Skagablaðið


Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 2
Skagablaöid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Magnús Ingvason. Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Emil Þór Guömundsson, tæknifræöingur hjá Trésm. Guöm. Magnússonan Veróa skattpreiðendur a6 greiða fyrir duttlunga? Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsingaog áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. ' [E H ffl □ IE [öl IB S] m ®] [S [E Góöur afli togaranna Vegna framkominna ummæla í Bæjarblaðinu 4. júlí s.l. varðandi steypu til gatnagerðar þar sem haft er eftir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Herði Pálssyni á síðasta bæjarstjórnarfundi, þess efnis að vonlaust hafi verið að ná samkomulagi um samvinnu þeirra tveggja fyrirtækja sem sjá um steypusölu hérí bæ, þ.e.Trésm. Guðmundar Magnússonar og Þorgeir og Helga hf., vil ég undirritaður árétta eftirfarandi: Stjórnendur Akranesbæjar hafa aldrei haft samband við Trésm. Guðm. Magnússonar um væntanlega sölu á steinsteypu til gatnagerðar, og hefur því ein- göngu verið reynt að ná samkomu- lagi við Þorgeir og Helga hf., þrátt fyrir að það fyrirtæki hafi boðist til að framkvæma umrætt verk fyrir um 13% hærra verð heldur en Trésm. Guðmundar Magnússonar bauð, og er þessi gjörningur stjórnanda bæjarins því nokkuð afkáralegur. Krossvíkin kom inn úr veiði- för á miðvikudaginn en ekki hafði hún langa viðdvöl við bryggju því um kvöldið hélt hún frá landi aftur og nú var förinni heitið til Þýskalands en þar átti hún að selja afla sinn í gær. Aflinn var að mestu leyti karfi en gott verð fæst fyrir hann á Þýskalandsmarkaði. Skipaskagi kom inn til löndunar á fimmtudaginn. Var hann með fullfermi eða um 110 lestir af blönduðum afla. Höfðavíkin kom svo inn á laugardaginn en ekki var þó byrjað að landa úr henni fyrr en á mánudag vegna yfirvinnu- bannsins við höfnina og hjá fiskverkunarfólki. Afli í þessari veiðiferð var 180 lestir og meiri- hlutinn karfi. Haraldur Böðvarsson kom svo inn um hádegið á sunnudag- inn til löndunar. Byrjað var að landa úr honum á mánudag. Afli hans í þessari veiðiför var um 160 lestir af karfa. Þetta mun vera síðasta löndun hjá honum fram í ágústbyrjun því ætlunin mun vera að setja hann í slipp og mun hann fara í skipalyftuna hjá Þ&E um næstu helgi. Ekki mun um neina stór- viðgerð að ræða heldur smá- vægilegar lagfæringar og eins mun skipið verða málað. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur togarinn Sigurbjörg ÓF-1 legið við viðlegukantinn hjá skipasmíðastöð Þ&E. Síðastlið- inn föstudag fór skipið suður í höfn og þar hefur það legið síðan. Unnið hefur verið við breytingar á skipinu og því breytt í frystitogara. Settar hafa verið í hann flökunarvélar og frystibúnaður ásamt ýmsu fleiru sem tilheyrir vinnslu aflans um borð. Vélasamstæða skipsins var reynd fyrir nokkru með fiski frá HB&Co. og reyndist sú prófun koma vel út eftir því sem best er vitað. Allar framangreindar framkvæmdir voru unnar af starfsmönnmum Þ&E. Mjög mikil verkefni hafa verið undan- farið hjá Þ&E og hefur verið unnið alla laugardaga og flest kvöld. Sigurbjörgin hélt úr höfn í gær og fer þegar til veiða. Lægra tilboð Aftur á móti hefur Trésm. Guðm. Magnússonar ftrekað reynt að fá fregnir af gangi mála hjá bæjarstjóra en fá svör fengið, önnur en þau að semja ætti við Hagvirki hf. um lagningu malbiks á umræddar götur, í sjálfum sem- entsbænum, samkvæmt tilboði hér að ofan hvort ekki hefði mátt halda þarna betur á málum, því ljóst má vera að ekkert sprettur af engu. Heilbrigð samkeppni En ekki er öll sagan sögð. Á síðasta fundi bæjarráðs var sam- þykkt að fela bæjarstjóra að taka ákvörðun um að semja annað- hvort við Trésm. Guðm. Magnús- sonar eða Þorgeir og Helga hf. um steinsteypu í væntanlegar gangstéttir, en þar hefur Trésm. Guðm. Magnússonar einnig gert Akranesbæ tilboð, tilboð sem er lægra en Akranesbær hefur áður fengið í slíkar framkvæmdir, og það er því undir bæjarstjóra kom- ið að ákveða hvort um heilbrigða samkeppni verður að ræða í þess- ari grein hér á Akranesi, eða hvort skattgreiðendur verði látnir greiða fyrir duttlunga. Að lokum þetta. Bæjartækni- fræðingur var leiddur í allan sann- leikann um framkvæmd á blönd- un fylliefna í steinsteypu fram- kvæmda af Trésm. Guðm. Magn- ússonar á s.l. sumri, þegar hlut- Nýsteypt gata í fyrrasumar. í ár á að malbika. sem var 13% lægra en tilboð Trésm. Guðm. Magnússonar um að steinsteypa göturnar, þrátt fyr- ir vissu um varanlegri endingu steinsteypunnar. Leitun er sjálfsagt að öðru bæjar- félagi sem hefði frekar skipt við utanbæjarmenn frekar en heima- menn í þessu dæmi, þá með tilliti til uppbyggingu atvinnufyrirtækis í bænum og endurgreiðslu til bæjarins í formi skatta. I Skagablaðinu3. júlí s.l. furðar bæjarritari sig á því dæmigerða stefnuleysi sem einkenna auglýs- inga- og markaðsmál fyrirtækja á Akranesi, þar sem aðeins tvö fyrirtæki lýstu sig reiðubúin til að taka þátt í samsýningu fyrirtækja af Akranesi á sýningunni Heimil- ið ’85. Ég vil í því sambandi benda hinum ágæta bæjarritara á það sem fram kemur í grein minni laus aðili frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins tók út fram- leiðsluna, og í framhaldi af tilboði Trésm. Guðm. Magnússonar í steinsteypu til gatnagerðar, gaf bæj artæknifræðingur skriflega yfirlýsingu um að hann sæi enga fyrirstöðu fyrir því að Trésm. Guðm. Magnússonar seldi Akra- nesbæ steinsteypu til gatnagerð- ar, enda yrði sú framkvæmd samkv. íslenskum staðli. Þaufjöl- býlisitús sem Trésm. Guðm. Magnússonar hefur reist s.l. 12 ár eru einmitt gott dæmi um að vel hafi tekist til, þar sem sprungu- myndun er óþekkt fyrirbæri, og væri óskandi að svo væri ástatt með fleiri mannvirki. Með vinsemd, Emil Þór Guðmundsson tæknifr. T.G.M. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.