Skagablaðið


Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 5
Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjamtari: ) Stefnumótun í markaðs- > starfssemi fyrirtækja í einfaldri mynd má skipta starfsemi hvers fyrirtækis í þrjá meginflokka, þ.e.: AÐFÖNG - VINNSLA - AFURÐIR Síðan er hverjum þessara flokka skipt í marga undirflokka eftir tegund, eðli vöru og/eða þjónustu o.s.frv. Ofangreind skipting á við hversu smátt fyrirtækið er en sundurgreiningin er oft á tíðum óljós. í grein þessari mun ég aðeins fjalla um afurðir eða öllu heldur undirflokk þess sem heyrir undir markaðsstarfsemi. Hér á landi oe eflaust víðar Viðskiptasambönd Við skulum fyrst byrja á því að skilgreina hvað átt er við með markaðsstarfsemi. Markaðsstarf- semi er öll sú vinna hjá fyrirtækj- um sem fer í það að koma fram- leiddri vöru eða þjónustu frá fyrir- tækinu til kaupandans. Þetta er ansi víðtæk skilgreining og felur m.a. í sér að koma upp viðskipta- samböndum, skapa framleiðsl- unni hefð (T.d. hafa rannsóknir sýnt að 80% af nýjum hús„mæðrum“kaupa sama þvotta- efnið og mamma gerði), bein- ar og óbeinar auglýsingar. Nú skalt þú líta þér nær og hugsa til þess fyrirtækis sem þú starfar hjá, hvernig stundar það sína markaðsstarfsemi. Ég er næsta viss um að í mörgum tilvik- um eiga menn erfitt með að átta sig á því hvernig að henni er staðið. Við skulum taka auglýs- ingar sem dæmi og ég beini spurn- ingu til stjórnenda fyrirtækja. Ég geri ráð fyrir að flest fyrirtæki geri fjárhagsáætlun um hversu mikið það ætli sér að eyða í auglýsingar yfir fjárhagsárið, en hversu mörg hafa ákveðna stefnu um hvernig þessum peningum skuli varið? í hvaða fjölmiðli á að auglýsa, til hvaða hóps á að höfða, og hvað mikið á að eyða í styrktarlínur o.s.frv. Það er e.t.v. varhugavert að nefna auglýsingar hér sem dæmi því sumir halda að það sé eina markaðsstarfsemin, enn aðr- ir halda að auglýsingar hafi ekkert að segja, en þær hafa að segja eða eins og óþekktur stjórnandi fyrir- tækis sagði þegar hann var spurð- ur að því hvort auglýsingar hans skiluðu árangri: „Hvort þær gera. í síðustu viku auglýstum við eftir næturverði og næstu nótt vorum við rændir“. Dagbókin Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið alla virka daga frá kl. 7 til 9.45, 12 til 18.30 og 20 til 21.15. Kvennatími fimmtudaga frá kl. 21.15 til 22. Laugardaga opið frá kl. 9 til 11.45 og 13.15 til 15.45. Sunnudaga opið frá kl. 9 til 11.45. Bahá’í-trúin: Opið hús að Dalbraut 49, alla fimmtudaga kl. 20.30. Bókasafnið: Sumarmánuðina júlí og ágúst verður opið sem hér segir: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-19. Aðstandendur alkóhólista: Fundir alla mánudaga að Kirkjubraut 11, kl. 21.00. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00-19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311frákl. 