Skagablaðið


Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Magnús Ingvason. Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasímii 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. *\ Guðjón afhendir Halli Þór verðlaumn. Hallur Þór í lukkupottinn —verölaun fyrir „leikmann mánað- arins“ í júní afhent Eftir góðan kipp, þar sem við skýrðum frá því hverjir höfðu hlotið útnefninguna „leikmaður mánaðarins“ í 6. flokki í mars, apríl og maí, hefur orðið nokkur bið á að við skýrðum frá kjöri leikmanns mánaðarins í júní-mánuði, m.a. vegna ferðar pollanna á Tommahamborgaramótið í Eyjum um daginn. Sá heppni í júnímánuði heitir Hallur Þór Sigurðsson og er 9 ára gamall. Hallur er traustur í vörninni, leikur miðvörð eða „haff-sent“ eins og strákarnir segja gjarnan. Hann fylgist mikið með enska fótboltanum eins og flestir strákar á hans aldri og uppáhaldsliðið hans er Everton, sem einmitt varð enskur meistari í vor. Uppáhaldsleikmaðurinn hans er Andy Gray, jafnvel þótt hann sé í framlínunni. Að sjálfsögðu er ÍA uppáhaldsliðið hans Halls hér heima og uppáhaldsleikmaðurinn hans er enginn annar en Guðjón Þórðar- son, bakvörðurinn eitilsnjalli, sem lék sinn fyrsta landsleik nú í síðustu viku gegn Færeyjum. Meðfylgjandi mynd var tekin á heimili Halls er Guðjón Þórðarson afhenti honum knattspyrnu- skóna, sem hann fékk í viðurkenningarskyni frá Skagablaðinu. Af hverju yfirvinnubann við höfnina?: Skilaði 4300tímum yf> iráriðístað 17-1800 „Mér fínnst það hafí aldrei komið nægilega skýrt fram hjá ykkur í umfjöllun blaðsins um yfírvinnubannið við höfnina á sumrin sem og yfirvinnubannið í frystihúsunum af hverju þessu banni var á sínum tíma komið á,“ sagði einn starfsmanna HB & Co. er hann kom til okkar á ritstjóm- arskrifstofuna í síðustu viku. Staðreyndin er nefninlega sú, að fólk var orðið yfir sig þreytt á allri þeirri yfirvinnu sem lögð var á það og einnig skipti það miklu Gjábraut? Þeir sem ekið hafa Esjubraut- ina nýlega hafa kannski tekið eftir því að hún er farin að gliðna í sundur á nokkrum stöðum. Við hjá Skagablaðinu tókum a.m.k. eftir því þegar við áttum leið þar um fyrir nokkru. Var á stórum kafla sem gatan var farin að gliðna verulega og allt að 4 cm. (sjá mynd). Okkur fannst þessi gliðnun í alla staði mjög óvenjuleg, því þarna er um að ræða nýlega steypta götu og hugsuðum með okkur, að með sama áframhaldi myndi þurfa eftir nokkur ár að skíra götuna upp á nýtt, og yrði hún þá nefnd Gjá- braut. Við höfðum samband við Dan- íel Árnason, bæjartæknifræðing, og spurðum hann um ástæður þessa. „Það er alltaf hætta á þessu þegar götur sem eru steyptar, eru ekki nægilegaþjappaðar. í þessari götu var skipt um jarðveg og settar jarðvatnslagnir u.þ.b. ári áður en hún var steypt, en það hefði þurft að þjappa betur. Við höfum allt eins átt von á þessu, en sennilega verður þetta ekki meira en komið er. Þetta er a.m.k. ekki neitt í sambandi við landreks- kenninguna". að það var eiginlega alltaf sama fólkið sem lenti i þessari vinnu. Sjálfur vann ég geysilega mikla yfirvinnu og get fært sönnur á það.“ Að svo mæltu dró viðmælandi okkar upp doðrant, þar sem hann hafði skráð allar vinnustundirsín- ar samviskusamlega og þar blasti staðreyndin við. Svo tekið sé dæmi skilaði umræddur maður 4293 vinnustundum árið 1971 en þess má geta að meðalfjöldi vinnustunda á ári er 17-1800. Frá Akraneshöfn. Þar ríkir nú yfirvinnubann. Skagaleikflokkurinn í gamla Iðnskólann Nú nýlega var aðalfundur Skagaleikflokksins haldinn. Auk venjulegra aðalfundastarfa var rabbað um starfið næsta vetur og SKERPINGAR Tek að mér að skerpa handsláttuvélar og önnur garðyrkjuáhöld ásamt öðrum eggjárnum. FREYR QEIRDAL PRESTHÚSABRAUT23•S. 1637 í framtíðinni. Mikill hugur var i fólki og ekkert uppgjafarhljóð og er það vel. Ný stjórn var kosin éins og lög gera ráð fyrir og er hún sem hér segir: Ásgerður ísfeld, formaður, Elsa Jónsdóttir, varaformaður, Þóra Hallgrímsdóttir, gjaldkeri, Svala Bragadóttir, ritari, Stein- grímur Guðjónsson, bókari og þau Hallbera Jóhannesdóttir og Jón Þórðarson, meðstjórnendur. Sannarlega harðsnúið lið. Við náðum tali af Ásgerði, formanni, og inntum hana eftir því sem væri á dagskrá hjá leik- flokknum á næstunni. „Við bíðum spennt eftir að flytja inn í gamla Iðnskólann, en nýlegar var hann afhentur okkur til afnota. Við fáum neðri hæðina í húsinu, en til að byrja með fer mestur tíminn í að standa í lag- færingum, því miklu þarf að breyta til þess að húsnæðið henti okkur. það tekur eflaust nokkurn tíma en það er mikill hugur í mannskapnum og þetta hefst allt að lokum. þegar við höfum síðan komið okkur almennilega fyrir munum við taka til við að móta stefnuna næsta vetur og ákveða hvað verður sýnt.“ 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.