Skagablaðið


Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 11
Leiðréttlng 1 greininni um mengun í höfn- inni misritaðist orðið „sjónmeng- un“ og í staðinn kom „sjómeng- un“ sem kalla má algjöra andst- æðu þess sem meint var. Skaga- blaðið biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökum. ► Ekki löng eða hvað? Hún virðist ekki vera neitt ýkja löng Vesturgat- an, a.m.k. ekki svona úr lofti séð, en þeir sem hafa gengið hana enda á milli vita betur. „T ónlistarkvöldin eru menningarviðburðui* —Skagablaðið tæðir við Jakob Benediktsson, hótelstjóra í tilefni eins árs afmælis Bárunnar, „bjórkrár“ okkar Skagamanna, þótti okkur Skagablaðsmönnum tilhlýðUegt að bregða undir okkur betri fætinum og eiga stutt viðtal við Jakob Benediktsson, hótelstjóra. Við ætluðum þá helst að spyrja hann hvemig reksturinn gengi þessa dagana og eins hvað væri á döfinni í skemmtanamálum okkar Skagamanna í sumar. ■ Hvernig gengur reksturinn í dag, Jakob? „Reksturinn gengur bara bráð- vel þessa dagana. Hér hafa staðið yfir umtalsverðar breytingar og hefur fólki líkað þær stórvel sem síðan hefur sýnt sig í aukinni aðsókn". — Eru frekari breytingar á döfinni? „Það er óvíst, enda orðið ágætt í bili. Auðvitað er stefnan sú að gera enn frekari breytingar og þá aðllega inni í salnum. Þetta kemur vonandi allt saman áður en langt um líður.“ almenningur hafi ekki tekið eins vel í þetta. En ég mun halda þessu áfram og trúi ekki nema fólk fari að taka við sér. Þetta á að vera það fjölbreytt s.s. jass, þjóðlaga- tónlist, kántrí o.fl. og ég trúi ekki nema allir finni eitthvað við sitt hæfi“. — Ein spurning sem margir hafa pælt í. Átt þú hótelið? „Já þetta er spurning sem marg- ir hafa pælt í og valdið hefur nokkrum misskilningi. Ég á ekki tökum t.d. heilt ár þá eru u.þ.b. 50 manns á launaskrá sem vinna þó mismikið. Þannig má sjá að hótelið er í raun mjög fjölmennur vinnustaður miðað við stærð fyrir- tækja hér á Akranesi". — Ég hef séð það og eflaust flestir bæjarbúar að þú ert að mála hótelið að utan. Er þetta liður í fegrunarvikunni? „Ja, við getum sagt svo. Annars hefur þetta staðið til nokkuð lengi að fegra staðinn að utan og við getum sagt að þetta sé skemmtileg tilviljun". — Nú hefur alltaf verið rætt um að reisa annað hótel hér á Akra- nesi. Ertu hræddur við sam- keppni? Annaö hótel? „Nei alls ekki. Ég hef heyrt um ýmsa aðila sem hafa hugsað sér að koma upp hóteli, og hef heyrt þetta í mörg ár en aldrei bólar á neinum framkvæmdum. Ég tel Báran hefur verið vettvangur skemmtilegra nýjunga skemmtikvöldanna. í skemmtanalífi bœjarins. Myndin er tekin á einu Glerenekk- ert innbrot Árrisull vegfarandi kom að máli við blaðið nú fyrir stuttu. Hann sagðist hafa átt leið framhjá húsinu nr. 54 við Kirkjubraut og séð þar á gangstéttinni fyrir framan, haug af glerbrotum úr gluggum efstu hæðarinnar. Hann gerðist nú forvitinn og fýsti að vita hvað gerst hefði. í ljós kom að verið var að skipta um rúður í húsnæði Oddfellow, sem er einmitt á efstu hæð þessa húss. Þeir sem sáu um þetta höfðu brotið rúðumar út, þannig að allt glerið hrundi niður á gangstétt fyrir neðan. Þar með ætti þetta mál að vera upplýst. Fjölbreytt — Hvað er á döfinni í skemmt- anamálunum? „Þetta gengur nú að mestu sinn vanagang. Það hefur verið brydd- að upp á ýmsu s.s. þessum tónlist- arkvöldum sem ég tel mikinn menningarviðburð, þrátt fyrir að hótelið, a.m.k. ekkieinn. Hótelið er í eigu Skagaveitinga hf. en þar á ég reyndar 70%, en 30% em síðan í eigu annara hluthafa“. — Hvað em margir sem vinna héma? „Hér em á milli 10-12 manns sem em fastráðnir, en ef við Eitn er tiC mikið úrvaí afýmsum ruiumm, OmgerBispiántum, sumar- óCómum og fjöCcerum pCöntum. .Smiðjuvöltum 10 Símar 1641-2641. engan gmndvöll fyrir nýju hóteli, a.m.k. ekki á meðan ástandið í ferðamálum okkar er eins og það er í dag. Við þurfum að gera stórátak til að laða til okkar ferðamenn og ég á meðal annars sæti í Skagaferðum hf. og þar hefur verið mikið rætt um þessi mál og ýmislegt í deiglunni. Ekki fyrr en ferðamannastraumurinn hingað fer að verða verulegur, þá loks fyrst fer að verða grundvöllur fyrir öðru hóteli. — Það er þá bara bjart yfir öllu þessa dagana? „Já, já, það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn og ánægður eins og staðan ert í dag. Enginn barlómur í mér“. MING. Jakob Benediktsson, hótelstjóri. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.