Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 24.07.1985, Qupperneq 1

Skagablaðið - 24.07.1985, Qupperneq 1
Guðmundur ásamt konu sinni Ernu Jóhannsdóttur. „Mér líst mjög vel á staðinn • segir Guðmundur Vilhjálmsson, hinn nýi útibús- stjóri Landsbankans, sem byrjaði á mánudaginn „Mér líst mjög vel á staðinn. Her er allt hreint og þrifalegt og íbúarnir virðast ánægðir,“ sagði Guðmundur Yilhjálmsson, hinn nýi útibússtjóri Landsbankans á Akranesi, er Skagablaðið ræddi við hann í gær. Guðmundur hefur nú tekið við störfum af Helga Jónssyni, sem er kominn til Akureyrar. „Ég kom hingað á föstudag ásamt konu minni og við höfum svona verið að koma okkur fyrir. Ég er nú varla kominn í gang en hef þó verið við eftir hádegið en það breytist nú fljót- lega,“ sagði Guðmundur enn- fremur. Hann hafði komið hing- að tvívegis áður gagngert í tengslum við hina nýju stöðu. Guðmundur hefur starfað mjög lengi hjá Landsbankan- um. Hann var bókari í útibúinu á Eskifirði í 14 ár, áður en hann varð útibússtjóri í Grindavík í 6 ár og síðar á Höfn í Hornafirði í 6 ár, þaðan sem hann kemur nú. Er Skagablaðið spurði Guðmund að því hvort mikill munur yrði fyrir hann að stýra útibúinu hér og á Höfn svaraði hann því til að starfsmanna- fjöldinn væri tvöfaldur hér á við á Höfn en það þýddi ekki endi- lega að umsvifin væru tvöfalt meiri. Breytingin væri því samt nokkur. Hringtorgið úr sög- unni, tölvustýrð um- férðarljós í staðinn Samkvæmt heimildum Skagablaðsins bendir nú allt til þess að enn verði kúvent í lausn vandræðagatnamótanna sem svo hafa verið nefnd, móta Stillholts og Kirkjubrautar/Kalmansbrautar. Þegar síðast fréttist var hringtorg talið heppilegasta lausnin en nú munu uppi hugmyndir um tölvustýrð umferðarljós, sem stýrast af umferðarþung- anum. Hugmyndin um hringtorgið þótti allra góðra gjalda verð þar til farið var dýpra ofar, í saumana á þeim kosti. Þegar betur var að gáð — og þar virðist sem bæjar- stjórn hafi ekki fengið nægilega haldgóðar upplýsingar í öndverðu — kom í ljós, að hallinn á um- ræddum gatnamótum er slíkur, að ekki er gerlegt að setja þar hringtorg án þess að gera veruleg- ar endurbætur á götunum, þ.e. jafna hallann. Lausleg kostnaðaráætlun um gerð hringtorgs er einhvers staðar á bilinu 1,6-2 milljónir króna en umferðarljós af því tagi sem að framan greinir kosta um 800 þús- und krónur auk uppsetningar. Lætur því nærri að sá kostur sé Frá gatnamótunum umræddu. allt að einni milljón kr. ódýrari. Þar sem bæjarstjórn er nú í sumarleyfi þar til í ágústlok verð- ur ekki tekið á málinu af neinni festu fyrr en leyfinu lýkur en samkvæmt heimildum blaðsins er þess fastlega að vænta, að ákvörð- un um kaup á áðurnefndum ljós- ; um verði tekin strax og bæjar- stjórn kemur saman. „Stófkostleg fækkun árekstra á Akranesi“ „Árekstrum fækkaði um rúmlega 50% á fyrstu 6 mánuðum þessa ars, miðað við sama tíma í fyrra.“ Þetta kom fram í samtali sem Skagablaðið átti við Svan Geirdal, yfirlögregluþjón. „Árekstrar í fyrra voru 100 fyrstu 6 mánuðina, en einungis 46 í ár. Aðalástæður þessa tel ég vera færðina og tíðarfarið sem er miklu betra í ár og eins tel ég aukna varúð ökumanna eiga sinn þátt i þessu. í maímánuði í fyrra voru 25 árekstrar, en einungis 10 í ár, og í þeim mánuði er ekki hægt að tala um mismunandi tíðarfar eða færð. Þar hlýtur ein- ungis aukin varúð að koma til.“ „Á Akranesi eru fæstir árekstr- ar á öllu landinu miðað við íbúa- tölu og er það mjög ánægjuleg staðreynd. Menn verða þó alltaf að athuga að aukið umferðarör- yggi kemur ekki af sjálfu sér, heldur er það frammistaða allra þeirra sem þátt taka í umferðinni sem þar veldur.“ sagði Svanur að lokum. ming. Stórmót hestamanna úr Dreyra og Faxa íFaxaborg -sjábls. 6-7, Systumar uréu innlyksa í Svíþjóð íheimstyrjöldinni -sjábls. 10. Listaverk bæjarins eru90 eneruöiiávíðogdreif -sjáblsS. Lesendur - munid ókeypis smáauglýsingar SkagablaÓsins!

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.