Skagablaðið


Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 1
Pilsaþytur í bæjarstjóm — Konur í meirihluta í bæjarstjóm Á síðasta bæajrstjómarfundi gerðíst sá einstæði atburður að konur vora í meirihluta í fyrsta skipti í sögu bæjarstjórnarinnar. Fannst einhverjum tími til kom- inn eftir 614 bæjarstjómarfundi og spurningin er núna sú hvort þær verði í meirihluta næstu 614 fundi. Óhætt er að segja að fundurinn hafi borið þess greinileg merki, að konurnar voru í meirihluta, því hann var bæði friðsamlegur og eins tók afgreiðsla mála skjót- an tíma. Þær sem skipuðu þennan meirihluta kvenna voru þær Ragnheiður Ólafsdóttir og Guð- rún Víkingsdóttir frá Sjáflstæðis- flokknum, Ingibjörg Pálmadóttir frá Framsóknarflokknum, Rann- veig E. Hálfdánardóttir frá Al- þýðuflokknum og loks Ragnheið- ur Þorgrímsdóttir frá Alþýðu- bandalaginu. Ekki var hægt með góðu móti að sjá að karlmönnun- um á fundinum, þeim Guðjóni Guðmundssyni, Herði Pálssyni, Jóni Sveinssyni og Andrési Ólafs- syni hafi líkað þessi skipan mála illa. Skagablaðið óskar konunum að endingu til hamingju með þessa nýbreytni í bæjarstjórnarmálum. MING 17. júní á Akranesi 17. júní hátíðarhöldin voru með hefðbundnum hætti og þóttu þau lukkast ágætlega. Dagskrá hátíðahaldanna fór fram víðs vegar um bæinn s.s. á Akratorgi, í íþróttahúsinu, Arnardal, Akraneskirkju, Bíóhöllinni o.fl. stöðum. Skagablaðið myndaði herlegheitin og má sjá árangur þess í opnu blaðsins. A reki í sólarhring Vél togarans Höfðavíkur bilaði í síðustu veiðiferð með þeim af- leiðingum að togarinn var í rúman sólarhring á reki vélarvana á miðunum. Lm síðir tókst að 40% laxaseioanna dráp ust fyrstu tvo dagana — seiðadauðinn yfirstaðinn hjá Strönd en verið að kanna orsakir hans koma skipinu til hafnar fyrir eigin vélarafli þótt ekki væri hægt að keyra vélina nema á litlum hraða. Bras hefur verið á togaranum á liðnum mánuðum og hefur Skaga- blaðið það eftir óstaðfestum heimildum, að skipstjórinn, Sölvi Bjarnason, sé búinn að fá sig fullsaddan af sífelldum bilunum og sé búinn að segja starfi sínu upp. Um 40% laxaseiðanna, sem sleppt var í kvíar ■ sjónum út af Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á vegum Fiskeldisfélgsins Strandar hafa drepist. Lætur nærrí að þetta séu um 3500 seiði af þeim 8300, sem sett voru í kvíarnar. Nemur tjónið um 100.000 krónum því er næst verður komist. Verið er að rannsaka með hvaða hætti seiðin drápust en ljóst ert að þau drápust öll á fyrstu tveimur sólarhringunum eftir að þeim var sleppt. Hallast er að því, án þess að nokkur staðfesting hafi fengist þar á, að umskiptin úr Fimmtán gistu fangagevmsluna ferskvatni yfir í saltan sjó hafi verið of snögg. Stærri hluti seiðanna sem drapst kom frá Laxamýri í Þing- eyjarsýslu og kom það mönnum nokkuð á óvart því þau voru almennt stærri en þau sem komu úr laxeldisstöðinni Laxeyri. í samtölum við menn frá Fisk- eldisfélaginu Strönd kom fram, að vissulega væri þetta nokkurt áfall en þó ekki neitt meira en búast mætti við. Sjóeldi væri á algeru frumstigi hérlendis og því væri ekki óeðlilegt að einhver skakkaföll yrðu. Þrátt fyrir þetta væri síður en svo nein uppgjöf í þeim Strandar-mönnum. Bjargað úr sjávartiáska Snarráðir feðgar komu ung- um dreng til bjargar á sunnu- dag er hann rak hratt frá landi við Kalmansvík á fleka, sem hann hafði sjálfur smíðað. Hrundu þeir báti á flot og sóttu stráksa, sem varð ekkimeintaf förinni. Ef ekki hefði sést til hans í tíma er hætt við að illa hefði getað farið. Hvorki fleiri né færri en 15 manns gistu fangageymslur lög- reglunnar um helgina vegna ölv- unar á almannafæri og er langt síðan bekkurinn hefur verið svo þétt skipaður hjá lögreglunni. Til samanburðar má geta þess, að 70 manns gistu fangageymslur lög- reglunnar í Reykjavík. Þá voru fjórir ökumenn teknir um helgina grunaðir um ölvun við akstur og er það sömuleiðis meira en gengur og gerist. Talsverð ölvun var í bænum um helgina enda bar þjóðhátíðardaginn upp á mánudag. ar hér heima 12. júlí Ákveðið hefur verið að lands- leikur íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu fari fram hér á Ákranesi þann 12. júlí næst- komandi. Er þetta f fyrsta skipti sem A-landslið leikur opinber- an landsleik hér á Ákranesi. Þótt A-landsliðið hafi ekki leikið hér fyrr hefur völlurinn á Jaðarsbökkum reynst yngri landsliðum íslands vel í þau skipti sem leikið hefur verið hér. Árið 1974 vann íslenska ungiingalandsliið (leikmenn 18 ára og yngri) Færeyinga 5:1 hér á Skaga og fyrir fimm árum vann sama landslið sömu and- stæðinga2:l. Drengjalandsliðið (leikmenn 14-16 ára) hefur sömuleiðis leikið tvisvar hér á Akranesi.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.