Skagablaðið


Skagablaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 6
Dansað í blíðunni — ekkert kynslóðabil þarna. FjöráHöfAa Það hefur aldeilis ekki verið nein lognmolla í kringum dvalarheimilið Höfða í vetur. Tvisvar sinnum hafa nemendur frá Grundaskóla heimsótt gamla fólkið, skemmt sér og ekki síður veitt þeim eldri mikla ánægju. í fyrra skiptið voru það nemendur í eldri bekkjum sem komu í heimsókn og drifu allir sig út á tún og stiginn var dans af miklum móð. Eflaust hefur verið dansaður ræll, polki, jafnvel tja-tja-tja, en tæplega mikið diskó. í seinna skiptið voru það nemendur í 7 ára bekk sem komu í heimsókn. Var sú heimsókn í tengslum við nám í samfélagsfræði og skiptu krakkarnir sér niður á vistarverur gamla fólksins og spurðu þau aðallega um lifnaðarhætti þess þegar þau voru ung og örugglega mikill fróðleikur falinn í því. Þar á eftir settust allir saman og þau yngri sungu öll þau lög sem þau kunnu og mátti þar sjá gamla fólkið klappa og dilla sér. Nokkrum dögum seinna fóru svo krakkamir á Byggðasafnið og sáu með eigin augum þá hluti sem þau eldri höfðu talað um. Ungir og gamlir ræðast við. Þessar heimsóknir em mikið, gott og þarft framtak og reynslan sýnir að þetta er sannkallaður gleðigjafi fyrir alla aðila. „Lærhneistarinn elur af sér verðlaunahafa Góðir matreiðslumenn eru al- holt um nokkurra ára skeið og gjört undirstöðuatriði fyrir vel- hafa kokkarnir þar keppst við gengni góðra veitingahúsa, það kollega sína á Hótelinu um að ættu allir að vita. Hér á Akranesi kitla bragðlauka bæjarbúa. En til höfum við haft veitingahúsið Still- þess að viðhalda vinsældunum markaðnum í dag. Piltarnir í 6. flokki í A og foreldrar þeirra ætla að láta þetta slagorð sem vind um eyru þjóta næstkomandi sunnudag, 16. júní og safna ölflöskum (tómum) meðal bæjarbúa. Er það von Skagablaðsins að bæjarbúar verði í sannkölluðu þjóðhátíðarskapi og láti piltana fá öll þau gler sem þeir mega missa (og helst líka þau sem þeir mega ekki missa), því á þriðjudaginn 18. júní halda piltarnir til Vestmannaeyja og taka þátt í Tommamótinu f knattspymu og sjá þeir sjálfir um að fjármagna þá ferð. þurfa menn að „ala upp“ nema til þess að læra listina. Egill Egilsson, veitingamaður í Stillholti, getur verið stoltur þessa dagana því lærlingur frá honum, Grétar Jóhannesson (Ingibjarts- sonar, arkitekts) fékk þriðju hæstu einkunn fyrir sveinsstykkið sitt þegar útskrifað var úr Hótel- og veitingaskólanum fyrir skemmstu. Grétar var í „læri“ hjá Agli allan sinn námstíma. Ekki varð þó úr þvf að hann kæmi til starfa hjá Stillholti nú í vor því honum bauðst vinna í Bjarkarlundi í sumar. E.t.v. kem- ur hann hingað á Skagann þótt síðar verði en einhver læddi því að okkur, að Grétar væri ekki sá eini sem Egill hefði „alið“ af sér á verðlaunapall því í fyrra hefði annar lærlingur hans fengið viður- kenningu frá skólanum. Hélt síð- an til vinnu... að Bjarkarlundi. Skagablaðið ræðir við bandarískan skiptinema á Akranesi: „Þótti frábært þegar ég skildi þrjú orð“ — sagði Geoff Graham um fyrstu tímana í Fjölbrautaskólanum Undanfarið ar hefur dvahst her a Akranesi bandanskur skiptinemi, Geoff Graham að nafni. Hann býr hjá þeim hjónum Adam Þorgeirssyni og Guðrúnu Hjartar og eru þau titluð sem „fósturforeldar" hans. Geoff er 18 ára og kemur frá Elisabeth, sem er 700 manna smáþorp í Illinopisfylki. Geoff er óstjórnlega hæverskur piltur og þurfti beinlínis að toga upp úr honum svörin. Eftir að hann hafði valið að vitalið færi fram á útlensku (ensku) var fyrstu spurningunni varpað fram. — Hvernig datt þér í hug að velja ísland af öllum löndum heims? „Ég bað þá í AFS skiptinema- samtökunum um að fá að vera eins norðarlega eins og mögulegt væri, og þegar ísland stóð til boða þá ákvað ég að slá til og hér lenti ég.“ — Hvað fannst fólkinu þínu úti um að þú færir hingað á hjara veraldar? „Einhver spurði mig nú hvort ísland væri í Argentínu. Aðrir báðu mig um að passa mig á ísbjörnunum og eskimóunum og enn öðrum leist bara vel á þetta og fannst þetta gott hjá mér.