Skagablaðið


Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 5
Grillað í góðviðri Það er ekki á hverjum degi sem ungir krakkar bjóða foreldrum sínum út að borða og skemmta þeim svo á eftir. Þetta gerðu þó krakkarnir á leikskólanum við Víðigerði á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Þau héldu heljarmikla grill- veislu og „réttur dagsins" var pulsur. Uppáhaldsmatur þeirra yngri. Þau sáu síðan um létta „dinner-músík“ meðan á máltíð- inni stóð, þ.e.a.s. þau sungu öll þau lög sem þau kunnu fyrir foreldrana. Þegar allir höfðu borðað nægju sína, var farið í leiki. Ekki var annað hægt að sjá en allir skemmtu sér hið besta og hafi átt ánægjulegan dag. Einhver börn höfðu þó á orði að þetta mætti nú ekki vera of skemmtilegt, því þá væri sú hætta á að foreldrarnir færu að koma á hverjum degi og hver ætti þá að vinna fyrir heimil- inu á meðan. Já, það er hugsað fyrir öllu. „Mikill munur á aðstöðu unglinga til framhaldsnáms" VftQUHWVH „Ráðstefna Kvennalistans í Varmalandi í Borgarfirði 22. - 23. Vesturlandskjördæmi haldin að júní 1985 telur að í kjördæminu Ertu viss uBi að' þá viljir ekki sjá myndina „Dómari á bálum ís11 aftur. minn. Ég hef aldrei áður ■: verið spurð um nafn, aldur, | 1 beiuilisfang, síma, „raáiin’* Vkog hvorf ég vilji koua í 'bíó.j sé mikill munur á aðstöðu ungl- inga til framhaldsnáms eftir að 9. bekk grunnskóla lýkur í heima- héraði. Sækja þarf menntun að miklu leyti út fyrir kjördæmið og þá að mestu til Reykjavíkur. Kvennalistinn í Vesturlands- kjördæmi beinir því til allra sýslu- nefnda í kjördæminu að þær hver fyrir sig hlutist til um að keyptar verði eða leigðar íbúðir í Reykja- vik sem námsfólk sýslunnar fái til afnota og geti þar með átt tryggan samastað á meðan á námi stendur.“ Þannig hljóðar ályktun Kvennalistans á Vesturlandi um misjafna aðstöðu nemenda til framhaldsnáms innan kjördæmis- ins, sem gerð var á ráðstefnu hans að Varmalandi í Borgarfirði dag- ana 22.-23. júní sl. Á ráðstefnunni voru tekin til umfjöllunar „ýmis málefni sem brenna á konum og öllum landsmönnum í dag“ eins og tekið er til orða í fréttatilkynn- ingu sem Skagablaðinu hefur borist. Auk framangreindrar ályktun- ar samþykkti listinn þrjár aðrar ályktanir; um landbúnaðarmál, stöðu kvenna í fiskvinnslu og skólamál í dreifbýli. Sökum þrengsla verður því ekki við kom- ið að birta allar þær ályktanir enda þær talsvert miklar að burð- um sumar. Auglýsið f Skagablaðinu „Topp-10“ video VHS-videóleigan Háholti 9 1. (4) Lace II 2. (7) Romancing the stone 3. (3) Widows I II 4. (2) Trading places 5. (-) Nýtt líf 6. (-) Paly Misty for me 7. (-) Two mules for sister Sara 8. (-) Airport ’69 9. (6) Killer 10. (10) Paternity Útboð Sementsverksmiöja ríkisins óskar eftir tilboöi í aö rífa og fjarlægja húsið númer 102 við Suðurgötu og ganga frá lóö. Útboðsgagna má vitja á Verkfræði- og teiknistof- unni sf., Kirkjubraut 40, Akranesi og þar verða tilboð opnuð föstudaginn 12. júlí kl. 14. Skaga-video 1. (1) Police academy 2. (2) Return to Eden I-III 3. (-) Wild heart 4. (3) Richie 5. (-) The big switch 6. (4) Bad Ronald 7. (-) Good times 8. (5) Apocalypse now 9. (6) American drive in 10. (7) Hlébarðadrengurinn Sementsverksmiðja ríkisins Bólstrun—Bólstrun Klæðningar og viðgerðir á húsgögnum og bílsæt- um. Úrval výnil- og leður- áklæðissýnishorna. Útvega svampdýnur af öllum stærðum og gerðum. Gerum föst verðtilboð. bólstrun Knúts K. Gunnarssonar Sóleyjargötu 6a ■ Sími 1360 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.