Skagablaðið


Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 12
Grillað af innlifun í blíðunni. Lofsverð samstaia íbúanna í blíðtimi á laugardag: „Fiesta“ á Víöigmnd í íok hreinsunardagsins íbúar við Víðigrundina sýndu öðrum bæjarbúum heidur betur í verki á laugardag hvemig hægt er að standa saman jafnt í leik og starfí svo unun er að. Ekki aðeins vom íbúarnir samtaka við að hreinsa í kringum hús sín heldur hreinsuðu þeir götuna sína rækilega og siógu svo upp heljarmikilli „fiestu“ í lokin, þar sem allir skemmtu sér konunglega. Átak íbúanna við Víðigrund var vel við hæfi í lokaátaki sérs- takrar hreinsunarviku, sem stóð frá fyrra föstudegi til þess síðasta en laugardagurinn var þó hápun- kturinn þótt vikunni, sem bar yfirskriftina „hreinsunarvika", væri þá lokið. Laugardagurinn var hins vegar allsherjar hreinsun- ardagur, skipulagður af Vinnu- skólanum í Arnardal. Svo aftur sé vikið að Víðigrund- inni byrjuðu íbúamir á að strengja blöðrur og fána á milli ljósastauranna áður en hafist var handa við veisluhöldin, sem m.a. fólust í útigrillun. Hófst veislan upp úr fimm um daginn og voru þá grillaðar pylsur handa þeim er erfa skulu landið og að sjálfsögðu fékk ungviðið gosdrykki til að skola pylsunum niður. Að þessu loknu var farið í leiki á nærliggjandi túni og var þar mikið fjör í dágóða stund áður en menn sneru sér að grillinu á nýjan leik og var þá grillað fyrir eldri kynslóðina. Fékk hún líka gos í tilefni dagsins. Þótt öðrum bæjarbúum og okk- ur á Skagablaðinu þyki mikið til þessarar samstöðu Víðigrundar- fólksins koma er hún ekkert ný- næmi í þeirri götu. Þessir sömu íbúar hafa margoft áður sýnt samtakamátt sem bæjarbúar mega vera hreyknir af og mættu fleiri taka sér þá til fyrirmyndar. - sagði Elís Þór Sigurosson, æskulýðs- fulltrúi, um hreinsunardaginn á laugardag Eins og sjá má tóku börnin vel til matar síns í grillveislunni. Má ekki einblína á kostnaðarhliðina „Þetta heppnaðist frábær- lega,“ sagði Elís Þór Sigurðsson, æskulýðsfulltrúi og forstöðumað- ur Vinnuskólans í Arnardal, er Skagablaðið innti hann eftir því á mánudag hvemig hreinsunardag- urinn sl. laugardag hefði tekist. „Það var svo mikið að gera að vinna varð langt fram á kvöld og síðan þurfti að halda áfram á sunnudeginum.“ Eins og fram hefur komið í Skagablaðinu lagði bærinn fram tæki og bíl til þess að flytja rusl upp á öskuhauga og starfsmenn höfðu í nógu að snúast. Alls voru bókaðar 99 beiðnir frá lóðareig- endum þennan laugardag en Elís Þór taldi að rusl hefði verið tekið frá allt að þrefalt fleiri lóðareig- endum. Að framansögðu er því ljóst af öllu að Skagamenn hafa brugðist trábærlega vel við kalli yfirvalda um að hreinsa til hjá sér fyrir þjóðhátíðina og er gaman til þess að vita þegar íbúar eru svo sam- stilltir í átaki sfnu. Ummerki hamagangsins má sjá víða í bæn- um þessa dagana því óneitanlega er umhverfið allt annað og fegurra en var. Hefur veðrið, sem var með fegursta móti eflaust hjálpað til. „Úr því þetta tókst svona vel er um að gera að láta ekki hér við sitja,“ sagði Elís Þór. „Á þessu þarf að vera framhald og æskileg- ast væri að svona herferð yrði farin ár hvert. Auðvitað kostar svona lagað bæjarfélagið talsvert fé en þetta skilar sér örugglega.“ Á síðasta bæjarstjórnarfundi urðu allnokkrar umræður um samþykkt bæjarráðs um að taka tilboði Hagvirkis hf. um lagningu olíumalar á nokkrar götur bæjar- ins í sumar. Þó tilboð Hagvirkis hf. hefði verið allnokkru lægra heldur en önnur tilboð, þá þyrfti að athuga alla möguleika mjög gaumgæfilega. I því sambandi mætti ekki engöngu einblína á kostnaðarhliðina, heldur einnig á aðra þá þætti sem tengdust þessu máli og þá helst endingu, verk- aðila o.fl. Það kom helst fram hjá þeim er vildu leggja olíumölina að sú leið yrði mun ódýrari heldur en steyp- an og það væri það sem málið snérist um. Einnig það að þær götur sem um væri að ræða væru litlar umferðargötur og skipti því ekki máli, endingarlega séð, hvort steypt yrði eða sett olíumöl á göturnar, en olíumölin væri mun ódýrari og því teldist hún betri kostur. Munurinn væri það mikill að ekki væri hægt að hafna tilboði Hagvirkis hf. í máli þeirra er steypa vildu göturnar kom fram að reynslan gæfi steypunni góð meðmæli, og nú þegar Sementsverksmiðjan væri að hefja auglýsingarherferð meðal sveitastjórna um að steypa götur sínar, þá gengi sementsbær- inn fram með slæmt fordæmi. Einnig það að nú stæði til að steypa tilraunagötu einhversstaðar á landinu, viðkomandi bæjarfélagi að kostnaðarlausu, og þyrfti Akr- anesbær ekki að láta sig dreyma um a þeir y rðu fyrir valinu ef þessi leið yrði valin þ.e. að leggja olíumöl. Þess má geta að þær götur, eða öllu heldur þau svæði og bútar sem leggja á olíumöl á eru Reyni- grund og síðan botnlangar við Esjubraut, Vogabraut og Garða- braut. íbúar við þessar götur mega því búast við stórvirkum malbikunarvélum í „heimsókn“ í sumar. -MING r ins í handbolta haldinn hér hefur það eftir traustum heimildum að nú sé næsta ákveðið að tvær þriggja umferða Flugleiðamótsins í handknattleik fari fram hérna á Akranesi í lok mánaðarins. Fjögur lið taka þátt í þessu móti, A- og unglingalandslið fslandssvo og landslið Hollands og Noregs. ítalir ætluðu að vera með í mótinu en drógu sig til Mót þetta, sem ber upp á helgi, er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina, sem fram fer í Sviss snemma á næsta ári. frábærlega"

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.