8-20. Uppl. umlæknavakt í símsvara2358áöðrumtímum. °g hefur ríkt andúð í garð þeirra sem stunda viðskipti og helst þá sölu- mennsku, en ég held að þetta sé að breytast og verði að breytast því það er til lítils að framleiða ef ekki er hægt að selja. Markaðsstarfsemi í starfi mínu hjá Akranes- kaupstað hef ég orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja hér á Akranesi telja sjálfsagt og eðlilegt að bærinn kaupi vörur af fyrir- tækjum hér, þvx get ég verið sammála sé varan eða þjónustan sambærileg að verði og gæðum og að viðskiptasambönd séu ræktuð milli kaupstaðarins og viðkom- andi fyrirtækis. Það kom einu sinni fyrir að í umboði kaupstaðarins keypti ég vöru frá Reykjavík sem hægt var að fá frá ákveðnu fyrirtæki hér á staðnum. Nokkrum dögum eftir að varan var komin, hringir for- svarsmaður fyrirtækisins í mig og húðskammar mig fyrir að hafa keypt vöru frá Reykjavík. Ef ég man rétt voru notuð þau orð að hrækt hafi verið framan í þá. Var þessi aðili að vinna fyrirtæki sínu gagn? Var hann að stofna til eða eyðileggja eðlilegt viðskiptasam- band? Því er svo hér við að bæta sem skiptir í raun mestu máli, mér var ekki kunnugt um að þetta við- komandi fyrirtæki framleiddi þessa vöru. Fyrirtækið hafði því ekki verið með fullnægjandi markaðsstarfsemi. Sölumenn vantar Ef við flettum símaskránni hér, þá sjáum við að hér á Akranesi eru margir faglærðir í framleiðslu og þjónustu, það er vel, en hversu margir eru titlaðir sölumenn eða eitthvað álíka? Mjög fáir, kannski enginn, en þetta verður að breyt- ast. í allri umræðu um atvinnumál er lögð mikil áhersla á fram- leiðslustarfsemi en ég held að menn verði að fara að nálgast viðfangsefnin æ meira út frá við- horfi markaðarins, snúa af fram- leiðsluviðhorfinu í rekstri og upp- byggingu fyrirtækja til markaðs- viðhorfsins, en í því felst að hætta að leggja megináherslu á fram- leidda vöru og framleitt magn til þess að leggja megináherslu á markaðinn, viðskiptavinina, helstu keppinauta og dreifingu. Sem dæmi um þetta væri að fólk Jóhannes Finnur Halldórsson. kaupir ekki lengur skó til að halda fótum sínum hlýjum og þurrum, það kaupir skó vegna þess að þeir gera það kvenlegt, karlmannlegt, ungt, öðruvísi o.s.frv. Að lokum, maður að nafni Charles Revson sagði eitt sinn: „f verksmiðjunni búum við til snyrti- vörur og í snyrtivöruverslunum seljum við vonir“. Heimildir: Hagmál: 26. árg. 1985. Philip Kotler: Marketing manage- ment. NÚ ER AKRANES Þjóðbraut á sjó GREIÐ LEIÐ TIL 34 HAFNA Ný þjónusta! Bolunqarv Su<tureyriD° Flateyrigl^fl Þingeyrxp^ T0,k^gÖBHdud. PatreksTj: Olafsvík Meö áætlunarferöum tvísvar í viku opnast fyrirtækjum á Akranesi og í Borgarfirði ný tækifæri í viðskipt- um við landsbyggðina. Raufarhofn .lafsfj Ó , vJHósavík Hriseg irshd fn Bakkafj. rfVopnafj. Borgarfj JK ~ y<fisfj. Eskirj ReydarfjöráyrB Faskruífj.l Brei<fdalsvík| |Siö<ívarfj IDJúptvogur Hornafjördur □ Vestmannaey jar Ferðaáætlun BROTTFÖR FRÁ AKRANESI Þriðjudaga og annan hvem □ laugardag.* O Fimmtudaga. Q Annan hvem fimmtudag og annan hvem laugardag* Annan hvem laugardag.* Þriðjudaga. Annan hvem þriðjudag. *Á laugard. frá Reykjavík. Fjölhæfniskip með fullkominn sjóbúnað. Lestun og losun um hliðarop og skutbrú. Mikil lyftigeta krana. Allar viðkvæmar vömr fíuttar í gámum. Tilboð í stærri fíutningaverkefni. Lægrí fíutningskostnaður - lægra vömverð. Afgreiðsla á Akranesi er á Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar Sóleyjargötu 18, sími 1356 Flutningar innan lands eru okkar sérgrein. Viðhlaupumekkifráþeim í arðbærari verkefni annars staðar. Óslitin þjónusta í 55 ár. RIKISSKIP Hafnarhúsi v/Tiyggvagötu, 101 Reykjavík. Sími 91-28822 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.