fjölbýlishúsum) til sölu, 4 þriggja herbergja og 4 Qögurra herbergja. Réttur til kaupa. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Eiga lögheimili á Akranesi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin eigi hærri fjárhæð en sem samsvarar kr. 395.000.- fyrir einhleyping eða hjón og kr. 35.000,- fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Áætlað verð. Verð þriggja herbergja íbúðar er áætlað kr. 1.600.000,- og Qögurra herbergja íbúðar kr. 1.750.000.- hvorutveggja miðað við byggingarvísitölu 1. janúar 1985 (2745 stig). Við þá upphæð bætist og lántökukostnaður á byggingartíma og eftirlitskostnaður. Greiðslukjör. Kaupandi greiðir 20% kaupverðs (byggingarkostnaður) fyrirafhendingu. Skal fyrsta greiðsla kaupanda innt af hendi innan mánaðar frá því úthlutun fer fram. Eftirstöðvar, 80% kaupverðs, eru lánaðar úr Byggingarsjóði verkamanna til 43 ára. Er lánið afborgunarlaust fyrsta árið, en endurgreiðist síðan að fullu með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana að viðbættum verðbótum skv. lánskjaravísitölu Seðlabanka íslands á eftirstöðvum lánstímans. Afhending. Áætlaður afhendingartími íbúðanna er í áföngum á tímabilinu ágúst til desember 1985. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur um framangreindr íbúðir er til 5. júlí 1985. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni að Kirkjubraut 28, 2. hæð, Akranesi. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Endursöluíbúðir. Á vegum stjórnar verkamannabústaða koma einnig til úthlutunar árlega notaðar íbúðir í verkamannabú- stöðum. Umsóknarfrestur um slíkar íbúðir er einnig til 5. júlí 1985. Allar eldri umsóknir er nauðsynlegt að endurnýja. Sömu umsóknareyðublöð gilda um þessar íbúðir og nýjar. Akranesi, ð.júní 1985 Stjóm verkamannabústða ú Akranesi 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.