Skagablaðið


Skagablaðið - 03.07.1985, Síða 1

Skagablaðið - 03.07.1985, Síða 1
Glæpurinn var aldrei framinn „Ég vil ekkert annað um málið segja en það, að þetta er allt saman Ieyst,“ sagði Þórður Osk- arsson, útgerðarmaður, er Skaga- blaðið hafði samband við hann til þess að spyrjast fyrir um hvað væri hæft í lítilli frétt sem birtist í DV í síðustu viku og greindi frá „þjófnaði“ tveggja Iögreglu- manna á bílhræi frá ónafngreind- um útgerðarmanni (Þórði Osk- arssyni). Fréttin, sem ekki var mikil að burðum, hefur vakið talsverða athygli ekki síst fyrir þá sök, að þar eru opinberir embættismenn þeim sökum bornir að hafa tekið annars manns eign ófrjálsri hendi. Skagablaðið hafði samband við Svan Geirsal, yfirlögregluþjón, Ökumenn spurðir og var hann ekki par ánægður með þessa „frétt“ blaðsins. Sagði að sér fyndist lágmark að hafa samband við sig sem yfirmann lögreglunnar hér á Akranesi áður en starfsmenn undir hans stjórn væru þjófkenndir. Mál þetta hefði verið einn allsherjar misskilning- ur frá upphafi en ekki hefði verið hægt að skýra það til fullnustu fyrr enn núna á síðustu dögum, þar sem einn hlutaðeigandi aðila hefði verið erlendis. Hann var nú kominn heim og málið þar með úr sögunni. Svanur sagði svona fréttafutn- ing enn verri en ella fyrir þá sök, að lögreglumenn væru sífellt á milli tannanna á fólki og þeir væru margir sem biðu færis að koma á þá höggi - jafnvel þótt enginn fótur væri fyrir ásökunun- um. I’etta væri dæmi um hvernig auðvelt væri að nýta sér fréttaskot DV til þess að koma höggi á fólk því eins og í þessu tilviki væri fréttin skrifuð án þess að sann- leiksgildi hennar væri kannað fyrst. Fór betur en á horfðist Mönnum leist ekki meira en svo á blikuna er þeir komu að skipalyftunni hjá Þorgeir & Ellert í því ástandi sem hún var í eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Við fyrstu sýn var engu líkara en lyftupallurinn hefði brotnað en svo reyndist sem betur fer ekki vera. Spil höfðu aðeins staðið á sér og þegar fjaraði út að nýju var tekið til við viðgerðir og þeim lokið á skömmum tíma. spjörun um úr Ökumenn hér á Akranesi vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið er lögreglumenn stöðvuðu bfla þeirra í síðustu viku, drógu upp heljarmikinn spurningadoðrant og tóku að spyrjast fyrir um nánast alla skapaða hluti, meira að segja hvert menn væru að fara og í hvaða erindagjörðum! Þrátt fyrir nærgöngular spurningar var fulltrúum hins opinbera vel tekið og menn leystu yfirleitt mjög greiðlega úr spurningunum, sem fyrir þá voru bornar. Spurningarnar voru hluti af risastóru „prógrammi“ sem lög- reglan um land allt fékk í sínar hendur. Voru spurningarnar af öllum hugsanlegum toga; hvort menn notuðu bílbelti, hvort bíl- belti væru í aftursætum, hvort höfuðpúðar væru í bílnum, hvort menn væru með ökuskírteinið á sér, tryggingarskírteini og guð einn veit hvað. Þá var rækilega skráð niður hvort ökumaður væri karl eða kona, hversu margir farþegar voru í bílnum, hvort bíllinn væri skoðaður, á hvernig dekkjum hann væri og svo má lengi telja. Alls hafði lögreglan tal af um 60 ökumönnum hér í bænum og gekk könnunin snurðulaust fyrir sig. Niðurstaða úr henni er að vænta núna einhvern tíma síðari hluta vikunnar. Skuklir handknattleiksráðs nema um 650 þúsundum króna: Verður enginn handbolti iðkaður hér næsta vetur? —víxlar, sem ráðsmenn eru ábyrgir fyrir, falla nú á næstu vikum Verður enginn handknattleikur stundaður á Akranesi næsta vetur? Þetta er spurning sem menn velta nú mjög fyrir sér og hreint ekki að ástæðulausu. Skuldir handknattleiksráðs nema nú nefnilega um 650 þúsund krónum. Þrátt fyrir þokkalegan rekst- istímabilsins. ur ráðsins í vetur hefur gengið „Ef það gerist ekki eitthvað erfíðlega að láta enda mætast. róttækt á næstunni held ég að Þjálfari meistaraflokks karla á illa kunni að fara,“ sagði heim- t.d. eftir að fá lokagreiðslu sína ildarmaður blaðsins, sem hefur og útistandandi félagsgjöld fylgst vel með handknattleikn- nema um 15.000 krónum. Lítið hefur því gengið að greiða niður skuldirnar, sem handknatt- leiksráð tók við í haust, cn þær voru 690 þúsund í upphafi vetrar. Samkvæmt heimildum Sk- agablaðsins er síður en svo gott hljóð í handknattleiksmönnum bæjarins. Óróleiki var í hand- knattleiksráði sl. vetur og sagði formaðurinn m.a. af sér snemma vetrar og aðrir tóku við. Smám saman heltust rnenn úr lestinni og ráðið var orðið fáliðað er leið að lokum keppn- (jr leik mfl. í 3. deildinni í vetur um og störfum handknattleiks- nýtur ekki lengur lánstrausts, ráðs í vetur. „Það mætti segja og lengi vel fram eftir vetri voru mér, að menn skiptu um félag, að skjóta upp kollinum gamlir færu jafnveltilReykjavIkureða reikningar, sem enginn vissi af færu jafnvel að leika með Sk- eða þá að menn héldu hafa allagrími,“ bætti hann við. verið greiddafyrir löngu. Skuld- Fjárhagsóreiða innan hand- ir við Sæmund Sigmundsson, knattleiksráðs hefur verið höf- sérleyfishafa, nema t.d. hundr- uðverkur mörg undanfarin ár. uðum þúsunda. Meðlimir hand- Er víða svo komið, að ráðið knattleiksráðs gengust í ábyrgð fyrir ýmsum skuldbindingum í vetur og falla margir vfxlar nú á næstu mánuðum. Er spurning hvort viðkomandi verða að borga úr eigin vasa. ,. Það þarf ekkert að segja mér það, að það á eftir að ganga erfiðlega að fá menn til starfa í handknattleiksráði í haust vit- andi það að skuldirnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Ef ekki fæst neinn til þess að stjórna þarf ekki að gera því skóna að send verði lið héðan tii keppni," sagði heimiidar- maður blaðsins.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.