Skagablaðið


Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 7
I Jugur við stýrið á „þjóðarskútunni“ byggðarlög líta til okkar öfund- araugum. Sigurfari á eftir að verða mikið aðdráttarafl fyrir utanaðkomandi, svo fremi að okkur takist að viðhalda þessum einstæða minjagrip með sæmandi reisn.“ Þjóðin standi öll að því að varðveita þessa þjóð- arskútu sína. — Hvað um framtíðarrekstur skipsins? „Um hann hefur nú ekki verið mörkuð endanleg stefna. Kútterinn verður eftirleiðis op- inn á opnunartíma safnsins, en ennþá er eftir að koma fyrir ýmsum munum, sem prýða eiga skipið og eins þeirri |sögusýn- ingu, sem sett verður upp í lestinni. Þá höfum við vissulega áhyggjur af viðhaldi og verndun skipsins fyrir skemmdarvörg- um, sem þegar eru farnir að láta á sér kræla. Mér sýnist einsýnt að girða verði hið fyrsta skipið eins og er, að viðgerð Sigurfara á undanförnum árum hefur dregið talsvert þrótt úr okkur til að sinna sjálfu safninu. Þar liggur því ýmislegt fyrir að gera. f fyrsta lagi vil ég nefna þær sýningar, sem safnið hefur uppi við nú þegar. Þær þurfum við að betrumbæta á ýmsan máta í samræmi við kröfur nýrra tíma og þá fjölbreytilegu möguleika, sem nú sýningartækni gerir kleift. í annan stað nefni ég gamla Garðahúsið, en þar eig- am við, sem byggjum þetta hérað, enn einn stórkostlegan minjagrip, elsta steinsteypuhús landsins og líklegaz á öllum Norðurlöndunum. Núna í vor var lokið við að gera uppdrætti af húsinu í því formi sem það var upphaflega og fyrir liggur að kostnaðaráætlun um viðgerð á því hið ytra. Það liggur sem sagt fyrir að ráðast í þær fram- kvæmdir á næsta ári og nú þarf að setjast niður og úthugsa leiðir til að fjármagna það fyr- stökustu vandræðum með geymslu- og sýningarrými.“ Möguleiki á aö byggða- safnið verði glæsilegasta safn á landinu. -Eitthvað að lokum, Gunn- laugur? „Það er nú svo fjöldamargt sem segja mætti til viðbótar, en við hljótum að geyma það til betri tíma. Ég vil þó fá að nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem stutt hafa við bakið á safninu og Sigurfara og vonast til að við megum eiga þá að enn um hríð. Það er gott að finna til þess, að áhugi Akurnesinga og nærsveitunga fyrir velferð þess- arar sameignar fer sívaxandi og ég er þess fullviss, að ef menn bera gæfu til að ljúka uppbygg- ingu þeirra þátta, sem ég nefndi hér áðan, þá verður Byggða- safnið í Görðum framvegis eitt- hvert glæsilegasta safn landsins. Svona litu bátarnir út, sem róið var á til fiskjar hér í „den“. af með mannheldri girðingu, en því miður eru bæði börn og fullorðnir prílandi um borð á öllum tímum. Nú, — síðan erum við að velta fyrir okkur ýmsum kostum varðandi fram- búðarvarðvörslu skipsins, s.s. byggingu skála yfir skipið í líkingu viðþann, semt.d. Norð- menn hafa byggt yfir heim- skautafarið Fram á Bygdoy. Ýmsir hafa stungið upp á veit- ingasölu eða öðru þvíumlíku í skipinu, en eins og ég segi: Um allt þetta hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun ennþá. Ég tel þó rétt að það komi hér fram, að við erum nú að undir- búa viðræður við yfirvöld minjavörslunnar í landinu um hlutdeild í kostnaði við rekstur skipsins í framtíðinni, en að minni hyggju er fráleitt annað en öll þjóðin standi að því að varðveita þessa þjóðarskútu sína.“ Yandræði með geymslu og sýningarrými. — En svo við víkjum ögn að sjálfu byggðasafninu. Hvað er þar á döfinni á næstunni? „Það verður nú að segjast irtæki, sem raunar er ekki stórt. Síðan er hugmyndin að færa húsið í upphaflegan búning hið innra og koma þar fyrir minja- sýningu um kristnihald og bús- etu manna í Görðum, en jafn- framt kemur til greina að finna þessu ágæta húsi eitthvert lif- andi hlutverk meðfram því. Að síðustu vil ég svo nefna stækkun nýja safnhússins, en eins og menn vita er ólokið byggingu síðari áfanga þess. Við erum nú að endurskoða fyrirliggjandi teikningar með arkitektinum Ormari Þór Guðmundssyni og þar hafa menn fullan hug á að fella að sjálfu byggðasafninu ýmsa aðra menningarstarfsemi s.s. lista- og náttúrugripasafn með að- stöðu fyrir hinar fjölbreytileg- ustu farandsýningar. og ýmis- konar menningarlegar uppá- komur, þannig að glæða megi starfsemi safnsins stöðugu lífi. Ég er að gera mér vonir um að við getum byrjað á byggingu þess áfanga næsta vor, enda má það ekki dragast lengur að menn ljúki við safnhúsið. Við erum komnir í algjört óefni með muni safnsins og eigum í En til þess að svo megi verða þurfa menn vitaskuld að sýna nokkurn metnað fyrir þess hönd og mega þar að auki aldrei láta sér til hugar koma, eins og raunin varð með marga í sam- bandi við kútter Sigurfara, að við höfum ekki efni á því að halda utan um eigin menningar- arf. Slíkt metnaðarleysi er ó- fyrirgefanlegt. Menn eiga að minni hyggju þvert á móti að bretta upp ermarnar og kapp- kosta að halda utan um sérstöðu síns byggðarlags til að efla sam- kenndina og eiga eitthvað til að gefa gestum sínum. Ég nefni t.d. þann fjársjóð sem tengdur er afrekum Akurnesinga á sviði knattspyrnunnar og raunar á fleiri sviðum íþrótta. Mér sýnist sjálfgefið að þessi þáttur okkar menningarlífs skipi veglegan sess í byggðasafninu og þarna eigum við Skagamenn að hafa frumkvæði og koma á legg glæsilegri sýningardeild. Og þetta getum við gert á fjölmörg- um öðrum sviðum. Aðalatriðið er að vera sæmilega stórhuga og horfa ekki sífellt á tærnar á sér í þessum efnurn." ming 7 I

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.