Skagablaðið


Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 11
Katrín reyndist hæfileikaríkust Jónsmessumot peirra Leynismanna fór fram með pompi og pragt sl. laugardags- kvöld og var að vanda leikið vel fram yfir miðnætti nótt ekki væri nákvæmnin höfð í fyrir- rúmi svona undir það síðasta enda mótið meira til gamans en hitt. Verðlaun kvöldsins voru nokkuð óvenjuleg og að þessu sinni voru menn ekki verð- launaðir fyrir afrek á vellinum heldur ýmis önnur tilþrif. „Sveifla kvoldsins" hétu ein verðlaunin, auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir besta göngulagið, frumlegasta klæð- aburðinn, mestu samheldni „holls“ (holl er orð á golfmáli yfir hóp keppenda sem leikur saman) og loks sérstök viður- kenning fyrir bestu hæfileikana. Þau komu í hlut Katrínar Ge- orgsdóttur en eiginmaður hennar, Janus Bragi Sigur- bjömsson, hlaut verðlaun fyrir besta göngulagið. Birgir og Borg- ar fengugull - góður árangur 6. flokks á Tommahamborgaramótinu Pollamir í 6. flokki stóðu sig með miklum ágætum á Tomma- hamborgaramótinu, sem fram fór í Vestmannaeyjum um helg- ina. B-liðið komst alla leið í urslit mótsins en A-liðið átti erfiðara uppdráttar og hafnaði í 3. sæti í sínum riðli. B-liðið burstaði Fylki 9 - 0 í Stúlkur á sigurbraut Við höldum áfram með hina þrælskemmtilegu framhalds- sögu okkar „Stúlkur á sigur- braut“ ■ þessu blaði sem öðmm. Sagan fjallar um 3. flokk kvenna í knattspymu. Þær hafa hingað til lagt hvem andstæð- inginn af öðram að velli og nú síðast lið KR. Sá leikur fór frma s.l. sunnu- dag og vannst sigur 3 - 2. ÍA komst í 3 - 1 og þannig var staðan í hálfleik. KR stúlkurnar minnkuðu síðan muninn í eitt mark, en síðan kom ekki til greina að hleypa þeim neitt nær og úrslit leiksins því ráðin. Þær sem skoruðu mörkin voru íris Dögg, Magnea og Anna Lilja. Dagbók vall- argestsins Miðvikud. 26. júní kl. 20 4. flokkur f A - Þróttur Fimmtud. 27. júní kl. 20 1. deild kvenna ÍA - ÍBK Sunnud. 30. júní kl. 14 3. flokkur kvenna ÍA - UBK Mánud. l.júlíkl. 20 Bikark. kvenna ÍA - Haukar Þríðjud. 2. júlí kl. 20 3. flokkur ÍA - Víkingur fyrsta leik sínum, vann síðan Breiðablik 2-0, Reyni 4 - 0 en gerði jafntefli, 1 : 1, gegn Val. Þessi úrslit tryggðu efsta sætið í riðlinum og í undanúrslitunum mættu strákarnir gestgjöfunum, Tý, í hörkuleik. Honum lauk án marka og varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Skagamenn betur og unnu 3 : 2. Hefðu meistaraflokksmenn haft gott af því að skoða vítaspyrnu- tæknina hjá þeim ungu. I sjálf- um úrslitaleiknum gegn KR máttu okkar strákar svo þola tap, 0 : 2. A-liðið vann Fylki, 8 : 0, í fyrsta Ieiknum en tapaði síðan 0 : 3 fyrir Breiðabliki. Þá kom 1 : 0 sigur á Reyni en svo 0 : 0 jafntefli gegn Val. Strákamir höfnuðu í 3. sæti í riðlinum. Tveir leikmenn Skagamanna hlutu sérstök verðlaun á mót- inu. Birgir Leifur Hafþórsson, sem hlaut knattspynuskó í verð- Iaun frá okkur á Skagablaðinu fyrir skemmstu, fékk gullverð- laun fyrir skothittni en hann hitti 4 skotum af 5 í gat á