Skagablaðið


Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 12
Hver segir svo aö menn verði ríkir í pólitíkinni? Bæjarstjórnarmenn ekki ofsælir af launum sínum - fá tæplega 5.500 krónur á mánuði fyrir störf sín í þágu bæjarbúa Oftlega hefur því heyrst fleygt, að menn verði ríkir á því að skapa sér feril í stjórnmálum. Er þá gjarnan vitnað til launa alþingismanna, sem flestir í landinu sjá ofsjónum yfir. Virðast fæstir gera sér grein fyrir því, að þingmennskan er annað og meira en það eitt að sitja fundi Alþingis. Stærsta mótii í sumar ■ stórmót Dreyra og Faxa í Faxaborg um næstu helgi Hestamannafélögin Dreyri og Faxi gangast fyrir sannköll- uðu stórmóti í Faxaborg dagana 13. og 14. júlí næstkomandi, þ.e. laugardag og sunnudag. Mót þetta er stærsta mót sumarsins hjá félögunum og allt kapp lagt á að það verði sem glæsilegast. Dreyri og Faxi hafa haft sam- vinnu um framkvæmd móts þessa undanfarin ár og verður svo einnig að þessu sinni. Að- staða til mótshalds er afbragðs- góð í Faxaborg. Auk góðrar keppnisaðstöðu fyrir mót af þessari stærðargráðu eru þar góð tjaldstæði og hreinlætis- aðstaða. Veitingasala verður og á staðnum og er fjölda gesta von. En á mótum sem þessum eru það hestarnir sem allt snýst um og verður fjöldi keppnishrossa í gæðingaflokkum svo og kapp- reiðunum, m.a. mörgþekktustu kappreiðahross landsins. Er ekki að efa að líf verður í tuskunum f Faxaborg um helg- ina. Ætti enginn að verða svik- inn af heimsókn þangað svo fremi veðurguðirnir, sem hafa verið einstaklega blíðir á mann- inn það sem af er sumri, geta á sér setið með úrhelli. í DV í síðustu viku var því slegið upp að bæjarstjórnar- menn á Bolungarvík hefðu ver- ið „flottir á því“ og hækkað laun sfn vel á fjórða hundrað prósent. Þessi frétt leiddi huga okkar á Skagablaðinu að þeim launum sem bæjarfulltrúar okk- ar þiggja fyrir vinnu sína í þágu bæjarbúa. Tæpast eru þeir að gera þetta fyrir sjálfa sig ef marka má umbunina. Og hvað fá þessir menn (og konur, jafn- réttið maður, jafnréttið) svo í laun? Kr. 1400 í kostnað Ef við byrjum á „óbreyttum" bæjarstjórnarmönnum þá fá þeir 5.451,80 krónur á mánuði fyrir störf sín. Af þessari upp- hæð eru 75% greidd fyrir störf í þágu bæjarstjórnar, 25% er útlagður kostnaður. Forseti bæjarstjórnar fær auk um- ræddra laun krónur 1.090.36 fyrir hvern fund sem hann stjórnar. Bæjarstjórnarfundir eru yfirleitt tvisvar í mánuði. Bæjarráð er skipað þremur fulltrúum úr bæjarstjórn. Bæjarráð fundar vikulega og á herðum ráðsmanna hvíla oftast mörg mál og erfið. Fyrir setu í bæjarráði þiggja þremenn- ingarnir kr. 8.177.70 hver í laun á mánuði. Áheyrnarfulltrúi i bæjarráði fær heldur minna eða 5.451,80. Varamenn í bæjar- stjórn og bæjarráði fá kr. 1.090.36 fyrir hvern setinn fund. Enginn ríkur Af þessum tölum má glöggt sjá að það verður enginn ríkui á störfum sínum í þágu bæjarfé- lagsins. Forseti bæjarstjórnar nær hæstu launum samkvæmt framangreindu, kr. 13.629,50. Aðrir bæjarráðsmenn (forseti bæjarstjórnar á sæti í bæjarráði) fá 12.266,55 á mánuði. Störf í nefndum eru einnig greidd. Formenn nefnda fá 1.635,54 krónur á hvern fund, óbreyttir nefndarmenn fá helm- ingi lægri upphæð. Þá er ógetið kjörinna endurskoðenda bæjarins en þeir fá kr. 20.444,25 á ári fyrir störf sín. Eflaust eru einhverjir hér í bæ sem sjá ofsjónum yfir þess- um greiðslum til bæjarstjórn- armanna rétt eins og yfir kaupi alþingismannanna. Þeir sömu ættu hins vegar að velta því eilítið fyrir sér hvert tímakaupið yrði ef deilt væri í tölurnar með framlögðum vinnustundum. Sennilega yrði það ekki ýkja hátt. Telji einhver þetta vera þess virði að leggja stjórnmál fyrir sig er bara að vinda sér í framboð næsta vor. Bæjarstjórnin saman að snæðingi í matarhléi á maraþonfundi, þar sem fjárhagsáætlun var afgreitt sl. vetur. Krossgáta nú aftur á síðum Skagablaðsins Hópreið hestamanna á hestadögunum sem efnt var til í vor Eins og einhverja rekur eflaust minni til vorum við með litla krossgátu í Skaga- blaðinu fyrst eftir að blaðið hóf göngu sína. Þegar líða tók á síðasta haust þótti sýnt að hún yrði til þess að taka rúm sem annars mætti nota undir fréttir, og var því tekin úr blaðinu. Nú þegar blaðið er orðið 12 síður að staðaldri og því rýmra á allan hátt höfum við ákveðið að hefja birtingu krossgátunnar á nýjan leik. Hana er að finna á bls. 4 í blaðinu í dag og verður hún fastur liður í blaðinu áfram. Lesendur • munið ókeypis smáauglýsingar Skagablaósinsi i

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.