Skagablaðið - 17.07.1985, Side 1

Skagablaðið - 17.07.1985, Side 1
StórleikurSkagamannaogFramara í Bikarkeppni KSÍ kl. 18.30: „Þa ðverðu irbarisl | „Lofa því að við fáum upp á líf og dauða M ekki annan stórskell“ - segir Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna • segir Ómar Torfason, markahæsti maður Fram Óhætt er að segja að um fátt hafi verið meira að rætt hér á Akranesi síðustu dagana en bikar- leik Skagamanna og Framara, sem hefst í kvöld kl. 18.30. Allir eru minnugir þess hvernig viður- eign liðanna um fyrri helgi lykt- aði, en þá unnu okkar menn stórsigur, 6:2. Flestir eru einnig sammála um að róðurinn í dag verði þyngri hjá Skagamönnum en síðast. Skagablaðið sveif á lykilmenn úr báðum liðum í gær, Sigurð Lárusson, fyrirliða IA, og Ómar Torfason, markahæsta mann Framaranna, og spurði þá út í stórleikinn. Upp á líf og dauða „Það er geysilega mikill áhugi á meðal okkar fyrir þessum leik og við leggjum allt í sölurnar til þess að þessi leikur vinnist," sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, er Skagablaðið ræddi við hann um leikinn í dag. „Auðvitað gerum við okkur fulla Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna. grein fyrir því að þetta verður erfitt — mun erfiðara en um daginn — Og við komum aldrei til með að skora 6 mörk aftur.“ — Stillið þið upp sama liði og þá? „Já, að því er ég best veit þá verðum við með alveg óbreytt lið og við leikum bara sömu knatt- spyrnuna og við höfum gert undanfarin ár. Hún hefur skilað af sér góðum arði.“ — Attu von á að þetta verði markaleikur? „Nei, tæpast verða skoruð mjög mörg mörk í leiknum og ein- hvernveginn leggst það þannig í mig að þessi leikur verði fram- lengdur. Hvernig hann fer? Ég veit það ekki, vil aldrei spá um slíkt, en hann vinnst með einu marki. Það verður ekki meiri munur. En þetta verður ofboðs- legur baráttuleikur, barist upp á líf og dauða. Við gefum allt sem við eigum og jafnvel meira en það. Þetta er leikur sem við verðum að vinna.“ Frábær nýting. „Við höfðum gott af því að fá þennan skell um daginn," sagði Ómar Torfason, markahæsti leikmaður Fram í íslandsmótinu, er Skagablaðið sló á þráðinn til hans í gær og innti hann eftir því hvernig Framarar væru stemmdir fyrir stórleikinn í dag. „Við vor- um að skoða leikinn á myndseg- ulbandi og sáum þá, að við áttum ekkert minna í leiknum en Skaga- mennirnir, þeir nýttu færin sfn hins vegar frábærlega. Áttu níu færi, skoruðu 6 mörk.“ — Áttu von á að ykkur takist að sigra í leiknum? „Já, við erum mjög bjartsýnir og gefum ekki þumlung eftir. Mórallinn hjá okkur er eins og best verður á kosið og menn eru staðráðnir í að selja sig dýrt.“ — Nú skaut Valgeir Barðason ykkur skelk í bringu um daginn, setjið þið mann til höfuðs honum? „Við gefum ekkert upp hvernig við ætlum að leika þennan leik en við verðum með breytingar, sem við höfum verið að æfa. Hvað Valgeir varðar þá verð ég nú að viðurkenna að ég þekkti hann ekkert fyrir þennan leik. Hann stóð sig hins vegar frábærlega gegn okkur og kom okkur ger- samlega í opna skjöldu. Við vitum hins vegar af honum núna.“ — Hafið þið eitthvað velt fyrir ykkur orsökum ófaranna um dag- inn þegar þið töpuðuð 2:6? „Já, eins og ég sagði skoðuðum við leikinn á myndbandi. Það gefur hins vegar auga leið, að það er afar erfitt að vinna upp 2:0 forskot á Akranesi eftir aðeins 5 mínútna leik. Þriðja markið kom svo á mjög slæmum tíma, rétt fyrir hálfleik." — Nú hefur þú skorað grimmt í sumar og skoraðir einmitt gegn Skagamönnum um daginn, ætl- Þótt leikurinn gegn frændum vorum Færeyingum sl. föstudag flokkist seint undir augnayndi var hann okkur Skagamönnum merkilegur fyrir þær sakir, að þetta var fyrsti landsleikurinn sem hér hefur farið fram. Island sigraði 1:0 með marki Péturs Péturssonar í slökum leik. Skagamenn áttu fjóra lands- arðu að endurtaka þann leik? „Auðvitað vona ég að mér takist að skora í þessum mikil- væga leik okkar. Við munum sækja til sigurs og leggja allt kapp á að komast á sigurbraut á ný. liðsmenn í tilefni dagsins, eigin- lega fimm ef við teljum Pétur Pétursson með. Pétur lék sinn 25. landsleik en Árni Sveinsson sinn 50. Þá léku Hörður Jó- hannesson og Guðjón Þórðar- son báðir sinn fyrsta landsleik. Sveitibjörn Hákonarson var fimmti Skagamaðurinn sem lék. Með þessum áfanga sínum Margir hafa haldið því fram, að tapið um daginn myndi slá okkur út af laginu en við ætlum að af- sanna það. Ég lofa því að við fáum ekki annan stórskell" sagði Ómar Torfason í lokin. varð Árni Sveinsson aðeins ann- ar íslendingurinn til að ná 50 landsleikjum. Marteinn Geirs- son varð fyrri til og lék alls 67 sinnum með landsliðinu áður en ferli hans lauk. Meðfylgjandi mynd sýnir fjóra þeirra fimm Skagamanna er spiluðu leikinn. Sveinbjörn er ekki með á henni. Ami Sveins lék sinn fimmtugasta landsleik Lesendur ■ muniÓ ókeypis smáauglýsingar Skagablaðsins!

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.