stóm spjaldi af 6 m færi. Vann Birgir Leifur með yfirburðum. Þá fékk Borgar Þór Einarsson gullverð- laun fyrir vítahittni í eldri árg- angi. Sló hann öllum keppinaut- um sínum í mótinu við. Glæsi- lega gert Borgar Þór og Birgir Leifur. Þórður • en ekki Þórður í síðasta tölublaði sögðum við að Þórður Þórðarson, leikmaður 4. flokks hefði fengið að sjá rauða spjaldið í leik um daginn, en það er ekki rétt. Hið sanna er að það var Þórður Ragnarsson sem fékk að líta hinn umtalaða lit og viljum við koma á framfæri afsökunar- beiðni til Þórðar Þórðarssonar. Það er jafn óvenjulegt og jafn illt til afspurnar þótt Þórður Ragnarsson eigi í hlut og er það von okkar að hann láti þetta ekki henda sig aftur. Tapogeimfékkað auki rautt spjakl Það var hamagangur á hóli þegar ÍA og ÍBK mættust í 3. flokki hér á Skaganum á þriðjudag í síðustu viku. Tveir vom reknir af velli í leiknum m.a. markvörður Skagamanna, og þyk- ir okkur hér á Skagablaðinu orðið nóg af rauðum spjöldum í yngri flokkunum þessa dagana. Haraldur Ingólfsson skoraði eina mark Skagamanna í leiknum en vonir þeirra um að komast í úrslitin dvínuðu talsvert við þetta tap. Vanir menn, góðir menn Vanir menn sýndu og sönnuðu að þeir eru sérlega „vanir menn“ þegar þeir voru á heimleið af leik Vals og f A s.l. laugardag. Þannig er mál með vexti að þeir „tippa“ á úrslit leikjanna og safnast yfirl- eitt dágóður peningur í pottinn. Enginn vann pottinn í þetta sinn því ÍA átti að vinna Val og það helst stórt. Þegar vanir menn komu Ferstiklu þá hittu þeir göngugarpinn Reyni Pétur og eins og „vönum mönnum“ sæmir þá gáfu þeir pottinn í Sólheima- söfnunina. Sóma menn, vanir menn. Við fréttum einnig að þegar liðsmenn m.fl. ÍA hittu Reyni Pétur þá hafi þeir fært honum meðal annars búning og fána í A. Dregið hjá stelpunum í síðustu viku var dregið í stuðningshappdrætti kvenna- knattspymunnar hér á Akra- nesi og komu vinningamir á eftirtalin númer: Utanlandsferð með Sam- vinnuferðum/Landsýn á miða nr. 418, skíðanámskeið í Kerlingafjöllum á miða nr. 593, vöruúttekt í Óðni á miða 414, úttekt í veitingahúsinu Stillholti á miða nr. 793, vöru- úttekt í Akraprjóni á miða nr. 159, vöruúttekt í Akra- sporti á miða nr. 326, vöru- úttekt hjá Einari Ólafssyni á miða nr. 461 og vöruúttekt hjá Hörpuútgáfunni á miða nr. 8. Upplýsingar um vinning- ana eru veittar hjá Steini Helgasyni, þjálfara kvenna- liðsins, í síma 1899. Steinn býr að Reynigrund 34. Sumarafleysingar Starfskraftar óskast til sumarafleysinga á dag- heimili Sjúkrahúss Akraness frá og meö 13. júlí annars vegar og 30. júlí hins vegar. Upplýsingar veitir forstöðumaöur dagheimilis- ins, þó ekki í síma. Frá Bæjarfógetanum á Akranesi: Til sölu fiskverkunarhús Skiptaráðandinn á Akranesi hefur til sölu fiskverkunarhús að Ægisbraut 15. Húsið mætti einnig nota sem verk- stæði. Undirritaður skiptaráðandi veitir allar upplýsingar varðandi söluna. Skiptaráðandinn á Akranesi, Ásmundur Vilhjálmsson, ftr. ii

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.