Skagablaðið


Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 1
73. 22, TBL. 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 VERÐ KR. 40.- Göngugarpurinn mikli Reynir Pétur hylltur Göngugarpurinn mikli, Reynir Pétur Ingvarsson, heiðraði okk- ur Skagamenn með nærveru sinni s.l. laugardag á leið sinni hringinn í kringum landið. Reyni Pétri, sem þann dag hafði gengið frá Borgarnesi og inn að Botnsdalsá, var ekið til baka hingað niður á Akranes þar sem tekið var á móti honum með mikilli viðhöfn. Töluverður mannfjöldi hafði safnast saman við „sólarhringinn“ svonefnda og þaðan var gengið fylktu liði niður á Akratorg með hetjuna sjálfa í broddi fylkingar. Lúðrasveitin sá um tónlistina í göngunni og skátar báru þjóð- fánann. Á Akratorgi bauð Ingi- mundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri, Reyni velkominn og af- henti honum fjárhæð og borð- fána fyrir hönd bæjarins. Starfs- mannafélög HB &Co.og Por- geirs og Ellerts afhentu einnig peninga í söfnunina svo og Kiw- anisklúbburinn. Einnig gáfu fjölmargir einstaklingar fé í þessa merku og þörfu söfnun. Allir vildu sjá þennan merka mann og skapaðist nokkur troðningur í kringum hann, en hann leysti málið farsællega og prílaði upp á styttuna af Sjó- manninum. Þaðan veifaði hann til fólksins við mikil fagnaðar- læti og engu líkara en um þjóð- höfðingja væri að ræða. Virtust allir viðstaddir taka virkan þátt í innilegri gleði hans, enda er erfitt annað en að láta sér þykja vænt um þennan brosmilda og Ingimundur Sigurpálsson, bœjarstjóri, afhendir göngugarpmum frá Akraneskaupstað. Útvarpsstjóri um rás 2 á Akranesi: Áhersla lögö á bætt hlustunarskilyrði Löngum hefur verið kvartað yfir hlustunarskilyrðum rásar 2 hér á Akranesi. A meðan flestir landsmenn nái rásinni ágætlega, þá getum við Skagamenn ekki hlustað með góðu móti, a.m.k. ekki án þess að fá urg og skruðn- inga í ábæti. Hefur þetta legið þungt á fólki og m.a. verið fjallað um málið í bæjarstjórn. Nú loksins hillir undir einhverj- ar breytingar, því að á fundi útvarpsráðs 7. júní s.l. var sam- þykkt að við gerð næstu fram- kvæmdaáætlunar Ríkisútvarpsins yrði lögð sérstök áhersla á að bæta hlustunarskilyrðin verulega fyrir Akurnesinga. Ekki vitum við við hér á Skagablaðinu með hvaða móti hlustunarskilyrðin verða bætt, líklega með styrkingu einhverrar endurvarpsstöðvar, en það finnst okkur aukaatriði. Aðalatriðið er að geta hlustað á rásina með góðu móti, án auka- hljóðanna. ** rm * Reynir Pétur ógnar veldi sjómannastyttunnar á Akratorgi. skemmtilega mann. Hann þakkaði þessar hlýju móttökur í stuttu ávarpi og bað fólk vel að lifa. Frá Akratorgi hélt hann svo til sambýlisins við Vestur- götu 102 þar sem komu hans var mjög fagnað og hann boðinn í kvöldverð. Snemma næsta morgun hélt kappinn áleiðis til Reykjavíkur. Sjá nánar viðtal við Reyni Pétur á bls. 4-5 ming. Yfirvinnubann við höfnina yfir sumartímaim: „Þetta var eindregmn vílji félagsmannanna“ „Þetta var eindreginn vilji félagsmannanna á sínum tíma og frumkvæðið var alfarið þeirra“, sagði Guðmundur M. Jónsson á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness er Skagablaðið hafði samband við hann í kjölfar fyrirspurna um yfirvinnubann við höfnina. Guðmundur sagðist ekki muna nákvæmlega hversu langt væri síðan bannið tók gildi en undirstrikaði að mikil eining hefði verið um ákvörðunina á meðal félagsmanna á sínum tíma. Talsverðar umræður hafa eiga aldrei neina fasta frídaga. spunnist að undanfömu um yfir- vinnubannið og hafa sumir ekki getað skilið hvers vegna ekki er hægt að afgreiða togarana er þeir koma að landi um helgar. Ekki þarf að leita lengra aftur en til síðustu helgar til að finna dæmi um komu skips, sem e!kki var hægt að landa úr fyrr en á virkum degi. Hafa margir talið að löndun- arbiðin færi illa með fiskinn um borð í skipunum og því væri það ábyrgðarleysi að hálfu verkalýðs- forystunnar að leyfa ekki löndun. Yfirvinnubannið nær yfir sumarmánuðina og stendur frá 20. júní fram til 15. september og gildir um vinnu í fiski, löndun úr fiskiskipun og flutningaskipum. Sagði Guðmundur bannið á sín- um tíma aðallega hafa komið til vegna þess hversu verkafólk hefði verið orðið langþreytt á því að „Jú, vissulega hafa verið gerðar undantekningar frá þessu banni eins og öðrum rcglum“, sagði Guðmundur er hann var inntur eftir því af hálfu blaðsins. Sagði hann að t.d. hefði verið unnið við löndun á rækju ef bátar hefðu komið inn um helgar eða að kvöldi því oft væri aðeins spurn- ing um klukkutíma hvort rækjan þyldi geymsluna þar sem um mjög viðkvæma afurð væri að ræða. Eins hefði slíkt tíðkast ef ísa hefði þurft skip, sem væru t.d. á leið til útlanda með afla. Yfirkennarastaða Brekku- bæjarskóla auglýst laus Á blaðsíðu 9 í blaðinu í dag er að finna auglýsingu frá Brekkubæjarskóla, þar sem auglýst er laus til umsóknar staða yfirkennara við skólann. Guðjón !\ Kristjánsson hefur gegnt þessari stöðu en hyggst nú flytja búferlum úr bænum til Sandgerðis, þar sem hann hefur fengið skólastjórastöðu við grunnskólann. Mörgum mun eflaust þykja éftirsjá í Guðjóni, sem hefur verið mjög vinsæll á meðal samkennara sinna og nemenda og ein helsta driffjöðrin í starfi Skagaleikflokksins á liðnum árum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.