Skagablaðið


Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 9
'B 13 KI □ Œfl G3 B ffl Hl H [n] [□■ Óvenjmikið var um skipakomur hingað til Akraness á fimmtu- dag I síðustu viku. Þann dag komu hingað þrjú frystiskip til að taka freðfisk, Hofsjökull, Jökulfeli og svo norskt skip í leigu Sambandsins. Um kvöldið kom svo strandferðaskipið Esja til að taka sement. Mikill hluti af öllu sementi, sem fer pakkað út á land fer orðið með strandferðaskipum og eru hér oftast eitt eða tvö skip frá Ríkisskipum til að taka sement. Flutningaskipið Haukur losaði á föstudag 1200 tonn af gjalli til Sementsverksmiðjunnar. Þessi farmur kom frá Danmörku og mun ætlunin að flytja inn 5-10.000 tonn gjalls í sumar, þar sem ofn verksmiðjunnar hefur ekki undan að brenna það gjall, sem þarf til að anna eftirspurn eftir sementi. Togarinn Haraldur Böðvarsson kom inn til löndunar á fimmtu- daginn með 160 tonn af fiski. Um 100 lestir reyndust þorskur en hitt var karfi og ufsi. Rækjuveiðamar hjá Sólfara hafa gengið sæmilega það sem af er. Alls mun báturinn vera búinn að fá um 16 lestir af rækju. Afla sínum landar hann fyrir norðan, einkum á Skagaströnd og er hann sóttur þangað á bíl og fluttur hingað til Akraness, þar sem hann er unninn í rækjuvinnslu Þórðar Óskarssonar. Krossvíkin kom svo inn á sunnudag. Ekki var þó landað úr skipinu fyrr en á mánudag. Afli hennar í þessum túr var um 150 lestir sem er fullfermi. Aflinn var að langmestu leyti þorskur. Ránin kom inn um síðustu helgi úr síðasta humartúr sínum á þessari vertíð. í þessari veiðiferð lauk hún við að afla upp í kvóta sinn, sem var um 6 lestir. Humarinn hefur verið unninn hjá Hafeminum og hefur aflanum verið landað í Sandgerði og sóttur þangað á bílum nema þegar verið hefur helgarfrí. Þá hefur báturinn landað hér. Bjarni Ólafsson kom inn til löndunar á mánudag úr sínum þriðja rækjutúr á vertíðinni. Aflinn var að þessu sinni 30 lestir en auk þess var hann með um 10 tonn af fiski, mestmegnis grálúðu. Stærstu rækjunni hefur verið landað í Reykjavik og fer hún þaðan beint á erlendan markað heilfryst. Minni rækjunni er landað hér og verður hún fullunnin í rækjuvinnslu Þórðar Óskarssonar. Afli togaranna frá áramótum fram til mánudags var sem hér segir: Haraldur Böðvarsson 2330 lestir, Krossvík 1915 lestir, Höfðavík 1288 lestir en hún hefur orðið fyrir miklum töfum frá veiðum vegna bilana. Skipaskagi hefur aflað 247 lestir en hann hóf ekki veiðar fyrr en um miðjan maí. Yfirkennari Við Brekkubæjarskóla er laus staða yfirkennara. Umsóknarfrestur er til 12. júlí. Upplýsingar gefur skólastjóri, Viktor A. Guðlaugsson, í síma 2820 og fráfarandi yfirkennari, Guðjón Þ. Kristjánsson, í síma 2563. Auglýsið f Skagablaðinu Vinnuslys Það vinnuslys varð í Sements- verksmiðjunni í síðustu viku, að maður, sem var við vinnu ofan á sanddælurörinu missti jafnvægið og féll niður á steinsteypta Faxa- brautina. Við fallið hlaut hann nokkur meiðsl, mun m.a. hafa brotnað, en er nú allur á batavegi. Leiðréttingar í síöasta blaði misritaðist nafn Sölva Fálssonar, skipstjóra á Höfðavík og hann sagður Bjama- son. við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Þá má geta þess að Akra- nesbær ætlar að setja malbik á göturnar en ekki olíumöl, eins og ranglega var haldið fram í síðasta blaði. Laust starf Svæðisstjórn Vesturlands auglýsir laust til umsóknar fullt starf sem veitist frá og með 5. júlí. Um er að ræða vaktavinnu. Laun samkvæmt samningi BSRB. nánari upplýsingar veita þroskaþjálfar í síma 93-2869. Umsóknarfrestur er til 2. júlí og skal senda umsóknir til Sambýlisins, Vestur- götu 102, 300 Akranesi. SKAGA cr 'c <$>y IJÆR I I VÖRUMARKADUR 1 ##/#### MK36ÆR 3 S ' H76 GAROAGRUND S K)30 1 Helgarfjör á Hótelinu FIMMTUDAGSKVÖLD: Tríó Quðlaugar Helgadóttur leikur á Bárunni FÖSTUDAGSKVÖLD: Dúndrandi diskótek frá 23-03. LAUGARDAGSKVÖLD: Hljómsveitin Beifigor skemmtir með sinni rómuðu og vönd- uðu tónlist. Tónlist fyrir alla. Athl snyrtilegur klæðnaður. Opið til 03. „Topp-10“ videó VHS-videoleigan Háholti 9 1. fl) Return to Eden I- III 2. (2) Trading places 3. (3) Widows I-II 4. (7) Lace II 5. (8) Marathon man 6. (9) Killer 7. (4) Romancing the stone 8. (5) The natural 9. (-) Richie 10. (-) Paternity Sýnum þessa frábæru mynd á sunnudag, mánudag og þriðjudag kl. 21. Úr blaðadómum: „Er án vafa með skarpari stíðsádeilumyndum sem gerðar hafa verið á seinni árum." „Ein besta myndin í bænum." Sýnum í kvöld og annað kvöld, flmmtu- dagskvöld, kl. 21 myndina 16 ára (Sixteen candles). 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.