Skagablaðið


Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 5
Skráningin í góöu lagi en hirslurnar engar: Listaverk á víð og dreif Af og til skjóta þær hugmyndir upp kollinum að stofna ætti listasafn hér á Akranesi. í hvert sinn sem losnar um eitthvert stórt húsnæði, koma alltaf þær sömu hugmyndir upp, þ.e.a.s. að nýta húsnæðið undir listasafn, nú síðast með gamla Iðnskólann. Áhuga- menn um listasafn telja að með tilkomu þess yrði um stórkostlegan menningarauka að ræða fyrir bæjarfélagið og nú þegar sé til mikið safn listaverka og því bráðnauðsynlegt að finna þeim einhvern samastað. En hversu mikið af listaverk- um á bæjarfélagið? Við snerum okkur til Bjarna Pórs Bjarnasonar, myndlistar- manns og kennara, en hann hefur nú yfirumsjón með listaverka- eign bæjarins. Hann sagði okkur að bærinn ætti um 90 listaverk og til skýringar sýndi hann okkur möppur þar sem allar upplýsing- ar um verkin var að finna. Það kom okkur Skagablaðsmönnum nokkuð á óvart hve góð og nákvæm skrá er til yfir þessa listaverkaeign. Hvert þeirra er skráð á sérstakt eyðublað þar sem fram koma upplýsingar um höfund, heiti verksins, hvenær gert, efni/aðferð, stærð, ástand, feril, hvar varðveitt o.fl. Bjarni Þór sagði að þessa kerf- isbundnu skráningu mætti rekja til og þakka Hjálmari Þorsteins- syni, listmálara og kennara, hann sjálfur hefði aðeins tekið við verkinu þegar Hjálmar fluttist til Danmerkur. Fyrir utan það að vera ráðinn til að sjá um þessa skráningu, sér Bjarni Þór um að færa listaverkin til, þ.e.a.s. að þau séu ekki alltaf á sama stað, þannig að sem flestir séu að- njótandi að sjá þau. Að sögn Bjarna Þórs er það vissulega slæmt hversu fáir fái að njóta Iistaverkanna og þyrfti því helst að koma þeim fyrir á einum stað, t.a.m. á listasafni. Nú væru verkin á við og dreif um bæinn og þá aðallega í opinberum stofn- unum s.s. Brekkubæjarskóla, bæjarþingsalnum, Fjölbrautar- skólanum, Byggðasafninu og víðar. Örfá væru síðan á einka- heimilum. Stærri listaverk eins og höggmyndir eru sxðan úti undir beru lofti og má þar nefna styttuna af Sjómanninum á Akratorgi og listaverk Ásmund- ar Sveinssonar á mótum Stillholts og Kalmansbrautar. Listaverkaeignin er tilkomin af tvennu. Annars vegar þau listaverk sem eru í vörslu bóka- safnsins, en þau fær bókasafnið hjá þeim sem sýna í sýningarsaln- um í kjallara. Leiga salarins er greidd þannig að hver listamaður borgar með einu verki. Hins vegar sér Menningarsjóður Akraness um að kaupa hin ýmsu Listaverk Asmundar Sveinssonar við Stillholt. listaverk og er þeim fyrirkomið hér og þar í bænum. Bærinn á 90 verk Akraneskaupstaður á eins og áður segir 90 listaverk og þegar litið er í skránna kemur í ljós að fjölmörg þeirra eru eftir lista- menn héðan af Akranesi. Má þar nefna Hjálmar Þorsteinsson og Bjarna Þór Bjarnason og auk þeirra: Hrein Elíasson, Vigni Jóhannsson, Hrönn Eggertsdótt- ir, Guttorm Jónsson, Svein Guð- bjarnarson, Hallbjörgu Bjarn- adóttur og Gyðu Jónsdóttur. Einnig eru til listaverk eftir ýmsa kunna listamenn og má þar helst nefna Jakob V. Hafstein, Gunnar Örn, Gunnlaug Scheving, Eyjólf J. Eyfells, Ás- mund Sveinsson, Jónas Guð- mundsson og Edward Munch (því miður einungis eftirprent- un). Mjög erfitt er að meta hvaða listaverk er dýrmætast eða verð- mætast. Olíumálverkeftir Gunn- laug Scheving er líklega verð- mætast. Þá mynd málaði lista- maðurinn eftir dvöl sína hér á Akranesi 1955. Heitir hún ein- faldlega „Frá Akranesi", er um V/2 x V/i að stærð og hangir í Brekkubæj arskóla. Það listaverk sem er líklega dýrmætast fyrir Akurnesinga er styttan af Sjómanninum eftir Martein Guðmundsson, nokkurs konar sameiningartákn fyrir Ak-. urnesinga og stendur í hjarta bæjarins. Eins og sjá má á grein þessari á bæjarfélagið fjölmörg listaverk og mörg mjög góð. Helsti gallinn er einungis sá að takmarkaður fjöldi fólks hefur tækifæri á að njóta þeirra. ming 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.