“ — Vissir þú eitthvað um land og þjóð? „Það var nú ekki mikið. Þegar ég var yngri fór ég á bókasöfn og fékk bækur um sögu Norðurlandaþjóð- anna og vissi að landið væri mjög gamalt og fólk hefði búið á landinu í yfir þúsund ár. Eins hafði ég lesið eitthvað um Alþingi." sögunni 1984 eftir George Orwell. Það kom mér t.d. á óvart að á nemendafélagsfundi í haust voru engir kennarar að fylgjast með hegðun nemenda, eins og ég hafði átt að venjast. Hér er allt miklu frjálslegra og mér líkar það vel og er ég hræddur um aðerfitt verði að temja mig þegar ég kem út og fer í gamla skólann minn aftur.“ Tré og fjöll — Hvað hefurðu svo gert í frí- stundum? „Mér þykir nú ágætt að grúska og vinna að einhverju einn míns liðs, og hef verið hér niðrí kjallara að Lítil heimþrá — Og svo lendir þú á Skaganum? „Já, eftir að hafa verið í Reykja- vík í viku á alls konar fundum á vegum AFS, þá kom ég hingað uppeftir og leist í fyrstu ekkert of vel á staðinn. Það breyttist þó fljót- lega og nú kann ég mjög vel við mig hér. „Fósturforeldar" mínir og þeirra fjölskylda hafa reynst mér mjög vel og ég hef t.a.m. ekki verið neitt þjakaður af heimþrá nema ef vera skyldi allra síðustu vikur, enda búinn að vera ansi lengi í burtu. — Svo fórstu í fjölbrautaskól- ann? „Já ég byrjaði í skólanum sl. haust og gekk bara ágætlega og ég vona og býst við að geta fengið eitthvað af því námi metið heima í Bandaríkjunum. Reyndar fóru nú fyrstu tímarnir bara í það að stara út um gluggann á kennslustofunni og ef ég skildi kannski þrjú orð í einum tíma, þá sagði ég við sjálfan mig: Frábært. Haustönnin fór að mestu leyti í að blaða í orðabók, en þetta kom smátt og smátt og á vorönninni gekk miklu betur að skilja tungumálið. — Tókstu einhvern þátt í félags- lífinu? „Það var nú lítið. Ég kem úr skóla þar sem lítið félagslíf var nema þá helst körfubolti, ef telja má körfubolta til félagslífs. I þeim skóla var allt mjög strangt og mjög margt sem ekki mátti. Maður hafði á tilfinningunni að Stóri bróðir fylgdist með manni, svipað og í smíða og búa til ýmislegt." (Eftir að hafa grátbeðið Geoff og hér um bil kominn á hnén var hann tilleiðan- legur til að ná í þá hluti sem hann hafði búið til og voru þeir munir sérstaklega fallegir, m.a. hnífur, sem búinn var til úr leðri, steypu- styrktarjárni, hvaltönn og krónu- peningi. Einnig hafði Geoff smíðað sér boga og ætlar Skagablaðið ekki einu sinni að reyna að lýsa þeirri smíð, svofallegvarhún. Skagablað- ið ábyrgist að boginn sé a.m.k. fjórum sinnum fallegri heldur en sést á myndinni sem fylgir þessu viðtali. — Sakanarðu einhvers að heim- an? „Það er þá helst að hér vanti stór tré, en fjöllin hér vega dálítið á móti.“ — Þú saknar ekki hamborgar- anna? „Nei, en ég hef nú borðað nokkra hamborgara hér og finnst þeir ágæt- ir.“ — Hvað ætlar þú að gera svo áður en þú ferð heim aftur? „Ég er að vinna í bæjarvinnunni hér og verð í því fram í lok júní, en þá fer ég í ferð um landið með AFS og förum við m.a. norður á Akur- eyri og Mývatn en þangað Iangar mig sésrstaklega til að koma. Síðan fer ég heim 5. júlí.“ — Jæja, spurningin sem allir hafa beðið eftir: Hvernig eru Skaga- menn? „Þetta er nú eitt það erfiðasta sem ég lendi í, að svara spurningu sem þessari í fáum setningu. En Skagamenn eru mjög ljúfir og gott fólk sem býr hér, en helst til of margir eru feimnir að tala ensku sérstaklega ef einhverjir aðrir eru að hlusta. Ég vil geta þess að þeir eiga frábært safn sem er Byggða- safnið og þangað hef ég farið tvisvar og þótt gaman og fróðlegt.“ — MING Geoffá „heimili sínu“ ásamt smíðagripnum. FIMMTl)DAGUR 13. JÚINÍ: Stórgott atriði á Bárunni. Guðlaug Helga og co. með gamalt roKK og Kántrý. FÖSTUDAGUR 14. JÚINÍ: Bárujárnssveitin DRÝSILL leiKur dúndrandi roKK og heldur öllum límdum við dansgólfið frá 23-03. Tvímælalaust sterKasta von ísIensKrar roKKtónlistar í dag. LAUGARDAGUR 15. JÚINÍ: Hljómsveitin RAPSÓDÍA sem aldrei hefur verið betri tryggir að allir sKemmti sér frá 22-03. SUININUDAGUR 16. JÚNÍ: Og þá beinum við athyglinni að BÁRUINNI. Hinn frábæri jassKvartett GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR leiKur til Kl. 3 aðfararnótt mánudags. Sveiflan hjá Quðmundi og félögum svíKur engan. MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ: SannKölluð þjóðhátíðarstemning á BÁRUNNI þar sem GUÐMUNDUR INGÓLFSSON og félagar töfra fram hvert gullKornið á fætur öðru. Ath! Báran opnar kl. 18 alla daga og verður opin á laugardag og sunnudag frá kl. 12-14. 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.