Skagablaðið


Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 6
Spuming vikunnar Hefurðu í hyggju að ferð- ast til útlanda í sumar? Erna Þorkelsdóttir: - Nei, en mig myndi langa til þess. Fjóla Jósepsdóttir: - Já ég hef nú verið að spá í það og þá helst til Danmerkur. Sigrún Traustadóttir: - Nei, ætli ég sleppi því ekki þetta árið. Björg Hraunljörð: - Nei, ég hef ekki áhuga á að fara í dýrt ferðalag til útlanda. Ferðast frek- ar eitthvað hér heima og er að hugsa um að fara í Þórsmörk. Opift bréf til sóknarprests og sóknamefndar Akranessprestakalis: Dæmalaus dónaskapur og skeyt- ingarieysi í garð Skagablaðsins „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.“ Svo segir á einum stað í hinni helgu bók, Biblíunni, og þessi orð koma ósjálfrátt upp í hugann þessa dagana þegar við á ritstjórn Skaga- blaðsins reynum sem ákafast að fá botn í þann dæmalausa dónaskap og það skeytingarleysi, sem ein- hverra hluta vegna einkennir sam- skipti - eða öllu heldur samskipta- leysi - kirkjunnar manna hér á Akranesi við blaðið. Synjað Fljótlega eftir að Skagablaðið hóf göngu sína fór það þess á leit við séra Björn Jónsson, að fá yfirlit yfir giftingar, skírnir og greftranir með vissu millibili líkt og Bæjarblaðið hefur fengið um árabil. Þeirri beiðni var synjað á þeirri forsendu að ekki væri hægt að fá umbeðnar upplýs- ingar birtar án samráðs við Bæjar- blaðið. Nú er undirrituðum mætavel kunnugt um að svipuð staða kom Safnaðarheimilið upp fljótlega eftir að Bæjarblaðið hóf göngu sína og keppti við Umbrot, sem komið hafði út um nokkurra ára skeið. Bæjarblaðinu var neitað um upplýsingar. Fárán- legt þá og enn fáránlegra nú að undangengnu fordæmi. Óeðlilegt Skagablaðið hafði samband við Biskupsstofu í vetur vegna þessa máls og fékk þar þau svör að sóknarprestur gæti ekki með nokkru móti staðið gegn birtingu slíkra upplýsinga nema sérstaklega væri um slíkt beðið af hálfu viðkom- andi. Að einskorða upplýsingarnar við einn fjölmiðil væri ennfremur f hæsta máta óeðlilegt. Hér á Akranesi koma út tvö fréttablöð, Skagablaðið og Bæjar- blaðið, með reglulegu millibili og þar að auki sjónvarpsdagskrá. Það hefur vakið athygli okkar, að guðs- þjónustur eru iðulega auglýstar í Sjónvarpsdagskránni og nokkuð oft í Bæjarblaðinu - eflaust gegn vægu gjaldi og þykir engum óeðlilegt. Hvað það er sem veldur því að sóknarprestur vor kýs að sniðganga eina vikulega fréttablaðið í bænum í þessu tilliti einnig er okkur hulin ráðgáta. Óskiljanlegt Framangreind atriði skipta í sjálfu sér ekki sköpum fyrir útgáfu Skagablaðsins en eru engu að síður jafn hvimleið og óskiljanleg, ekki síst fyrir lesendur blaðsins. En hafi sóknarpresturinn sýnt Séra Björn Jónsson furðulegt skeytingarleysi sló sókn- arnefndin honum rækilega við í síðustu viku er hún deildi út frétta- tilkynningum um minningarguðs- þjónustu um sr. Þorstein Briem í tilefni af hundrað ára ártíðar hans þann 3. júlí sl. Öllum fjölmiðlum að Skagablaðinu undanskildu virðist hafa verið send frettatilkynning um hátíðarmessuna. Hversvegna? Okkur er bara spurn. Og ein spurning í lokin: Eru ekki allir jafnir fyrir þjónum Guðs í Akranesprestakalli? Sigurður Sverrisson 1 2. 3 f//f, y / ^ f r 6 /J/J/i T~ l 9 Vfk /0 n IZ % /i Wk /f /5 m /é 11, 17 /8 /9 Vfk Krossgátai 1 Lárétt: 1) Borg, 4) Auð, 7) Froskmanni, 10) í skipi, 11) Þras, 13) Slá, 14) Kraftur, 16) Fæða, 17) Sefi, 19) Garmar. Lóðrétt: 2) Keyrði, 3) Listamenn, 4) Hald, 5) Hugarburður, 6) Flaut varla, 8) Óvönduð vinnubrögð, 9) Burt, 12) Hátíðar, 15) Fugla, 16) Verkfæri, 18) Fangamark. Misskilin greiða- semi í Kalmansvík Það þótti þjóðþrifaverk á sínum tíma þegar mold var sturtað í haug inn við Kalmansvík og þeir voru margir bæjarbúarnir, sem notfærðu sér það, að hægt var að sækja mold í blómabeð- in sín í stórum skömmtum á umrædd- um stað. Einhverjir misskildu þessa þjónustu og töldu þetta vera hina nýju ösku- hauga bæjarins. Sáu margir sér leik á borði og hentu þarna rusli í stað þess að fara með það á öskuhauga bæjarins inn við Berjadalsá. Fyrir vikið hrann- aðist þarna upp haugur af rusli, líklega ein 10-15 bílhlöss og afleiðingin er sú að nú er búið að loka fyrir alla bílaumferð að umræddum stað. Að sögn þeirra er til þekkja er sennilegasta skýringin á þessu sú, að öskuhaugarnir inni við Berjadalsá eru ekki opnir allan sólarhringinn en þyrftu sennilega að vera það. Væri þó senni- lega nóg að hafa haugana opna á venjulegum tímum virka daga, þ.e. frá kl. 8 á morgnana til 19 á kvöldin en síðan mætti hafa þá opna allan sólar- hringinn um helgar. Haraldur Böðvarsson á leið til hafnar. 