Skagablaðið


Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 12
Nýr fiskibátur sjósettur hjá Knerri sl. föstudag Eins og sjá má er bifreiðin mjög illa farin. Doddi SH-222 rétt áður en báturinn var sjósettur. Nýr fiskibátur, sem hlaut nafnið Doddi SH-222, var á föstudag sjósettur hjá bátasmíðastöðinni Knerri hér á Akranesi. Báturinn er úr trefjaplasti, tæplega 10 lestir að stærð. Byrjað var á smíði bátsins sl. haust. í Dodda er 100 hestafla vél af japanskri gerð. f honum eru öll venjuleg siglingatæki, sem sett eru í báta af þessari stærð. Bátur- inn er búinn til neta-, línu- og handfæraveiða. Öll smíði bátsins er hin vandaðasta og til hins mesta sóma fyrir Knörr, en eig- andi fyrirtækisins er Jóhann Árs- ælsson, skipasmiður. Tilbúinn til veiða mun báturinn kosta um 3,5 milljónir króna. Þetta er annar báturinn, sem smíðaður er i þessu móti nema hvað Doddi er frambyggður en sá fyrri var afturbyggður. Doddi hélt til heimahafnar sinnar um helgina en hann mun verða gerður út frá Rifi og fer á handfæraveiðar innan skamms. „Dæmige irtfyh ir stefnul eysið“ - segir Jóhann Finnur Halldórsson, bæjanitarí um áhugaleysi fyrirtækja í þátttöku á „Heimilið ’85“ Hörmulegur endir á ökuferð ungs próflauss ökumanns: „Rústaði" bflinn á með an faðirinn veiddi lax Hún cndaði ekki gæfulega öku- ferðin hjá piltinum unga, sem tók nýjan bfl föður síns traustataki og hugðist reyna ökuleikni sína þrátt fyrir að hann væri aðeins 16 ára og hefði þar af leiðandi ekki bflpróf. Á meðan faðirinn stundaði lax- veiðar brá pilturinn sér undir sýri og hugðist reyna nýja fákinn, fallegan bíl af Audi-gerð. Öku- ferðin varð ekki löng því stráksi velti bílnum við Lambhaga og nánast lagði hann í rúst. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst mun ökumaðurinn ungi hafa meiðst nokkuð en þó sloppið mun betur úr þessum hildarleik en á horfðist í fyrstu. „1 mínum augum er þetta dæmigert fyrir það stefnuleysi í auglýsinga- og markaðsmálum sem einkennir fyrirtæki á Akra- nesi,“ sagði Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjarritari, og var ómyrkur í máli í garð fyrirtækja bæjarins. Ummæli bæjarritarans komu í framhaldi af þeirri fyrirspurn blaðsins hvort það yrði að raun- veruleika að nokkur fyrirtæki héðan af Akranesi stilltu saman strengi sína og sýndu á sýningunni „Heimilið ’85“ í Reykjavík síðar í sumar. Skagablaðið hafði áður skýrt frá því að ein 10 fyrirtæki í bænum hefðu sýnt á því áhuga að vera með í sýningunni en þegar til átti að taka bárust aðeins svör frá þremur fyrirtækjum - þar af 2 jákvæð. Það verður því sennilega lítið úr framkvæmdum. „Það er kannski talandi dæmi um stefnuleysið í því að tvö fyrirtæki mjög svipaðs eðlis sögð- ust aðeins mundu taka þátt í sýningunni ef samkeppnisaðilinn gerði slíkt hið sama, hannes Finnur. sagði Jó- Blaðið hækkar Frá og með næsta tölublaði mun Skagablaðið hækka um 10 krónur og kosta kr. 50 í lausasölu en kr. 45 til áskrif-, enda. Þessi hækkun stafar af tæplega 20% hækkun prent- kostnaðar, hækkun á pappír og nú síðast launum. Okkur er óljúft að þurfa að hækka blaðið en valkostirnir eru tveir og báðir slæmir; annar er sá ofangreindi en hinn er að minnka blaðið í 8 síður og hafa verð þess kr. 35. Við veljum fyrri kostinn og vonum að þið, lesendur góðir standið með okkur. Ef ekki, látið okkur heyra. Parisarstemn- ing á Akratorgi Það er óhætt að segja að nokk- urskonar „Parísarútikaffihúsa- stemmning“ hafi ríkt á Akratorgi s.l. föstudag. Þar var búið að koma fyrir borðum og stólum og gat fólk keypt sér kaffi og með- læti, sest niður og látið sér líða vel. Var ekki annað hægt að sjá en framtakið hafi mælst vel fyrir, því mikill mannfjöldi lagði leið sína niður á torg til að litast um á útimarkaðnum og fá sér síðan kaffi á eftir. Það voru Soroptismakonur sem stóðu að þessu útikaffihúsi og var þetta einn liður í fjáröflun þeirra og við vonum að sú fjáröflun hafi gengi vel og þær haldi þessu áfram. Eins og sjá má á myndinni var „heimilislegt“ á torginu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.