Skagablaðið


Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 1
A seglbretti Okkur þótti hann tignarlegur ungi maðurinn sem var að sigla á seglbrettinu sínu í sjónum við Langasand einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. Ekki vitum við hvort hann er að leggja upp í för til Astralíu eða Japans, en líklegast þykir að hann sé einungis að sigla fram og tilbaka þarna í fjörunni. 4 í landsliðinu íslendingar eiga að spila tvo landsleiki við Færeyinga nú í þessari viku. Ekki þykja það merkilegustu tíðindi í heimi og við hefðum eflaust ekki minnst á leikina nema að því leyti að annar landsleikurinn verður leikinn hér Reykjavík og Akureyri slegið við íslandsganga Reynis Péturs Ingvarssonar er það afrek ein- staklings sem vafalítið á eftir að bera hvað hæst þegar litið verður yfir farinn veg um áramótin. Alls er nú talið, að Reynir Pétur hafi nælt Sólheimum í um 5 milljónir króna með uppátæki sínu en þessi fjárhæð fékkst með gjöfum, framlögum og áheitum á meðan göngunni stóð. Það vakti athygli á sínum tíma þegar bæjarstjórn Akureyrar af- henti Reyni Pétri ávísun með framlagi upp á eina krónu fyrir hvern bæjarbúa, alls tæplega 14.000 krónur. Reykjavíkurborg lagði 250.000 krónur í Sólheima- sjóðinn, rétt rúmar 3 krónur pr. íbúa en nú getum við upplýst að Skagamenn slógu báðum þessum “höfuðstöðum" landsins við. Skagamenn gáfu 20.000 krónur í söfnunina eða rétt tæpar 4 krónur á hvern íbúa. á Akranesi. Verður sá leikur á föstudaginn kl. 20. Landsliðsnefnd hefur tilkynnt val sitt á liðinu og munu tveir Skagamenn vera í þvf í báðum leikjunum og síðan aftur tveir til viðbótar í leiknum hér á Akra- nesi. Peir tveir leikmenn sem verða í báðum leikjunum eru þeir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson. Síðan í leiknum hér bætast þeir Hörður Jóhannesson og Guðjón Þórðarson við. Við Skagamenn eigum því fjóra leikmennn í landsliðinu í leiknum hér á Akranesi og er ekki að efa að áhorfendur munu fjölmenna á leikinn og fylgjast með sínum (okkar) mönnum og hvetja lands- liðið til sigurs í þeim leik. Bæjarstjóm í sumarfrí Fundur bæjarstjórnar í gærdag var sá síðasti áður en hún tók sér sumarleyfi. Næsti fundur bæjarstjórnar verður ekki fyrr en þriðjudaginn 27. ágúst þannig að bæjarstjórn- arfulltrúarnir taka sér 6 vikna hlé. Ekki mun þeim veita af smá afslöppun ef að líkum lætur því það er ekki tekið út með sældinni að gegna em- bætti bæjarfulltrúa eins og sjá má reyndar á baksíðu í um- fjöllun um laun þessa fólks. „Það verður handbolti næsta vetur og ekkert uppgjafaihljóð í okkur“ ■segir Gunnar Sigmundsson, sem nýlega hefur tekið við formennsku í handknattleiksráði og hyggst rífa starfið upp með nýjum mönnum „Við erum nú ekkert allt of hressir með greinina ykkar í Skagablaðinu,“ sögðu þeir Gunnar Sigmundsson, nýlega orðinn formaður Handknattleiksráðs, og Kristinn Reimarsson, ritari ráðsins, er þeir komu að máli við Skagablaðið í framhaldi af fréttinni á forsíðu í síðustu viku, þar sem því var velt upp hvort hugsanlega yrði enginn handknattleikur stundaður á Akranesi á vetri komnada. „Það verður handbolti næsta vetur og ekkert uppgjafarhljóð í okkur," bættu þeir félagar við og sögðu að nú þegar væru komnir fjórir menn í ráðið og tveir til viðbótar væru í sigtinu. “Hugmyndin hjá okkur er að keri, þegar ráðsmenn. ákveðnir sem Róttækar aðgerðir — Hvernig hafið þið hugsað ykkur að reyna að klippa aftan af skuldahalanum? Tveir forkólfar hins nýja handknattleiksráðs, Kristinn Reimarsson (t.v.) vera með 7 manna ráð og að fela hverjum ráðsmanni umsjón með ákveðnum flokki, utan gjaldkeranum. Honum erætlað að helga sig því embætti alfarið. Skuldirnar eru nokkuð miklar, þó ekki eins miklar og þið sögðuð frá í blaðinu.“ Auk Gunnars og Kristins eru þeir Gunnar Viðarsson og Magnús Brandsson, sem verður gjald- „Það er Ijóst,“ sagði Gunnar, „að eitthvað verður að gera og það róttækt. Hvað það verður liggur ekki endanlega ljóst fyrir en margar hugmyndir eru uppi. fjáröflun hefst af krafti í byrjun ágúst.“ — Hvernig fer með víxlana sem falla á næstu vikum? „Víxlarnir eru ekkert að falla. Við fáum þeim framlengt og reynum eftir mætti að greiða af þeim.“ — Er íþróttabandalagið ábyrgt ef í harðbakkann slær? „Nei, við erum með sjálfstæð- an fjárhag og verðum að standa við okkar skuldbindingar. Það er ofur eðlilegt.“ — Hafið þið einhverja skýringu á hinum miklu skuldum ráðsins? „Það er erfitt að benda á einhverja einhlíta skýringu en sennilegast er þó að aðhald hafi ekki verið nægt svo og hitt, að fjárhagsáætlanir hafa ekki verið gerðar. Við ætlum okkur að ráða bót á því og reyna af fremsta megni að fylgja henni og reyna jafnframt að greiða niður skuldirnar.“ — Fer ekki allur kráfturinn í að halda ráðinu á floti og hversu mikið kostar rekstur þess á einu keppnistímabili? Markmið „Það fer auðvitað mikill tími í fjármálin en við höfum sett okkur þau markmið, að koma meistaraflokki karla upp í 2. deild og meistaraflokki kvenna í 1. deildina á ný. Þá er ætlunin að reyna að stórefla starfið í yngri flokkunum og einn liður í því verður handknattleiksskóli, sem við höfum mikinn hug á að halda hér eftir nokkrar vikur. Slíkt hefur ekki verið gert áður. En hvað varðar rekstur á ráðinu gæti ég trúað að hann kostaði ekki undir hálfri milljón á ári,“ sagði Gunnar. — Hafa einhverjir hinna nýju ráðsmanna verið í handknatt- leiksráði áður? „Nei, enginn nema ég,“ sagði Gunnar. „Hinir eru allir nýliðar á þessum vettvangi en það er mikill hugur í mönnum. Ég vil í lokin koma því á framfæri, að síðasta ráð gerði margt gott og stöðvaði t.d. skuldauppsöfnun- ina og náði að greiða hluta skuldanna niður. En betur má ef duga skal.“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.