6 Gæiingakeppni og kappreiiar Dreyra í Ölver Léttir Harðar Jónssonar glæsilegasti fákurinn Hrafnhildur Jónsdóttir var útnefnd „knapi mótsins“ Kappreiðar og gæðingakeppni hestamannafélagsins Dreyra voru haldnar í Ölver dagana 22. og 23. júní sl. Var veðrið eins og best varð á kosið og áhorfendur fjöl- margir ■ blíðunni. Knapi mótsins var kjörin Hrafnhildur Jónsdóttir en á mótinu var sú nýbreytni tekin upp að valinn var glæsileg- asti hestur mótsins. Sá er hlaut þá Gangbrautarmenning Lögreglan og Arnardalur geng- ust á föstudag fyrir mjög þarflegri kynningu á reglum um gangbraut- ir í bænum. Unglingar frá Arnar- dal önnuðust gangbrautarvörslu og stöðvuðu bíla ef gangandi þurftu að komast yfir. Veifuðu sérstöku merki þegar stöðva þurfti bílana. Lögreglan var þó aldrei langt undan og leiðbeindi gangbrautar- vörðunum og ekki síður hinum, sem voru ýmist akandi eða gang- andi. Skagablaðið sveif á einn hinna geðþekku lögregluþjóna bæjarins og spurði hvort virkilega væri þörf á þessu, hvort allir vissi ekki hvernig ætti að haga sér í umferð- inni í næsta nágrenni gangbraut- ar. Vart hafði spurningunni verið varpað fram er einn ökumaður lét sig ekki muna um að renna yfir gangbrautina þrátt fyrir að búið væri að gefa merki um að stöðva. Lögregluþjónninn geðþekki þurfti eiginlega aldrei að svara spurningunni, henni var svarað fyrir hann. Dæmi um hvernig ekki á að haga sér við gangbraut lét ekki á sér standa. Hafði vörður laganna snör handtök, vatt sér inn í lögreglubílinn og hélt þegar í hugmátt á eftir hinum óvarkára ökumanni, sem eflaust hefur fengið tilsögn í því hvernig menn eiga að bera sig að við gangbraut- ir. Til sams konar uppákomu var efnt í fyrra og þótti takast vel. Ekki er ætlunin að gera þetta með reglubundnum hætti heldur að- eins að vekja athygli á reglum um gangbrautir. nafnbót var Léttir Harðar Jóns- sonar. Brottfluttir Dreyra-félagar gáfu bikar til þessarar útnefning- ar. Helstu úrslit á mótinu urðu sem hér segir: Unglingar - yngri flokkur 1. Willy Blumenstein á Glotta 2. Ármann R. Ármannsson á Vonarblesu 3. BirnaSigurðardóttiráStjarna Unglingar 13-15 ára 1. Berta Finnbogadóttir á A1 2. Albert Sveinsson á Stormi 3. Guðráður Sigurðsson á Glanna Gæðingar, A-flokkur 1. Garpur Hrafnhildar Jóns- dóttur 2. Gjafar Höddu Guðmunds- dóttur 3. Valur Ingibergs Jónssonar Gæðingar, B-flokkur 1. Léttir Harðar Jónssonar 2. Kátína Guðmundar Sigurðs- sonar 3. Prati Finnboga Gunnlaugs- Kappreiðar 150 m skeið 1. Drífandi Jóns Sigurðssonar 2. Gjafar Höddu Guðmunds- dóttur 250 m skeið 1. Drottning Kristj áns Leósson- ar 2. Dvergur Sigurðar Guð- mundssonar 3. Salomon Valdimars Geirs- sonar 250 m stökk 1. Dagur Njáls Marteinssonar 2. Tvistur Svandísar Stefáns- dóttur 3. Léttir Harðar Jónssonar 350 m stökk 1. Goði Kristjáns Baldurssonar 2. Stirnir Stefáns Ármanssonar 800 m brokk 1. Alur Finnboga Gunnlaugs- sonar 2. Skuggi Ragnheiðar Þor- grímsdóttur. 3. Glanni Guðmundar Sigurðs- STÓRMÓT í FAXABORG Hestamannafélögin Faxi og Dreyri halda stórmót í Faxaborg dagana 13. og 14. júlí næstkomandi. Gæðingakeppni og kappreiðar. LAUGARDAGURkl. 10.00 Unglingakeppni og gæðingakeppni. LAUGARDAGUR kl. 16.00 Undanrásir kapp- reiða LAUGARDAGUR kl. 18.30 Forkeppni í tölti LAUGARDAGUR kl. 20.00 Kvöldvaka. SUNNUDAGUR kl. 13.00 Hópreið félags- manna, ávarp formanns framkvæmdanenfndar Sigurðar Jóhannssonar. SUNNUDAGUR kl. 13.30 Unglingar kynntir, verðlaunaafhending. SUNNUDAGUR kl. 14.15 Kynning á gæðingum í B flokki. Úrslit í B flokki gæðinga. Kynning á gæðingum í A flokki. Úrslit í A flokki gæðinga. Úrslit í töltkeppni. SUNNUDAGUR kl.15.30 Úrslit kappreiða. \ Framkvæmdanefnd 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.